Strandblak

við Gufunesbæ

 

Strandblak við Gufunesbæ

Strandblak er skemmtileg og kraftmikil hreyfing sem hentar öllum aldri. Við Gufunesbæ eru þrír strandblaksvellir sem eru opnir almenningi. Bókaðu völl og skelltu þér í sandinn!

 

Um völlinn

Við Gufunesbæ eru þrír samliggjandi strandblaksvellir sem henta vel fyrir leik og æfingar.

 

Bóka þarf fyrirfram og hægt er að bóka einn völl í einu.

 

Ef þú þarft fleiri en einn völl bókarðu hvern fyrir sig.

 

Ef þú hættir við er gott að láta vita svo aðrir geti nýtt völlinn.

 

Þegar starfsemi er á svæðinu er mögulegt að fá blakbolta að láni. Spyrðu starfsfólk á staðnum.

 

Eftir leik er gott að skafa sandinn til. Skiljum við völlinn eins og við viljum koma að honum.

Strandblak vi' Gufunesbæ

Bókanir, afbókanir, verð og fleira...

Hvernig bóka ég völl?

  1. Veldu Árbæjarlaug, Laugardalslaug eða Gufunesbæ.
  2. Veldu hversu lengi þú ætlar að spila.
  3. Veldu dagsetningu og tíma dags.
  4. Skráðu nafn, netfang og símanúmer.
  5. Veldu Bóka.
  6. Þú færð sendan staðfestingarpóst á uppgefið netfang.

Hvernig breyti ég eða afbóka völl?

  1. Opnaðu staðfestingarpóstinn sem þú fékkst sendan á uppgefið netfang.
  2. Veldu Breyta tíma
  3. Nú ætti bókunin þín að opnast.
  4. Veldu Breyta tímasetningu til að velja nýjan tíma. Til að afbóka völlinn skaltu velja Hætta við bókun.

Verð og aðgangur

  • Í Árbæjarlaug og Laugardalslaug þarf að greiða fyrir aðgang að velli í sundafgreiðslu.
  • Gjaldskrá sundlauganna gildir líka fyrir strandblak. Þú getur til dæmis notað sundkortið þitt til að fá aðgang að strandblaksvelli.

Get ég spilað án þess að bóka?

Já, ef völlurinn er laus. Við mælum samt alltaf með að bóka og greiða aðgang fyrst. Það hjálpar okkur að halda utan um notkunina.

Er eitthvað sem má betur fara?

Er netið í ólagi eða sköfur brotnar? Sendu okkur ábendingu um það sem betur má fara og við skoðum málið.

Hafa samband

  • Frístundagarðurinn við Gufunesbæ
  • Við Gufunesveg, 112 Reykjavík
  • 411 5615
  • gufunes@reykjavik.is