Velferðarsvið

Velferðarsvið veitir fjölbreytta og metnaðarfulla velferðarþjónustu sem hefur það að meginmarkmiði að stuðla að auknum lífsgæðum íbúa Reykjavíkurborgar. Undir sviðið heyra 120 starfsstaðir, þar af 77 sem veita sólarhringsþjónustu.

Sviðsstjóri

Sviðsstjóri velferðarsviðs er Rannveig Einarsdóttir.

Velferðarstefna

Velferðarstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarstjórn í júní 2021. Hún er rammi utan um metnaðarfulla velferðarþjónustu sem hefur það að markmiði að auka lífsgæði, stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn og tryggja að Reykjavík sé sannarlega fyrir okkur öll. Stefnan gildir til ársins 2030. Henni fylgir ítarleg aðgerðaáætlun fram til ársins 2025. 

Miðstöðvar

Miðstöðvar velferðarsviðs eru fjórar talsins í hverfum borgarinnar, en auk þess rekur sviðið rafræna þjónustumiðstöð. Í þeim er boðið upp á fjölbreyttan stuðning, ráðgjöf og þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur, veita sérfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum og sinna verkefnum á sviði forvarna og félagsauðs. 

Þar er hægt að sækja um félagslega ráðgjöf og stuðning til virkni, fjárhagsaðstoð, sérstakan húsnæðisstuðning, heimaþjónustu og heimahjúkrun og margt fleira. Miðstöðvarnar reka búsetuúrræði fyrir fatlað fólk, félagsstarf fyrir fullorðna auk ýmissa sérverkefna sem taka mið af þörfum íbúa.

Barnavernd 

Barnavernd Reykjavíkur vinnur að því að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái viðeigandi stuðning. Barnaverndin rekur fjölbreytt heimili fyrir börn, veitir stuðning og ráðgjöf inn á heimili og sér um fósturráðstafanir í tímabundin, varanleg eða styrkt úrræði. Bakvakt er starfrækt alla daga utan skrifstofutíma. 

  • Sé barn í hættu skal ávallt hringja í 112
  • Erindi og fyrirspurnir má senda í tölvupósti á barnavernd@reykjavik.is
  • Tilkynningar er varða velferð barna má senda gegnum sérstaka tilkynningagátt
  • Sími Barnaverndar á skrifstofutíma er 411 9200

Tölfræði og frekari upplýsingar

Hafðu samband

  • Upplýsingar um stöðu einstaklingsmála og umsókna fást á miðstöðvum
  • Ábendingar er varða þjónustu velferðarsviðs má senda í gegnum sérstakan ábendingavef
  • Sími þjónustuvers Reykjavíkurborgar er 4 11 11 11
  • Upplýsingafulltrúi velferðarsviðs er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir.

Gildi velferðarsviðs

Virðing

Við berum virðingu fyrir öllum þeim sem við eigum í samskiptum við. Við fögnum fjölbreytileika og komum fram við annað fólk eins og við viljum að komið sé fram við okkur.

Virkni

Við viljum að allir geti tekið virkan þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Við veitum einstaklingsmiðaða þjónustu og vinnum að því að efla frumkvæði og sjálfstæði borgarbúa og starfsfólks.

Velferð

Við erum leiðandi í umræðu um velferðarmál og lífsgæði borgarbúa og vinnum markvisst gegn fátækt. Við styrkjum fjölskyldur og einstaklinga með fræðslu, stuðningi, eftirfylgd og endurhæfingu þegar við á.

Starfsfólk

Aðalbjörg Traustadóttir – skrifstofustjóri skrifstofu málefna fatlaðs fólks

Stefnumótun, undirbúningur mála fyrir velferðarráð, innleiðing nýjunga á sviði laga- og reglugerða, heildstæð þróun húsnæðismála og búsetuþjónustu og eftirfylgd uppbyggingaráætlunar húsnæðis. Annast virkt eftirlit með framkvæmd og setningu gæðaviðmiða um þjónustu, eftirlit með starfsemi velferðarsviðs í málefnum fatlaðs fólks, samræmingu verklags á miðstöðvum borgarinnar, seta í framkvæmdastjórn velferðarsviðs, þátttaka í starfshópum innan og utan borgarinnar og yfirsýn yfir allt er varðar málefni fullorðinna fatlaðra einstaklinga.

