Hvernig varð regnbogavottunin til?

Hvað býr að baki þessu ferli?

Vottunarferlar

Regnbogavottunin byggir á sambærilegum vottunarferlum hjá t.d. Human Rights CampaignStonewall UK og RFSL í Svíþjóð þar sem skilyrði eru sett um að stefnur fyrirtækja nefni hinsegin fólk og að réttindi og jöfn staða hinsegin starfsfólks eru tryggð. Til þess að bæta starfsumhverfið sem og þjónustuna fyrir hinsegin fólk eru fræðslur (e. sensitivity training) um hinsegin málefni og ríkjandi viðmið í samfélaginu. Einnig er leitað leiða til að gera starfsemina hinseginvænni.

En hvað með Reykjavíkurborg?

Reykjavíkurborg uppfyllir ýmis skilyrði sem ofangreind vottunarferli gera kröfu um t.d. með því að hafa aðgerðamiðaða mannréttindastefnu sem tekur til hinsegin málefna og svo er lagaumhverfið á Íslandi þess eðlis að réttindi flestra hinsegin einstaklinga eru að miklu leyti tryggð. Eftir stendur að bæta þarf þekkingu starfsfólks á mannréttindastefnunni, stöðu og réttindum hinsegin fólks og hvernig starfsstaðir og þjónusta borgarinnar geti verið hinseginvænni. Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er liður í því að bæta þar úr.

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð samþykkti tillögu um Regnbogavottunina í nóvember 2019. Regnbogavottunin er liður í því að framfylgja mannréttindastefnu borgarinnar og að tryggja að farið sé m.a. að lögum nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði.