Kynfræðsla - efni fyrir starfsfólk - myndbönd og vefsíður

Hér er verkfærakista sem inniheldur myndbönd, vefsíður, sjónvarpsþætti, teiknimyndir og hlaðvörp sem hægt er að notast við í kynfræðslu fyrir grunnskóla.

Keep it real online

Keep it real online er fræðsluvefur sem fjallar um samskipti á netinu. Hér er hlekkur á vefinn ásamt hlekkjum á myndband sem fjallar á skýran hátt um það sem kallað er á ensku 'online grooming' 

 

Ný birtingarmynd kynferðisbrota

Nektarmyndasendingar ungmenna eru ný birtingarmynd kynferðisafbrota. Undanfarið hefur einnig borið á því að fullorðnir einstaklingar hafa nálgast börn og unglinga í þeim tilgangi að kaupa af þeim kynferðislegar myndir. Hér má sjá foreldrabréf sem sent var til foreldra/forsjáraðila ásamt myndbandi þar sem staðan er útskýrð betur.

Fræðsluvefir

Frá Ö til A  er mjög góð og vönduð síða um allt sem snýr að hinseginmálum frá Ö til A.

Kompás - á Vísi má sjá Kompás þætti sem fjalla margir um kynferðisleg málefni, kynferðislegt ofbeldi, nektarmyndasendingar ofl. Getur verið fínt fyrir starfsfólk að horfa á þættina til að kynna sér stöðuna betur. Ekki endilega góðir þættir til að sýna unglingum, nema kannski nemendum í elstu bekkjum grunnskólans.

Kynfræðsluvefur Hilju er frábær vefur sem unnin er út frá markmiðum UNESCO um alhliða kynfræðslu. Þarna má finna efnisþætti og kennsluhugmyndir fyrir nemendur á öllum aldri.

Pussypedia er vefsíða sem fjallar um píkuna á allan hátt s.s. útlit, virkni, hreinlæti, kynferðislega ánægju og fleira.

It's On Us er síða sem ætluð er til að vekja athygli á og vinna með kynferðisofbeldi. Þar er m.a. hægt að finna örstutt myndbönd þar sem sagðar eru sögur þolenda, gerenda, vina og aðstandanda. Hverju myndbandi fylgja umræðu spurningar til að fá áhorfendur til að velta enn frekar fyrir sér skaðlegum áhrifum kynferðisofbeldis.

Sambönd, kynlíf og tilfinningar - The Line er áströlsk vefsíða þar sem fjallað er um ýmislegt er snýr að samböndum, kynlífi, tilfinningum, karlmennsku og fleira.  Þar má finna gagnlegar upplýsingar fyrir kennara, foreldra og unglinga.

Samtökin ´78 - á heimasíðu Samtakanna '78 má finna ýmiskonar fróðleik og upplýsingar sem skipta máli varðandi hinsegin málefni.

Sex og samfund eru kynfræðslusamtökin í Danmörku og þeir sem skrá sig inn geta fengið aðgang að gríðarlega miklu magni af góðu og vönduðu kynfræðsluefni fyrir allan aldur

Sjálfsmynd er fínn vefur um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga. Kíkið í verkfærakistuna fyrir ýmiskonar hugmyndir. Hentar fyrir allan aldur.

Spurðu Alice (Go ask Alice) um kynheilbrigði er vefur rekin af Columbia háskólanum þar sem leitast við að svara spurningum um ýmis málefni m.a. um kynheilbrigði.

Sænsku kynheilbrigðissamtökin - hér er frábær vefur sænsku kynheilbrigðissamtakanna. Þar er aragrúi af góðu kennsluefni fyrir nemendur á öllum aldri.

Stopp ofbeldi er vefur Menntamálastofnunar. Þar má finna ýmiskonar námsefni til forvarnarstarfs gegn ofbeldi. Námsefninu er skipt niður á aldursstig og er afar aðgengilegt.

Indíana Rós er kynfræðingur sem bæði heldur úti heimasíðu og Instagram síðu auk þess sem hún selur ýmiskonar fyrirlestra og námskeið.

Sigga Dögg er kynfræðingur sem bæði heldur úti heimasíðu og Instagram síðu auk þess sem hún selur ýmiskonar fyrirlestra og námskeið.

Trans börn og skólar

Heimasíða fyrir skólastarfsfólk og skóla sem vilja verða transvænir og/eða skóla sem eru með trans börn og vilja vanda sig og styðja barnið í því ferli.

Hinsegin börn og skólar

Síða um allt mögulegt sem tengist því að gera skólakerfið hinseginvænna. Ekki beintengt kynfræðslu en þó afar gagnlegt og getur hjálpað til við að ræða um hinsegin málefni og skapa rými þar sem fólk er viðurkennt eins og það er.  

  • Börn og klám

Áhrif klámáhorfs - frábær vefsíða þar sem áhrif klámáhorfs eru skoðuð á fjölbreyttan hátt. Þarna eru til dæmis stutt myndbrot, viðtöl, greinar og rannsóknir. Allt byggt á staðreyndum

Áhrif kláms á barnsheilann - hér er góð vefsíða byggð á rannsóknum um áhrif kláms á heilann.

Klám sem fíkn - hvernig má vinna sig útúr klámfíkn/ ef klám er farið að hafa of mikil áhrif hvernig er hægt að hætta.

Rannsóknir um klámáhorf 

Vernd gegn klámi - hér er vefsíða með allskonar efni fyrir foreldra og kennara sem vilja vernda börn gegn klámi.