Netfang – adalbjorg.traustadottir@reykjavik.is

Agnes Sif Andrésdóttir – skrifstofustjóri fjármála og rekstrar

Ber ábyrgð á öllum þáttum sem snúa að fjármálum og rekstri sviðsins, s.s. áætlanagerð og uppgjörum gagnvart sviðsstjóra, ráðuneytum og öðrum þeim aðilum sem eiga í rekstrarlegum samskiptum við velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Ber ábyrgð á kostnaðargreiningum, upplýsingaöflun úr rekstri, fjármálalegum lykiltölum og skýrslugerð. Ber ábyrgð á fjármálalegum þáttum í rekstrar- og þjónustusamningum sviðsins. Stýrir faglegu og samráði við aðrar þjónustueiningar sviðsins, stofnanir og samstarfsaðila innan og utan borgar.

Netfang – agnes.sif.andresdottir@reykjavik.is;

Anna Sigrún Baldursdóttir – skrifstofustjóri skrifstofu öldrunarmála

Hefur yfirumsjón með verkefnum skrifstofunnar og forgangsröðun þeirra. Ber ábyrgð á málaflokkum sem heyra undir skrifstofuna, m.a. heimahjúkrun, heimaþjónustu, hjúkrunarheimilum, þjónustuíbúðum, heimsendingu matar og félagsstarfi. Skrifstofustjóri leiðir faglegt starf og tryggir að þróun þess sé í takt við þarfir notenda. Þá leiðir skrifstofustjóri samningagerð um málaflokka skrifstofunnar við aðila utan Reykjavíkurborgar og situr í framkvæmdastjórn velferðarsviðs.

Netfang – anna.sigrun.baldursdottir@reykjavik.is

Anna Guðmundsdóttir – mannauðsstjóri

Stýrir mannauðsþjónustu sviðsins og þeim verkefnum sem undir hana heyra. Hefur umsjón og eftirlit með samræmdri framkvæmd mannauðsstefnu borgarinnar og veitir stjórnendum ráðgjöf um mannauðsmál. Stýrir stefnumótun í mannauðsþjónustu og fylgir eftir markmiðum og aðgerðum í velferðarstefnu borgarinnar. Hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á  launa- og kjaramálum, símenntun, starfsþróun, fræðslumálum, starfslýsingum, starfsmati, vinnuvernd, öryggismálum, eineltis- og áreitnimálum og öðrum þeim verkefnum sem snúa að mannauðsmálum sviðsins.  Þróar og leitar leiða til að draga úr starfsmannaveltu, vinnur að því að gera störf á velferðarsviði áhugaverð og að velferðarsvið verði eftirsóknarverður vinnustaður. Ber ábyrgð á samskiptum við hagsmunaaðila sviðsins varðandi mannauðsmál, s.s. við stéttarfélög. Situr í framkvæmdastjórn velferðarsviðs.

Netfang – anna.gudmundsdottir@reykjavik.is

Arne Friðrik Karlsson – verkefnastjóri á skrifstofu málefna fatlaðs fólks

Yfirumsjón með umbótavinnu vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónustu á velferðarsviði og starfsemi Gylfaflatar, Iðjubergs, Arnarbakka og Völvufells. Innleiðing þjónandi leiðsagnar og fræðslu um málefni fatlaðs fólks. Ráðgjöf og stuðningur við forstöðumenn sambýla og íbúðakjarna fyrir fatlað fólk. Umsjón með náms- og tækjastyrkjum velferðarsviðs fyrir fatlað fólk.

Netfang - arne.fridrik.karlsson@reykjavik.is

Auður Ósk Hálfdánsdóttir – mannauðsráðgjafi

Veitir stjórnendum ráðgjöf og aðstoð varðandi mannauðsmál svo sem ráðningar, kjaramál, réttindi og skyldur starfsmanna, samvinnu, samskipti og liðsheild og sinnir eftirliti þar sem við á. Styður stjórnendur í að vinna að því að starfsstaðir sviðsins verði eftirsóknarverðir og hvetjandi starfsvettvangur og styður stjórnendur í að veita faglega forystu. Veitir ráðgjöf og leiðsögn til stjórnenda varðandi betri vinnutíma í vaktavinnu, vinnutímaskipulag, vaktaplön, vaktavinnukerfið Vinnu, Vinnustund og bunkun.

Netfang – audur.osk.halfdansdottir@reykjavik.is

Auður Vilhelmsdóttir – verkefnastjóri á skrifstofu ráðgjafaþjónustu

Ber ábyrgð á undirbúningi, utanumhaldi og frágangi erinda sem eru á ábyrgð úthlutunarteymis almenns húsnæðis, húsnæðis fyrir heimilislausa og þjónustuíbúða. Tryggir utanumhald og frágang fundargerða teymanna.  Vinnur með ráðgjöfum miðstöðva og Félagsbústaða vegna ofangreindra flokka húsnæðis. 

