Grasagarður Reykjavíkur | Reykjavíkurborg

Grasagarður Reykjavíkur er lifandi safn undir berum himni. Grasagarðurinn var stofnaður árið 1961 og er rekinn af Reykjavíkurborg. 

Um Grasagarðinn

Grasagarður Reykjavíkur er lifandi safn undir berum himni. Grasagarðurinn var stofnaður árið 1961 og er rekinn af Reykjavíkurborg. Hann tilheyrir skrifstofu umhverfisgæða sem er hluti af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Umhverfis- og skipulagsráð fer með málefni Grasagarðsins.

Hlutverk Grasagarðsins er að varðveita og skrá plöntur til fræðslu, rannsókna og yndisauka. Í garðinum eru varðveittar um 5000 plöntur í átta safndeildum. Plöntusöfnin gefa hugmynd um fjölbreytni gróðurs í tempraða beltinu nyrðra. Sérhver safndeild gegnir ákveðnu hlutverki, til dæmis að sýna og kynna íslenskar plöntur, trjágróður eða mat- og kryddjurtir.
 

Fræðsla og viðburðir 

Eitt meginhlutverka Grasagarðsins er fræðsla og boðið er upp á fjölbreytta fræðslu fyrir almenning og skólahópa árið um kring. Markmið fræðslunnar er að nýta hin margvíslegu plöntusöfn til fræðslu um umhverfið, garðyrkju, grasafræði, dýralíf, garðmenningu og grasnytjar sem og til eflingar útiveru og lýðheilsu. 

Viðburðadagskráin er spennandi árið um kring. Upplýsingar um viðburði má finna hér.

Móttaka og leiðsögn hópa: Langar hópinn þinn að fá leiðsögn um Grasagarðinn? Tekið er á móti skóla-, vinnustaða- og félagahópum eftir samkomulagi. Bókanir og nánari upplýsingar fást hjá Hildi Örnu Gunnarsdóttur í síma 411 8650 virka daga kl. 9 - 15 eða á botgard@reykjavik.is.
 

Café Flóra 

Café Flóra býður upp á ljúffengar veitingar með áherslu á hráefni úr eigin ræktun. Kaffihúsið er starfrækt í garðskálanum í fallegu og gróðursælu umhverfi frá maí til septemberloka og um helgar á aðventunni. Nánari upplýsingar á www.cafeflora.is.
 

Opnunartími 

Á sumrin (1. maí - 30. september) kl. 10 - 22.
Café Flóra er opin daglega á sumrin kl. 10-22

Á veturna (1. október - 30. apríl) kl. 10 - 15.
Café Flóra er opin um helgar á aðventunni og á auglýstum jólahlaðborðskvöldum. 

 

Annað

Grasagarðurinn er líka á Facebook: www.facebook.com/grasagardur.

Heimilisfang: 
v/Engjaveg
104
Sími: 
411 8650

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

8 + 5 =