Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2023-2026

Teikning af fólki og hundi úti í náttúrunni.

Aðgerðaáætlunin var samþykkt á fundi borgarstjórnar þann 20. júní 2023. Áætlunin er byggð á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 13. grein laga um stjórnsýslu jafnréttismála og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Áætlunin tekur við af aðgerðaáætlun í mannréttinda- og lýðræðismálum 2019-2022.

Aðgerðaáætlun í jafnréttis- og mannréttindamálum

Í áætluninni eru sett fram markmið og aðgerðir til að koma í veg fyrir mismunun og stuðla að jafnrétti og mannréttindum á fjórum meginsviðum sem endurspegla margþætt hlutverk borgarinnar; sem stjórnvalds, sem atvinnurekanda, sem veitanda þjónustu og sem samstarfsaðila.

Reykjavík sem stjórnvald

Reykjavíkurborg hefur sett sér það markmið að vera í fararbroddi þegar kemur að jafnræði, mannréttindum og samvinnu við íbúa. Ákvarðanir sem teknar eru á vegum borgarinnar eiga að vera gagnsæjar og hafa hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi.

Teikning af álft í tjörninni fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur.

Reykjavík sem atvinnurekandi

Markvisst er unnið að jafnrétti í mannauðsmálum líkt og jafnréttislög kveða á um. Með skipulögðu jafnréttisstarfi er unnið að því að öll njóti jafnréttis í hvívetna á starfsstöðvum borgarinnar.

Teikning af starfsumsóknum.

Reykjavík sem veitandi þjónustu

Allar stofnanir borgarinnar vinna markvisst og skipulega að því að móta og byggja upp þjónustu, menningarstarf, fræðslu og upplýsingamiðlun í þágu jafnréttis og fjölbreytts samfélags. Öll eiga að hafa jafnt aðgengi að þjónustu og þjónustan tekur mið af ólíkum þörfum fólks. Jákvæð samskipti og gagnkvæm virðing á að endurspeglast í allri þjónustu borgarinnar.

Teikning af eldra fólki í sundleikfimi.

Reykjavík sem samstarfsaðili og verkkaupi

Lögð er áhersla á samvinnu við aðra opinbera aðila, háskólasamfélagið, einkaaðila og samtök sem vinna á sviði jafnréttis- og mannréttindamála. Einnig er lögð áhersla á að allir aðilar sem borgin á í viðskiptum við virði mannréttindi.

Teikning af handabandi tveggja einstaklinga.

Hafðu samband

Ef þú vilt frekari upplýsingar um aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í jafnréttis- og mannréttindamálum getur þú haft samband við Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu borgarinnar sem heldur utan um framgang áætlunarinnar á gildistímanum.