Netfang – audur.vilhelmsdottir@reykjavik.is

Bára Sigurjónsdóttir – lögfræðingur á skrifstofu stjórnsýslu 

Lögfræðileg ráðgjöf til starfsmanna á velferðarsviði Reykjavíkurborgar varðandi málefni sem heyra undir starfsemi sviðsins. Meðferð stjórnsýsluerinda sem berast ýmist frá opinberum aðilum eða einstaklingum, gerð reglna  Reykjavíkurborgar, aðkoma að lögræðismálum, ritun umsagna ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Netfang – bara.sigurjonsdottir@reykjavik.is

Berglind Víðisdóttir – fagstjóri heimahjúkrunar

Ber ábyrgð á að heimahjúkrun sé rekin með samræmdum hætti á milli hverfa borgarinnar. Ber ábyrgð á innleiðingu nýrra teyma, nýsköpun og framþróun í heimahjúkrun.

Netfang – berglind.vidisdottir@reykjavik.is

Bryndís Snæbjörnsdóttir – verkefnastjóri á skrifstofu málefna fatlaðs fólks

Leiðir teymi um yfirfærslu ungmenna frá barni til fullorðins með það að markmiði að tryggja farsæl fullorðinsár. Þróun og nýsköpun í málaflokki fatlaðs fólks. Fulltrúi skrifstofunnar í verkefnahópi um velferðartækni. Umsjón með upplýsingum á heimasíðu velferðarsviðs.

Netfang - bryndis.snaebjornsdottir@reykjavik.is

Brynhildur Arna Jónsdóttir - Innleiðingarstjóri Betri borgar fyrir börn

Ber ábyrgð á og leiðir innleiðingu lausnateyma og samræmds verklags 1. stigs þjónustu í grunnskólum, leikskólum, frístundastarfi og miðstöðvum Reykjavíkur. Innleiðingarstjóri mótar og  vinnur eftir innleiðingaráætlun sem byggð er á niðurstöðum vinnu þjónustuumbreytingateymis Betri borgar fyrir börn verkefnisins. Innleiðingastjóri fer með yfirumsjón og utanumhald innleiðingaverkefnisins og heyrir beint undir eigendahóp Betri borgar fyrir börn.

Netfang - brynhildur.arna.jonsdottir@reykjavik.is

Diemut Haberbusch – gagnasérfræðingur á skrifstofu stjórnsýslu

Gagnasérfræðingur í teymi árangurs- og gæðamats sem heyrir undir skrifstofu stjórnsýslu. Diemut vinnur að því að koma tölfræði sviðsins í vöruhús gagna og gera gagnvirk mælaborð um þjónustuþætti og notendahópa sviðsins.

Netfang – diemut.haberbusch@reykjavik.is

Dís Sigurgeirsdóttir – skrifstofustjóri skrifstofu stjórnsýslu

Skrifstofa stjórnsýslu fer með forystuhlutverk í stjórnsýslumálum, gæðamálum og stefnumótun velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Ber ábyrgð á stjórnsýslu sviðsins og þjónustu við velferðarráð og borgarráð í málefnum skrifstofunnar. Ber ábyrgð á stefnumótun og innleiðingu á velferðarstefnu borgarinnar og tryggir hríslun stefnunnar í alla málaflokka. Annast eftirfylgni annarra stefna og aðgerðaáætlana velferðarsviðs eftir því sem við á auk þess að annast móttöku beiðna vegna heimsókna innlendra og erlendra gesta og samskipti við opinberar stofnanir.

Netfang - dis.sigurgeirsdottir@reykjavik.is

Edda Ólafsdóttir – Verkefnastjóri skrifstofu ráðgjafaþjónustu

Ber ábyrgð á samstarfi við miðstöðvar og sérhæfð teymi velferðarsviðs í málefnum hópa í viðkvæmri stöðu s.s. innflytjendur, flóttafólk, heimilislausa m.a. er varðar fræðslutengd málefni. Er tengiliður velferðarsviðs við Háskóla Íslands varðandi rannsóknir og nema.  

Netfang – edda.olafsdottir@reykjavik.is

Einar Þórmundsson – fjármálasérfræðingur


Hefur umsjón með fjármálum tengdum málaflokki fatlaðs fólks. Ber ábyrgð á uppgjöri við jöfnunarsjóð. Heldur utan um fjármál tengd samningum er varða þjónustu við fatlað fólk.  Ber ábyrgð á áætlanagerð tengt málaflokki fatlaðs fólks og vinnslu fyrirspurna velferðarráðs.


Netfang – einar.tormundsson@reykjavik.is
 

Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir – verkefnastjóri í teymi árangurs- og gæðamats á skrifstofu stjórnsýslu

Sér um undirbúning, framkvæmd og úrvinnslu þjónustukannana og úttekta á velferðarsviði. Annast einnig gerð og uppfærslu kröfulýsinga.

Netfang – elin.sigridur.gunnsteinsdottir@reykjavik.is

Fanney Magnadóttir – lögfræðingur á skrifstofu stjórnsýslu

Lögfræðileg ráðgjöf til starfsmanna á velferðarsviði Reykjavíkurborgar varðandi málefni sem heyra undir starfsemi sviðsins. Meðferð stjórnsýsluerinda sem berast ýmist frá opinberum aðilum eða einstaklingum, gerð reglna  Reykjavíkurborgar, aðkoma að lögræðismálum, ritun umsagna ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Netfang – fanney.magnadottir@reykjavik.is

Guðjón Örn Helgason – mannauðsráðgjafi

Veitir stjórnendum ráðgjöf og aðstoð varðandi mannauðsmál svo sem við ráðningar, kjara- og vinnurétt, starfslok, réttindi og skyldur starfsmanna, samvinnu, samskipti og liðsheild og sinnir eftirliti þar sem við á.  Styður stjórnendur í að vinna að því að starfsstaðir sviðsins verði eftirsóknarverðir og hvetjandi starfsvettvangur og styður stjórnendur í að veita faglega forystu. Hefur umsjón og ber ábyrgð á stofnun nýrra starfa og starfsmati starfa á sviðinu, veitir ráðgjöf og sinnir eftirlit með starfslýsingum og starfsheitum. Er tengiliður velferðarsvið vegna heilsueflingar á starfsstöðum og ber ábyrgð á verkefnum tengdum heilsueflingu á sviðinu. Vinnur við þróun verkferla og innleiðir stefnur í mannauðsmálum, tekur þátt í kennslu og  námskeiðahaldi tengdu mannauðsmálum og tekur þátt í starfshópum á vegum sviðsins og borgarinnar. Er staðgengill mannauðsstjóra.

Netfang – gudjonoh@reykjavik.is

Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir – verkefnastjóri
 

Ber ábyrgð á verkefnum og verkefnastjórn er lúta að virkni og ráðgjöf og börnum og fjölskyldum, í samstarfi við Miðstöðvar.  Er tengiliður við Fjölsmiðjuna sem og önnur félagasamtök.
 

Netfang – gudlaug.jona.hilmarsdottir@reykjavik.is

Guðmundur Sigmarsson – verkefnastjóri í teymi árangurs og gæðamats

Öflun og úrvinnsla gagna vegna tölfræðivinnslu og tölfræðigreininga. Samantekt á reglubundnum tölfræðiupplýsingum til Barna- og fjölskyldustofu, Hagstofu og Mannréttindaskrifstofu. Þátttaka í vinnuhópum, m.a. við þróun hugbúnaðarkerfa.

Netfang – gudmundur.sigmarsson@reykjavik.is

Guðrún Halla Jónsdóttir - Forvarnarfulltrúi

Starfar með Eigendahópi Betri borgar fyrir börn  (samstarfsverkefni skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs) og menningar- og íþróttasviði. Forvarnarfulltrúi leiðir m.a. forvarnarteymi Reykjavíkurborgar í samstarfi við verkefnastjóra lýðheilsumála á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara Reykjavíkurborgar.

Netfang - gudrun.halla.jonsdottir@reykjavik.is

Gunnlaugur Sverrisson – verkefnastjóri á skrifstofu stjórnsýslu

Aðstoð og stuðningur við sviðsstjóra, bréfaskriftir og svörun stjórnsýsluerinda. Skipulagning dagskrár, skjalastjórnun, upplýsingagjöf, undirbúningur funda og fundaritun. Heldur utan um undirbúning, dagskrá og gögn fyrir fundi framkvæmdastjórnar og sinnir ritun fundargerðar og frágangi í upplýsingakerfi og eftirfylgni.

