Leyfi til rannsókna á velferðarsviði

Á velferðarsviði er ríkur vilji til þátttöku í rannsóknarsamfélaginu og álitið mikilvægt að niðurstöður rannsókna sem sviðið tekur þátt í auki þekkingu á velferðarþjónustu og verði henni til framdráttar. Það er jafnframt mikilvægur hluti rannsókna að notendur þjónustu fái tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós.

Skilyrði til rannsókna

  • Rannsókn sé lokaverkefni til grunnnáms á háskólastigi, meistaranáms á háskólastigi sem og stærri rannsóknir
  • Rannsókn skal uppfylla lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018
  • Ef rannsókn krefst leyfis Persónuverndar þá aflar ábyrgðarmaður rannsóknar leyfis
  • Ef rannsókn krefst leyfis Vísindasiðanefndar þá aflar ábyrgðarmaður rannsóknar leyfis

Afgreiðsla beiðna um rannsóknarleyfi

Allar beiðnir um rannsóknir þarf að samþykkja sérstaklega. Þær eru háðar formlegu leyfi og þarf útfyllt umsóknarbeiðni að berast skrifstofu velferðarsviðs til að beiðni verði tekin fyrir. Á velferðarsviði starfar teymi sem tekur fyrir allar rannsóknarbeiðnir.

Í teyminu eru Edda Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði ráðgjafarþjónustu og teymisstjóri teymisins, Heiðrún Una Unnsteinsdóttir, teymisstjóri í teymi árangurs- og gæðamats, Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir, sérfræðingur í teymi árangurs- og gæðamats og Hildur Kristín Friðleifsdóttir, persónuverndarlögfræðingur velferðarsviðs.

Fyrirspurnir og ábendingar

Allar fyrirspurnir og ábendingar má senda á netfangið vel.rannsoknir@reykjavik.is.