Reykjavík sem samstarfsaðili og verkkaupi
Borgarráð samþykkti aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í jafnréttis- og mannréttindamálum þann 20. júní 2023. Áætlunin samanstendur af 108 aðgerðum í fjórum meginflokkum sem endurspegla margþætt hlutverk borgarinnar; sem stjórnvalds, sem atvinnurekanda, sem veitanda þjónustu og sem samstarfsaðila og verkkaupa. Hér má finna markmið og aðgerðir sem heyra undir flokkinn Reykjavík sem samstarfsaðili og verkkaupi, og sjá stöðu hverrar aðgerðar fyrir sig.