Netfang – gunnlaugur.sverrisson@reykjavik.is

Halla Hallgrímsdóttir – deildarstjóri fjármála og rekstrar

Leiðir teymi fjármálasérfræðinga og hefur heildaryfirsýn yfir verkefni skrifstofu. Sér um daglegan rekstur skrifstofu og forgangsraðar verkefnum í samráði við skrifstofustjóra. Leiðir verkefni er snúa að fjárhagsáætlun og uppgjörum sviðsins og undirbýr mál fyrir velferðarráð. Er staðgengill skrifstofustjóra fjármála og rekstrar.

Netfang – halla.hallgrimsdottir@reykjavik.is

Hákon Sigursteinsson – verkefnastjóri farsældar barna
 

Starfsmaður eigendahóps Betri borgar fyrir börn (BBB) sem er samstarfsverkefni velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs. Verkefnastjóri farsældar barna leiðir innleiðingu og eftirfylgd hennar í samstarfi við eigendahóp BBB og kemur ákvörðunum til framkvæmda í samstarfi við samráðshóp BBB.
 

Netfang – hakon.sigursteinsson@reykjavik.is

 

Heiðrún Una Unnsteinsdóttir – verkefnastjóri í teymi árangurs- og gæðamats – í fæðingarorlofi

Sinnir undirbúningi, framkvæmd og úrvinnslu kannana í málaflokki fatlaðs fólks ásamt framsetningu og kynningu á niðurstöðum. Tekur einnig þátt í öðrum verkefnum teymisins.

Netfang – heidrun.una.unnsteinsdottir@reykjavik.is

Helga Jóna Benediktsdóttir – lögfræðingur á skrifstofu stjórnsýslu

Lögfræðileg ráðgjöf til starfsmanna á velferðarsviði Reykjavíkurborgar varðandi málefni sem heyra undir starfsemi sviðsins. Meðferð stjórnsýsluerinda sem berast ýmist frá opinberum aðilum eða einstaklingum, gerð reglna  Reykjavíkurborgar, aðkoma að lögræðismálum, ritun umsagna ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Netfang – helga.jona.benediktsdottir@reykjavik.is

Helga Sigurjónsdóttir – deildarstjóri húsnæðis- og búsetuþjónustu

Fagleg forysta, þróun og nýsköpun í húsnæðis- og búsetuþjónustu (almennt félagslegt leiguhúsnæði, húsnæði fyrir heimilislausa og áfangaheimili). Tengiliður við Félagsbústaði og miðstöðvar velferðarsviðs varðandi almennt félagslegt  leiguhúsnæði, húsnæði fyrir heimilislausa og áfangaheimili. Ber ábyrgð á samráði og samstarfi við hagaðila innan borgarinnar, notendur og hagsmunaaðila í málaflokknum. 

Netfang – helga.sigurjonsdottir@reykjavik.is

Hildur Kristín Friðleifsdóttir – lögfræðingur á skrifstofu stjórnsýslu

Lögfræðileg ráðgjöf til starfsmanna á velferðarsviði Reykjavíkurborgar varðandi málefni sem heyra undir starfsemi sviðsins, einkum  varðandi  persónuvernd.  Aðkoma að lögræðismálum, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Netfang – hildur.fridleifsdottir@reykjavik.is

Hildur Hrönn Oddsdóttir – verkefnastjóri fræðslumála

Leiðir þróun fræðslumála á velferðarsviði. Ber ábyrgð á þarfagreiningu, stefnumótun og skipulagningu símenntunar, hefur umsjón og utanumhald með fræðslumálum sviðsins í samræmi við velferðarstefnu og fræðslustefnu borgarinnar. Hefur umsjón með innleiðingu á nýju rafrænu fræðslukerfi borgarinnar á velferðarsviði.  Veitir stjórnendum ráðgjöf og aðstoð vegna símenntunar. Tekur þátt í vinnuhópum á sviði fræðslumála bæði innan sviðs og borgarkerfis.  Annast greiningu fræðsluþarfa starfsmanna velferðarsviðs, skipulag og uppsetning á fræðsluverkefnum út frá velferðarstefnu, ábyrgð á viðburðum sem tengjast fræðslumálum og aðstoð við starfsfólk velferðarsviðs við notkun á fræðsluvef borgarinnar – Torginu - auk þess að annast samskipti við fræðsluaðila, menntastofnanir, starfsmenntasjóði og aðra er tengjast fræðslumálum.

