Námsmarkmið - Horn

Nám á horn getur hafist þegar nemendur hafa náð nægilegum líkamsþroska til að halda á hljóðfærinu. Æskilegt er að hornnemendur hafi beinar framtennur og ekki mjög þykkar varir. Stærð og lögun hornsins gerir það að verkum að börn yngri en 12 ára geta átt í erfiðleikum með að halda á því. Þó eru til hljóðfæri sem eru sérstaklega hönnuð fyrir yngri nemendur. 

1. þrep

Tónsvið: a – c”

Tónstigar

Tónsvið Ein áttund
Hraði M.M = 88, tónstigar leiknir í fjórðapartsnótum
Tónstigar
(Veljið tvö atriði af fjórum)
 
Bb-dúr, C-dúr, a-moll, krómatík
(tegund á moll er valfrjáls)
Þríhljómar Í öllum ofangreindum tóntegundum
Krómatík c’ – g’ (valfrjálst)

Verk og æfingar

Tónverk Menúett e. Bach, bls. 24 í AoA Book I
Ath. Betra að taka þetta lag úr Trompetbókinni, 
(eða sambærilegt verk)
Æfing Æfing nr. 5, bls. 42 í AoA Book I
( eða önnur sambærileg æfing)
Val
  1. Spinna frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi
  2. Leika frumsamið verk eða eigin útsetningu
  3. Leika stutt alþýðulag eða þjóðlag eftir eyranu
    Lengd skal vera um 8 taktar
Lestur af blaði Spila eftir nótum lag sem þú hefur ekki séð áður 
   
Námsefni
  • Midt blinken 1
  • Trompetleikur 1
  • Hornskole del 1

2. þrep

Tónsvið: g – c”

Tónstigar

Tónsvið Ein áttund
Hraði M.M = 100, tónstigar leiknir í fjórðapartsnótum
Tónstigar

 

Bb-dúr, C-dúr, G-dúr, a-moll, g-moll, krómatík
(tegund á moll er valfrjáls)
Þríhljómar Í öllum ofangreindum tóntegundum
Krómatík ein áttund val (dómari velur)
bes – bes’

Verk og æfingar

Tónverk Polovetsian Dance, bls. 34 í AoA Book I, 
(eða sambærilegt verk)
Æfing Æfing nr. 2, bls. 42 í AoA II,
( eða önnur sambærileg æfing)
Val
  1. Spinna frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi
    Viðmið: 12 takta blús, 1x laglína (t.d. frumsamin), 1x sóló
  2. Leika frumsamið verk eða eigin útsetningu
    Lengd skal vera um 12 – 16 taktar, tónsvið meira en fimmund
  3. Leika stutt alþýðulag eða þjóðlag eftir eyranu
    Lengd skal vera um 12 – 16 taktar, tónsvið meira en fimmund
Lestur af blaði Spila eftir nótum lag sem þú hefur ekki séð áður 
   
Námsefni
  • Midt blinken 1-2
  • Trompetleikur 1-2

3. þrep

Tónsvið: f – es”

Tónstigar

Tónsvið Ein áttund
Hraði M.M = 60, tónstigar leiknir í áttundapartsnótum
Tónstigar

 

Bb-dúr, C-dúr, G-dúr, Es-dúr, D-dúr, a-moll, g-moll, d-moll, krómatík
Þríhljómar Í öllum ofangreindum tóntegundum
Krómatík ein áttund val (dómari velur)
f – f’, c’ – c”

Verk og æfingar

Tónverk Serenade e. Schubert, úr French Horn Solos, AMSCO, 
(eða sambærilegt verk)
Æfing Æfing nr. 1 úr 200 Études nouvelles 1. hefti e. M. Alphonse,
Æfing nr. 6 úr Supplementary Studies e. Endresen,
( eða önnur sambærileg æfing)
Val
  1. Spinna frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi
    Viðmið: 16 taktar
  2. Leika frumsamið verk eða eigin útsetningu
    Lengd skal vera um 16 taktar, tónsvið um áttund.
  3. Leika stutt alþýðulag eða þjóðlag eftir eyranu
    Lengd skal vera um 16 taktar, tónsvið um áttund
Lestur af blaði Spila eftir nótum lag sem þú hefur ekki séð áður 
   
Námsefni
  • Midt blinken 2

4. þrep

Tónsvið: f – f”

Grunnpróf 

Tónstigar

Tónsvið Ein áttund eða tvær, innan tónsviðs
Hraði M.M = 66, tónstigar leiknir í áttundapartsnótum
Tónstigar

 

Bb-dúr, C-dúr, G-dúr, Es-dúr, D-dúr, F-dúr, a-moll, g-moll, d-moll, e-moll, krómatík
Þríhljómar Í öllum ofangreindum tóntegundum
Krómatík ein áttund val (dómari velur)
c’ – c”, d’ – d”, dís’ – dís”, e’ – e”, f – f”

Verk og æfingar

Tónverk
(eða sambærilegt verk)
Æfing Æfing nr. 17 úr 40 Progressive Studies e. Hering,
Æfing nr. 6 í M. Alphonse,
( eða önnur sambærileg æfing)
Val
  1. Spinna frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi
    Viðmið: 16 taktar
  2. Leika frumsamið verk eða eigin útsetningu
    Lengd skal vera um 16 taktar, tónsvið um áttund.
  3. Leika tónverk að eigin vali, af sambærilegri þyngd og önnur prófverkefni
Lestur af blaði Spila eftir nótum lag sem þú hefur ekki séð áður