Skipulagssjá

Í Skipulagssjá Reykjavíkurborgar getur þú nálgast samþykkt deiliskipulag og aðalskipulag fyrir borgina. Þjónustan er öllum opin og gjaldfrjáls. 

 

Hvaða upplýsingar má nálgast í Skipulagssjá?

Vefsjáin er tvískipt. Annars vegar er veittur aðgangur að staðfestu deiliskipulagi og skilmálum deiliskipulags og hins vegar að aðalskipulagi Reykjavíkur (AR2010 - 2030) þar sem finna má almennari stefnumörkun borgarstjórnar um skipulag borgarinnar í heild sinni.

Einnig má nálgast nýjustu loftmyndir af borginni og valin þemu úr landupplýsingakerfi Reykjavíkur (LUKR) og í aðalskipulagsglugganum er hægt að nálgast nýjustu upplýsingar um magn og gerð húsnæðis og fjölda íbúa á völdum svæðum.

Tilgangur Skipulagssjár

Skipulagssjánni er ætlað að auka aðgengi almennings og framkvæmdaaðila að gildandi stefnumörkun borgaryfirvalda í skipulagsmálum. Skipulagsáætlanir eru sífelldum breytingum háðar og því mikilvægt að tryggja gott aðgengi að skipulagsáætlunum á stafrænu formi, þar sem nýjustu breytingar hafa verið færðar inn.

Hverfisskipulag Reykjavíkur

Á komandi árum mun hverfisskipulag Reykjavíkur taka við af hefðbundnu deiliskipulagi og hverfisskipulagssjá koma í stað deiliskipulagshluta skipulagssjár.