Netfang – hildur.hronn.oddsdottir@reykjavik.is

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir – upplýsingafulltrúi velferðarsviðs

Flytur fréttir af ákvörðunum velferðarráðs, starfsemi, þjónustu og nýjungum á velferðarsviði. Sér um samskipti við fjölmiðla og er stjórnendum til ráðgjafar varðandi umfjallanir þeirra. Tekur þátt í skipulagningu viðburða, hefur umsjón með samfélagsmiðlum sviðsins, sinnir textaskrifum, prófarkalestri og öðru sem snýr að upplýsingagjöf, hvort sem er til íbúa, hagsmunaaðila eða starfsfólks velferðarsviðs. Símanúmer Hólmfríðar er 821 4241. 

Netfang – holmfridur.helga.sigurdardottir@reykjavik.is

 

Hulda Björk Finnsdóttir – verkefnastjóri farsældar barna


Starfsmaður eigendahóps Betri borgar fyrir börn (BBB) sem er samstarfsverkefni velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs. Verkefnastjóri farsældar barna leiðir innleiðingu og eftirfylgd hennar í samstarfi við eigendahóp BBB og kemur ákvörðunum til framkvæmda í samstarfi við samráðshóp BBB.


Netfang – hulda.bjork.finnsdottir@reykjavik.is

 

Inga Borg – fjármálasérfræðingur – í fæðingarorlofi

Sérfræðingur í bundnum liðum. Hefur sérþekkingu á fjárhagsaðstoð og sérstökum húsnæðisstuðningi. Ber ábyrgð á spám og þróun þeirra út frá þróun á hagrænum mælikvörðum. Sér um frávikagreiningar og uppgjör. Sér um ferðaheimildir, reikningavinnslu og millifærslur auk skráninga og umsýslu samninga og styrkja.

Netfang – inga.borg@reykjavik.is

Jónína Rósa Hjartardóttir – umsjón með kaffistofu

Netfang – jonina.rosa.hjartardottir@reykjavik.is

Karel Fannar Sveinbjörnsson – fjármálasérfræðingur

Vinnur að gerð fjárhagsáætlunar velferðarsviðs ásamt gerð spálíkana og greininga fyrir málaflokka sviðsins. Umsjón með frágangi og afgreiðslu framfærslulána og afstemminga. Skil á uppgjöri staðgreiðslu og skattskyldra launa til RSK sem og vinnsla og skil á launamiðum. Tengiliður skrifstofu við upplýsingatæknideild vegna tölvumála.

Netfang – karel.fannar.sveinbjornsson@reykjavik.is

Katrín Harpa Ásgeirsdóttir – verkefnastjóri á skrifstofu málefna fatlaðs fólks

Leiðir samráðsteymi þvert á miðstöðvar borgarinnar um innleiðingu reglna um stoð- og stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk, ráðgjöf og stuðningur við deildarstjóra í málefnum fatlaðs fólks á miðstöðvum borgarinnar, heldur utan um samninga um notendastýrða persónulega aðstoð, samstarf við lögfræðinga sviðsins varðandi gerð regluverks um þjónustu við fatlað fólk auk þátttöku í samstarfshópum innan og utan borgar.

Netfang – katrin.harpa.asgeirsdottir@reykjavik.is

Katrín Þórdís Jacobsen – deildarstjóri barna- og fjölskyldumála

Fagleg forysta, þróun og nýsköpun í málaflokki barna og fjölskyldna.  Leiðir innleiðingu velferðarstefnu í málefnum barna og fjölskyldna í samstarf við stjórnendur og starfsfólk miðstöðva og teyma. Ber ábyrgð á eftirliti og eftirfylgd í málaflokknum. Ber ábyrgð á samráði og samstarfi við hagaðila innan borgarinnar, notendur og hagsmunaaðila í málaflokknum.

Netfang – katrin.thordis.jacobsen@reykjavik.is

Kristín Ösp Jónsdóttir – lögfræðingur á skrifstofu stjórnsýslu

Lögfræðileg ráðgjöf til starfsmanna á velferðarsviði Reykjavíkurborgar varðandi málefni sem heyra undir starfsemi sviðsins. Meðferð stjórnsýsluerinda sem berast ýmist frá opinberum aðilum eða einstaklingum, gerð reglna  Reykjavíkurborgar, aðkoma að lögræðismálum, ritun umsagna ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Netfang – kristin.osp.jonsdottir@reykjavik.is

Kristín Pétursdóttir – fjármálasérfræðingur – í fæðingarorlofi

Hefur umsjón með gerð uppgjörs velferðarsviðs og þróun nýrra aðferða. Vinnur mánaðarleg, ársfjórðungsleg og ársuppgjör sviðsins. Hefur umsjón með rýningu og eftirliti í rekstri og viðheldur ferlum. Hefur einnig umsjón með gjaldskrá velferðarsviðs auk þess að hafa sérþekkingu á kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun og vinnur að gerð fjárhagsáætlunar og jafnréttismati. 

