Kynjafræðsla fyrir miðstig grunnskóla

Teikning af tveimur krökkum sem sitja á gólfi og lesa.

Hér er verkfærakista með námsefni í kynjafræðslu fyrir miðstig grunnskóla. Verkfærakistan inniheldur allskonar efni sem nýst getur til kennslu á kynjafræðum svo sem bækur, verkefni, myndbönd, kveikjur, kennsluleiðbeiningar og fleira. Efninu er raðað upp eftir tegund til að auðvelda kennurum leit að því sem hentar.

Myndbönd og vefsíður

Hér eru myndbönd, vefsíður, sjónvarpsþætti, teiknimyndir og hlaðvörp sem hægt er að notast við í kynjafræðslu á miðstigi grunnskóla. 

fdgd

Kennsluefni

Hér má finna kennsluefni, bæklinga, verkefni og kennsluhugmyndir sem hægt er að notast við í kynjafræðslu á miðstigi grunnskóla. 

Teikning af kennara að skoða skóladagatalið

Fræðsluefni

Kvenfrumkvöðlar - hér er listi yfir tólf hluti sem konur fundu upp en fáir vita af.

Staðreyndir um stöðu kvenna í heiminum - hér eru kveikjur að umræðum í bekknum um jafnrétti og stöðu kvenna í heiminum.

Frábærlega framúrskarandi konur segir frá undraverðum konum sem unnu óviðjafnanleg afrek. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Fyrirmyndir

Íslandsdætur er bók um sögu rúmlega fjörutíu framúrskarandi kvenna sem spanna tímann allt frá upphafi byggðar á Íslandi til dagsins í dag. Efni: Jafnrétti - Kvennasaga - Fyrirmynd - Kynhlutverk

Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur: 100 magnaðar konur, inniheldur hundrað sannar og spennandi sögur af konum sem hafa rutt brautina. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Fyrirmyndir

Hér eru þrjár bækur um ofurstelpuna Sigurfljóð sem hjálpar öllum. Höfundur er Sigrún Eldjárn. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Fyrirmyndir

Verður heimurinn betri er bók sem inniheldur fróðleik um þróunina í heiminum og meðal annars kafli um stöðu kynjajafnréttis.

Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann kynnir nýja kynslóð fyrir Vigdísi Finnbogadóttur. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Fyrirmyndir

Ofur mjúkar hetjur / Ofur sterkar prinsessur

Litabækur um hetjur og prinsessur sem afbyggja staðalmyndir. Höfundur: Linnea Johanson.

Viðfangsefni: Jafnrétti - Hinsegin - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Trans

Teikning af myndum sem Fjóla hefur teiknað í frístund