Velferðarsvið | Reykjavíkurborg

Sviðsstjóri er Regína Ásvaldsdóttir.

Velferðarsvið annast framkvæmd velferðarþjónustu í umboði velferðarráðs. Sviðið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.

Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Sviðið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.

Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Skrifstofa velferðarsviðs

Skrifstofa velferðarsviðs er að Höfðatorgi, Borgartúni 12 - 14. Á skrifstofunni eru eftirfarandi einingar: skrifstofa sviðsstjóra velferðarsviðs, skrifstofa ráðgjafaþjónustu, skrifstofa öldrunar- og húsnæðismála,  skrifstofa um málefni fatlaðs fólks, skrifstofa fjármála og reksturs og að lokum mannauðsþjónusta. Lögfræðiþjónusta heyrir beint undir sviðsstjóra. Framkvæmd velferðarþjónustu fer að mestu fram á þjónustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar hjá Barnavernd Reykjavíkur og hjá Heimaþjónustu Reykjavikur.

Þjónustumiðstöðvar

Þjónustumiðstöðvar eru fimm og sinna þær þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur, sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla, frístundaráðgjöf og almennri upplýsingagjöf um starfsemi og þjónustu Reykjavíkurborgar. Þar er hægt að sækja um ýmis konar þjónustu, svo sem fjárhagsaðstoð, húsaleigubætur, ráðgjöf og félagslega heimaþjónustu, auk þess sem þjónustumiðstöðvar leiða faglegt samstarf dagþjónustu á sviði heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu í hverfum borgarinnar.

Á þjónustumiðstöðvunum er veitt félagsleg ráðgjöf, sálfræði- og kennsluráðgjöf vegna leik- og grunnskólabarna, frístundaráðgjöf og fleira. Þjónustumiðstöðvar bera ábyrgð á framkvæmd forvarnastefnu borgarinnar 2014-2019. Á þjónustumiðstöðvum fer fram þverfaglegt samstarf þar sem lögð er áhersla á samþætta nærþjónustu.

Barnavernd Reykjavíkur

Barnavernd Reykjavíkur ber ábyrgð á framkvæmd stefnu í barnaverndarmálum í borginni og vinnur náið með skólum og þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Markmið í starfi Barnaverndar eru: nærþjónusta og samstarf, stuðningur inn á heimili, barnið í brennidepli og skilvirk og hröð greining mála.

Heimaþjónusta Reykjavíkur

Heimaþjónusta Reykjavíkur veitir hefðbundna heimahjúkrun.  Markmiðið er að gera þeim sem þjónustunnar njóta kleift að búa heima við sem eðlilegastar aðstæður þrátt fyrir veikindi eða heilsubrest.

Helstu verkefni velferðarsviðs eru:

 •     áætlanagerð
 •     eftirlit og mat á árangri
 •     samhæfing og samþætting
 •     nýsköpun og þróun úrræða
 •     þróun í mati á gæðum þjónustu
 •     tengsl rannsókna og þjónustu
 •     félagsleg og sálfræðileg ráðgjöf
 •     fjárhagsaðstoð
 •     félagsleg heimaþjónusta, heimahjúkrun, heimsendur matur og stuðningsþjónusta
 •     húsnæðismál, búseta, húsaleigubætur
 •     þjónusta við fjölskyldur, börn, ungmenni og aldraða
 •     forvarnamál
 •     rekstur heimila og úrræða sem tengjast félagslegri þjónustu

Fyrirspurnir og/eða athugasemdir er hægt að senda á netfangið velferd@reykjavik.is.

Skipurit: 

Aðalskipurit Reykjavíkurborgar

Borgarstjóri Velferðarsvið Barnaverndarnefnd Skrifstofa sviðsstjóra Gæði og rannsóknir Stjórnsýsla og þjónusta Ráðgjafarþjónusta Sértæk ráðgjöf Almenn ráðgjöf Skrifsofa öldrunar- og húsnæðismála Heimaþjónusta Húsnæði og búsetuþjónusta Skrifstofa málefna fatlaðs fólks Stuðningsþjónusta Barnavernd Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts Þjónustumiðstöð Breiðholts Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarnes Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða Fjármál og rekstur Áætlanagerð og greining Mannauður Lögfræðiþjónusta Image Map

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 6 =