Netfang – kristin.petursdottir@reykjavik.is

Kristjana Gunnarsdóttir – skrifstofustjóri skrifstofu ráðgjafaþjónustu

Helstu verkefni felast í stefnumótun, undirbúningi mála fyrir velferðarráð, innleiðingu nýjunga á sviði laga- og reglugerða, heildstæð þróun í málefnum barna og fjölskyldna og virkni og ráðgjafar. Virkt eftirlit með framkvæmd og setningu gæðaviðmiða um þjónustu í málaflokknum. Samræming verklags á miðstöðvum borgarinnar, seta í framkvæmdastjórn velferðarsviðs, samráð við hagsmunaaðila, þátttaka í starfshópum innan og utan borgarinnar.  

Netfang – kristjana.gunnarsdottir@reykjavik.is

Lilja Petra Ólafsdóttir – verkefnastjóri gæðamála í heimahjúkrun

Ber ábyrgð á og stýrir gæðamálum í heimahjúkrun og vinnur að umbótavinnu.  Ber ábyrgð á úttektum og tölfræði heimahjúkrunar og hefur yfirumsjón með mati og mælitækjum.

Netfang – lilja.p.olafsdottir@reykjavik.is

Líney Einarsdóttir – verkefnisstjóri gæða- og skjalamála

Umsjón með gæðahandbók velferðarsviðs og gerð gæðaefnis, auk eftirlits með skjalastjórnun á sviðinu. Þátttaka í þróun og innleiðingu verkefna og upplýsingakerfa er varðar gæðamál. Kynningar og fræðsla er varðar skjala- og gæðamál.

Netfang – liney.einarsdottir@reykjavik.is

Lorena Honaydi – umsjón með kaffistofu

Netfang – lorena.honaydi@reykjavik.is

María Jonný Sæmundsdóttir – mannauðsráðgjafi

Veitir stjórnendum ráðgjöf og aðstoð varðandi mannauðsmál svo sem við ráðningar, kjara- og vinnurétt, starfslok, réttindi og skyldur starfsmanna, samvinnu, samskipti og liðsheild og sinnir eftirliti þar sem við á.  Styður stjórnendur í að vinna að því að starfsstaðir sviðsins verði eftirsóknarverðir og hvetjandi starfsvettvangur og styður stjórnendur í að veita faglega forystu. Er formaður öryggisnefndar velferðarsviðs, formaður EKKO (einelti, kynbundin og kynferðisleg áreitni og annað ofbeldi) teymis velferðarsviðs og fulltrúi sviðsins í öryggisnefndum borgarinnar.  Ber ábyrgð á vinnuvernd og öryggismálum velferðarsviðs ásamt því að bera ábyrgð á atvikaskráningarkerfinu og ráðgjöf til stjórnenda vegna atvika. Vinnur við þróun verkferla og innleiðir stefnur í mannauðsmálum, tekur þátt í kennslu og  námskeiðahaldi tengdu mannauðsmálum og tekur þátt í starfshópum á vegum sviðsins og borgarinnar. Er staðgengill mannauðsstjóra. 

Netfang – maria.jonny.saemundsdottir@reykjavik.is

Maron Kærnested Baldursson – deildarstjóri fjármála og rekstrar

Sérfræðingur í launagreiningum sviðsins með sérþekkingu á betri vinnutíma í vaktavinnu. Deildarstjóri veitir framkvæmdastjórum og rekstrarstjórum miðstöðva ráðgjöf og er öðrum innan handar er varðar launagreiningar og kostnaðarútreikninga. Vinnur að undirbúningi nýrra verkefna og samþættingu þeirra við kerfi borgarinnar.

Netfang – maron.kaernested.baldursson@reykjavik.is

Ólafía Magnea Hinriksdóttir – verkefnastjóri á skrifstofu málefna fatlaðs fólks

Heildstæð þróun húsnæðismála og búsetuþjónustu og eftirfylgni með uppbyggingaráætlun húsnæðis. Úthlutun húsnæðis fyrir fatlað fólk, ráðgjöf og stuðningur við forstöðumenn sambýla og íbúðakjarna fyrir fatlað fólk. Tengiliður við umhverfis- og skipulagssvið varðandi snjómokstur. Tengiliður við miðstöðvar borgarinnar varðandi húsnæðismál fatlaðs fólks.

