Kynjafræðsla fyrir miðstig - kennsluefni

Hér er verkfærakista sem inniheldur kennsluefni, bæklinga, kennsluhugmyndir og verkefni sem hægt er að notast við í kynjafræðslu á miðstigi grunnskóla. 

Námsefni um jafnrétti

Ég, þú og við öll er kennslubók sem inniheldur sögur og staðreyndir um jafnrétti í víðu samhengi ásamt kennsluleiðbeiningum. Viðfangsefni: Jafnrétti - Hinsegin 

Frá mínum sjónarhól er verkefni um kynjajafnrétti og tengingu við sjálfbærni út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Rokk og róttækni er námsefni um æskulýðsróttæknina sem leiddi af sér frjálslyndara samfélag svo sem auknum réttindum kvenna og samkynhneigðra. Viðfangsefni: Jafnrétti - Hinsegin - Aktívismi

Verkefni í kynjafræði til að vekja fólk til umhugsunar um markaðssetningu á stelpu og stráka dóti. Viðfangsefni: Jafnrétti - Staðalímyndir

 

 

Leikir

Hér má finna leiki sem henta vel til að efla sjálfsmynd nemenda  hjálpa þeim að átta sig á styrkleikum sínum og annarra nemenda í bekknum.

Byggjum betri heim

Hér er verkefnahefti sem skátahreyfingin tók saman og byggir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Verkefnin er hægt að aðlaga að öllum aldurshópum. Verkefnaheftið er þýtt og staðfært bæði hægt að nota rafrænt og prentað út. 

Kompás og Litli kompás fyrir börn

Hér eru verkefni sem tekin eru úr mannréttindamenntunar bókunum Kompás og  Litli kompás 

Einu sinni var - markmið verkefnisins er m.a. að börnin geri sér grein fyrir stöðluðum kynhlutverkum og persónum í skáldskap og daglegu lífi.

Hverjir eru ég? - verkefnið er meðal annars hugsað til þess að stuðla að virðingu og samstöðu. 

Mismunandi laun  - verkefnið sýnir þátttakendum á skýran hátt hvernig fólki er mismunað á vinnumarkaði á grundvelli aldurs og kynferðis.

Orð sem særa - markmið verkefnisins er meðal annars að börnin átti sig á því að fólk getur brugðist við orðum á mismunandi hátt. 

Strákar gráta ekki - markmið verkefnisins er meðal annars að sýna hvernig staðalmyndir ýta undir mismunun. 

Það sem mér finnst gaman og það sem ég geri - markmið verkefnisins er meðal annars að gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem kynbundnar staðalímyndir hafa.

 

Greining á lagatextum

 

Hér má finna nokkrar leiðir til að vinna með lagatexta og tónlistarmyndbönd og greina þá með nemendum í ljósi tilfinninga, samskipta og kynlífs.

Viðfangsefni: Kynhlutverk - Félagsmótun - Tilfinningar - Samskipti - Kynlíf

Karlmennska og kvenleiki

Hér má finna kennsluhugmynd um það hvernig hægt sé að skoða áhrif karlmennskuímynda og kvenleika á hegðun ungmenna í ákveðnum aðstæðum.