05. tillaga um Sæbrautarstokk

Tillaga Ask arkitekts, Eflu og Gagarín.

Vogarnir eru í hugum okkar gróið hverfi. Vogabyggðin sem nú rís er viðbót við hina grónu Voga og ný uppbygging við Sæbraut verður til þess að Vogarnir verða með heilsteyptari og fjölbreyttari hverfum borgarinnar. Vogatorg verður ein af mikilvægari skiptistöðvum Borgarlínu og er áfangastaður í sjálfu sér.

Nánar

Þrátt fyrir þétta borgarbyggð eru sterk tengsl við Elliðaárnar og dalinn. Hér er staður fyrir menningarstarfsemi, veitingastaði, afþreyingu og útivist.

Stóra myndin

Vogarnir eru í hugum okkar gróið hverfi. Vogabyggðin sem nú rís er viðbót við hina grónu Voga og ný uppbygging við Sæbraut verður til þess að Vogarnir verða með heilsteyptari og fjölbreyttari hverfum borgarinnar. Vogatorg verður ein af mikilvægari skiptistöðvum Borgarlínu og er áfangastaður í sjálfu sér.

Þrátt fyrir þétta borgarbyggð eru sterk tengsl við Elliðaárnar og dalinn. Hér er staður fyrir menningarstarfsemi, veitingastaði, afþreyingu og útivist.

Nýbyggingar eru brotnar upp í kvarða og mynda fjölbreyttan ás umferðar gangandi vegfarenda. Suðurlandsbraut tengist Dugguvogi um Vogatorg. Þar gerum við ráð fyrir almennri umferð og tengingu milli svæða.

Myndband sem sýnir Sæbraut í stokk – Tillaga Ask arkitekta, Eflu og Gagarín.

Vogatorg gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngum og þjónustu austurborgarinnar. Hér tengjast hverfin vestan og austan Sæbrautar með góðum grænum svæðum fyrir gangandi og hjólandi umferð. Tenging almenningsvagna til norðurs og suðurs á líka heimahöfn hér. Grænt belti með hógværri uppbyggingu liggur á milli Vogatorgs og Skeiðarvogs. Voldugar byggingar við Dugguvog fá nýtt hlutverk sem einn af veggjum rýmisins.

Útfærsla á stokki

Til suðurs opnast stokkurinn áður en komið er að Dugguvogi, og munninn er norðan gatnamóta Skeiðarvogs og Kleppsmýrarvegar.

Suðurlandsbraut tengist Dugguvogi yfir stokkinn. Borgarlínan ekur um Suðurlandsbraut, Vogatorg og nýja Elliðaárbrú austur að Ártúnshöfða í sérrými.

Tölvugerð mynd af hverfi með mörgum fjölbýlishúsum.
Horft til norðurs yfir Sæbrautarstokk
Tengibraut almennrar umferðar sem tengir Dugguvog og Suðurlandsbraut, er 6 metra breið með samsíða bílastæðum og sameiginlegum göngu- og hjólastígum.

Vogatorg

Vogatorgið er hjartað í uppbyggingunni. Hér mætast allar leiðir almenningsvagna auk þess sem torgið er ein meginstoppistöð Borgarlínu á milli Ártúnshöfða og miðbæjar Reykjavíkur. Íbúðabyggingar, verslun og fjölbreytt starfsemi skapar þann farþegagrunn sem kemur til með að nýta sér Borgarlínuna. Vogatorg er skjólgott og yfirbyggt að hluta.

Austan og vestan Vogatorgs er blönduð íbúðabyggð; annars vegar umhverfis Steinahlíð og sunnan Suðurlandsbrautar og hins vegar að Elliðaám.

Tenging Mjóddar og Vogatorgs með strætó er um brú á sérakrein á milli akreina Sæbrautar.

Tölvugerð mynd af því hvernig Vogatorg gæti litið út. Verslunarhúsnæði og göngugata, yfirbyggt að hluta.
Vogatorg horft til austurs.
Borgarlínan tengir hér gömlu og nýju borgina, en fyrirhuguð brú yfir Elliðaár og tenging við nýja byggð á Ártúnshöfða verður eitt af kennileitum borgarinnar til framtíðar.
Tölvugerð mynd af torgi. Fólk að labba og fólk sem situr á bekk.
Torg við Listatröð

Listatröð

Á milli Vogatorgs og Skeiðarvogs er Listatröð. Austurhlið Listatraðar eru veglegar núverandi byggingar, nýbyggingar sem við gerum tillögur að, auk nýbygginga sem tilheyra deiliskipulagi Vogabyggðar.

Við gerum ráð fyrir smágerðari byggingum til vesturs. Þar eru íbúðir og vinnustofur listamanna, verslanir og stöku veitingastarfsemi. Vestan Listatraðar er göngu- og hjólreiðastígur sem tengist stígakerfi borgarinnar til norðurs og suðurs. Hann tengist einnig stígakerfi við Suðurlandsbraut að Laugardal.

Kennileiti

Við gangamunna til suðurs gerum við ráð fyrir blöndu atvinnustarfsemi og ræktunar á nokkrum hæðum; svokallaðan lóðrænan landbúnað (e: vertical farming). Hér er framúrstefnuleg ræktun, þar sem hægt er að hafa stjórn á birtu, loftraka, hita, kælingu og lofttegundum sem gerir framleiðslu matvæla og lyfja innanhúss mögulega.

Með nýjum hugmyndum um umhverfisstjórnun í landbúnaði er þessi aðferð tækni til ræktunar innanhúss. Að mörgu leyti er lóðrétt ræktun svipuð gróðurhúsum þar sem geislun og stýrð lýsing auka náttúrulegt sólarljós. Meginmarkmið lóðréttrar ræktunar er að hámarka framleiðslu ræktunar á takmörkuðu rými.

Almenn umferð

Tengibrautir almennrar umferðar eru með samsíða bílastæðum og sameiginlegum göngu- og hjólastígum. Á milli bygginga innan hverfis eru stígar sem þjóna neyðarbílum, sorphirðu og aðföngum íbúa. Þessir stígar eru einstefnur og merktir sem vistgötur.

Tvö til þrjú bílastæðahús eða kjallarar eru á svæðinu en að öðru leyti er ekki gert ráð fyrir bílastæðum fyrir utan stöku samsíða stæðum í götum.

Göngu- og hjólastígatengingar

Einstefnu göngu- og hjólastígar eru á nýrri brú yfir Elliðaár. Við Vogatorg sameinast göngu- og hjólastígar og verða tvístefnustígar norðan Borgarlínu.

Stígarnir tengjast svo samgöngustíg sem liggur í norður-suður meðfram Vogahverfi og einnig að góðum samgöngustíg meðfram Suðurlandsbraut.

Göngustígar eru meðfram öllum götum, báðum megin. Göngusvæði eru fjölbreytt milli garða og torga á svæðinu, þar sem gangandi vegfarendur eru í forgangi.

  • Ljósbrúnt: Starfsemi og þjónusta
  • Dökkbrúnt: Íbúðir
  • Ljósblátt: Starfsemi og þjónusta á götuhæð og íbúðir á efri hæðum.