Netfang – olafia.magnea.hinriksdottir@reykjavik.is

Randver Kári Randversson – verkefnastjóri á skrifstofu stjórnsýslu

Undirbúningur gagna og framkvæmd funda velferðarráðs. Tengiliður vegna undirbúnings mála velferðarsviðs fyrir fundi borgarráðs. Umsýsla og utanumhald um styrki velferðarráðs úr borgarsjóði og styrki úr Forvarnasjóði Reykjavíkurborgar. Afgreiðsla stjórnsýsluerinda.

Netfang – randver.kari.randversson@reykjavik.is

Rannveig Einarsdóttir – sviðsstjóri velferðarsviðs

Netfang - rannveig.einarsdottir@reykjavik.is

Ricardo Mario Villalobos – deildarstjóri fjármála og rekstrar

Hefur yfirsýn yfir þróun húsnæðismála í Reykjavík sem snerta velferðarsvið. Vinnur náið með öðrum sviðum Reykjavíkurborgar, Félagsbústöðum sem og utanaðkomandi aðilum að málum sem lúta að uppbyggingu og þróun félagslegs húsnæðis og stuðningi við leigjendur. Deildarstjóri hefur umsjón með gerð fjárfestingaráætlunar sviðsins.

Netfang – ricardo.m.villalobos@reykjavik.is

Sara Sigurbjörnsdóttir Öldudóttir – verkefnastjóri í teymi árangurs- og gæðamats

Sér um undirbúning, framkvæmd og úrvinnslu þjónustukannana og úttekta á velferðarsviði. Annast einnig gerð og uppfærslu kröfulýsinga.

Netfang – sara.s.oldudottir@reykjavik.is   

Sigrún Skaftadóttir – deildarstjóri virkni- og ráðgjafar á skrifstofu ráðgjafaþjónustu

Fagleg forysta, þróun og nýsköpun í málaflokkum fjárhagsaðstoðar, ráðgjafar og virkni.  Leiðir innleiðingu velferðarstefnu í málefnum virkni og ráðgjafar í samstarf við stjórnendur og starfsfólk miðstöðva og teyma. Ber ábyrgð á eftirliti og eftirfylgd í málaflokknum. Ber ábyrgð á samráði og samstarfi við hagaðila innan borgarinnar, notendur og hagsmunaaðila í málaflokknum.  

Netfang – sigrun.skaftadottir@reykjavik.is

Sonja Hansen – fjármálasérfræðingur

Hefur umsjón og ber ábyrgð á vinnslu fjárhagsáætlunar velferðarsviðs. Leiðir þróun aðferða og innleiðingu nýrra ferla í áætlunargerð. Hefur umsjón og eftirlit með rekstri hjúkrunarheimila velferðarsviðs og heimahjúkrun.

Netfang – sonja.hansen@reykjavik.is

Þórdís Linda Guðmundsdóttir – deildarstjóri skrifstofu málefna fatlaðs fólks

Staðgengill skrifstofustjóra. Leiðir innleiðingu velferðarstefnu í málefnum fatlaðs fólks, ráðgjöf og samstarf við stjórnendur vegna málefna fatlaðs fólks, samstarf við hagaðila og samskipti við Jöfnunarsjóð vegna framlaga til málaflokksins. Vinnur að þróun og nýsköpun í málaflokki fatlaðs fólks auk þátttöku í starfshópum innan og utan borgar um málefni fatlaðs fólks. Situr í aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar og stjórn akstursþjónustu fatlaðs fólks.

Netfang – thordis.linda.gudmundsdottir@reykjavik.is

Þórhildur Guðrún Egilsdóttir – deildarstjóri á skrifstofu öldrunarmála

Staðgengill skrifstofustjóra. Deildarstjóri stýrir og tekur þátt í  þróunar og stefnumótunar verkefnum á skrifstofunni. Hann ber ábyrgð á faglegu starfi heimastuðnings og úrræðum sem tengjast búsetu í heimahúsum. Deildarstjóri vinnur að þróun, nýsköpun og miðlun þekkingar og upplýsinga um öldrunarmál.

Netfang – thorhildur.egilsdottir@reykjavik.is

Þóroddur Þórarinsson – verkefnastjóri skrifstofu málefna fatlaðs fólks

Ráðgjöf og stuðningur við forstöðumenn sambýla og íbúðakjarna, eftirlit með búsetuþjónustu velferðarsviðs, þátttaka í teymum um umbætur í búsetuþjónustu, ráðgjöf og stuðningur við forstöðumenn sambýla og íbúðakjarna fyrir fatlað fólk.

Netfang – thoroddur.thorarinsson@reykjavik.is

Skipurit