Námsmarkmið - Óbó

Teiknuð mynd af óbó á hvítum grunni

Þegar borinn er saman fjöldi nemenda í óbóleik og nemendafjöldi á flest önnur blásturshljóðfæri kemur óneitanlega í ljós að óbóið hefur verið eftirbátur. Algengast er að nám í óbóleik hefjist þegar nemendur eru 9 til 12 ára, þó að allmörg dæmi séu þess að nemendur hafi byrjað fyrr. Telji kennari að nemandi hafi ekki næga líkamsburði til að leika á óbó má brúa bilið með öðru hljóðfæri um stundarsakir. 

1. þrep

Tónsvið: d’ – g”

1. þrep skrifað með skrifstöfum ásamt myndum af nótum

Tónstigar

 

Tónsvið Ein áttund
Hraði M.M = 80, tónstigar leiknir í fjórðapartsnótum
Tónstigar
(Veljið tvö atriði
af fjórum)
G-dúr, F-dúr, d-moll, krómatík
(tegund á moll er valfrjáls)
Þríhljómar Í öllum ofangreindum tóntegundum
Krómatík e’ – c” (valfrjálst)

Verk og æfingar

Tónverk Can-can bls. 55 í Óla óbó,
Serenade e. Diabelli bls. 22 í Learn as you play,
( eða sambærilegt verk)
Æfing
( eða önnur sambærileg æfing)
Val
  1. Spinna frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi
  2. Leika frumsamið verk eða eigin útsetningu
  3. Leika stutt alþýðulag eða þjóðlag eftir eyranu
    Lengd skal vera um 8 taktar
Lestur af blaði Spila eftir nótum lag sem þú hefur ekki séð áður
   
Námsefni
  • Óli óbó
  • Oboen och jag 1
  • Learn as you play oboe
  • Hinke: Elementary method for oboe
  • Jag lar mig spela
  • 80 graded studies for oboe book 1

2. þrep

Tónsvið: c’ – a”

2. þrep skrifað með svörtum skrifstöfum ásamt myndum af nótum.

Tónstigar

Tónsvið Ein áttund
Hraði M.M = 96, tónstigar leiknir í fjórðapartsnótum
Tónstigar G-dúr, F-dúr, C-dúr, a-moll, d-moll, krómatík
(tegund á moll er valfrjáls)
Þríhljómar Í öllum ofangreindum tóntegundum
Krómatík g’ – g”

Verk og æfingar

Tónverk Kardimommusöngurinn bls. 73 í Óla óbó,
Chorus úr Paris og Helen bls. 23 í Learn as you play Oboe,
( eða sambærilegt verk)
Æfing Æfing nr. 10 úr 80 graded studies,
( eða önnur sambærileg æfing)
Val
  1. Spinna frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi
    Viðmið: 12 takta blús, 1x laglína (t.d. frumsamin), 1x sóló
  2. Leika frumsamið verk eða eigin útsetningu
    Lengd skal vera um 12 – 16 taktar, tónsvið meira en fimmund
  3. Leika stutt alþýðulag eða þjóðlag eftir eyranu
    Lengd skal vera um 12 – 16 taktar, tónsvið meira en fimmund
Lestur af blaði Spila eftir nótum lag sem þú hefur ekki séð áður
   
Námsefni
  • Óli óbó
  • Oboen och jag 1 og 2
  • Learn as you play oboe
  • Hinke: Elementary method for oboe
  • 80 graded studies for oboe book 1

3. þrep

Tónsvið: c’ – c”’

3. þrep skrifað með skrifstöfum ásamt myndum af nótum

Tónstigar

Tónsvið Ein áttund
Hraði M.M = 60, tónstigar leiknir í áttundapartsnótum
Tónstigar G-dúr, F-dúr, C-dúr, Bb-dúr, a-moll, d-moll, g-moll, e-moll, krómatík
(tegund á moll er valfrjáls)
Þríhljómar Í öllum ofangreindum tóntegundum
Krómatík d’ – a”

Verk og æfingar

Tónverk Melody bls. 60 í Learn as you play,
Menuet bls. 3 í Just for fun! Oboe,
( eða sambærilegt verk)
Æfing Æfing nr. 18 bls. 12 í Hinke,
( eða önnur sambærileg æfing)
Val
  1. Spinna frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi
    Viðmið: 16 taktar
  2. Leika frumsamið verk eða eigin útsetningu
    Lengd skal vera um 16 taktar, tónsvið yfir áttund.
  3. Leika stutt alþýðulag eða þjóðlag eftir eyranu
    Lengd skal vera um 16 taktar, tónsvið um áttund
Lestur af blaði Spila eftir nótum lag sem þú hefur ekki séð áður
   
Námsefni
  • Just for fun! Oboe
  • Oboen och jag 2 og 3
  • Learn as you play oboe
  • Hinke: Elementary method for oboe
  • 80 graded studies for oboe book 1
  • Spielbuch 1 – Oboenschule

4. þrep

Tónsvið: c’ – d”’

Grunnstig
4. þrep skrifað með skrifstöfum ásamt myndum af nótum.

Tónstigar

Tónsvið Frá grunntón upp á hæsta þríhljómstón og til baka á grunntón
Hraði M.M = 96, tónstigar leiknir í áttundapartsnótum
Tónstigar G-dúr, F-dúr, C-dúr, Bb-dúr, D-dúr, a-moll, d-moll, g-moll, e-moll, h-moll, krómatík
(allir mollar eru laghæfir)
Þríhljómar Í öllum ofangreindum tóntegundum
Krómatík c’ – d”’

Verk og æfingar

Tónverk Farandole e. Bizet, bls 12 úr Classic experience,
The Music of the Night bls. 19 úr Winner Scores All,
The Brave Soldier bls. 8 úr time pieces for Oboe,
( eða sambærilegt verk)
Æfing Æfing nr. 23 úr 80 graded studies bók 1,
Æfing nr. 1 bls. 18 í Hinke: Elementary method for oboe,
( eða önnur sambærileg æfing)
Val
  1. Spinna frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi
    Viðmið: 16 taktar
  2. Leika frumsamið verk eða eigin útsetningu
    Lengd skal vera um 16 taktar, tónsvið yfir áttund.
  3. Leika tónverk að eigin vali, af sambærilegri þyngd og önnur prófverkefni
    Lengd skal vera um 16 taktar, tónsvið um áttund
Lestur af blaði Spila eftir nótum lag sem þú hefur ekki séð áður
   
Námsefni
  • Just for fun! Oboe
  • Oboen och jag 3
  • Winner Scores All e. Peter Lawrence
  • Classic experience collection – Oboe
  • Hinke: Elementary method for oboe
  • Spielbuch 1 – Oboenschule
  • 80 graded studies for oboe book 1
  • Time pieces for Oboe bók 1