Kynjafræðsla fyrir miðstig - myndbönd og vefsíðu
Hér er verkfærakista sem inniheldur myndbönd, vefsíður, sjónvarpsþætti, teiknimyndir, tölvuleikir og hlaðvörp sem hægt er að notast við í kynjafræðslu á miðstigi grunnskóla.
Elsku stelpur
Hér má sjá Skrekksatriði Hagaskóla sem sigraði árið 2015. Atriðið er áhrifaríkt og hvetur stelpur til að berjast fyrir jöfnum tækifærum og sömu virðingu og strákar fá.
Efni: Jafnrétti - Kvennabaráttan
SamfésPlús
Verkefnið SamfésPlús var hugsað sem svar Samfés og viðspyrna við áhrifum COVID á ungt fólk og líðan þeirra. Fyrsta verkefni SamfésPlús er hlaðvarpið „UNGT FÓLK OG HVAÐ?“.
Myndbönd
Betra að segja en þegja – UNICEF - hér ræðir Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) við áhorfendur um ofbeldi, mismunandi birtingarmyndir þess og mikilvægi þess að segja frá.
Börn stíga fram – UNICEF er myndband þar sem börn stíga fram og fjalla um réttindi barna.
Heimsmarkmið 5 er þáttur gefinn út af RÚV um heimsmarkið 5 sem fjallar um jafnrétti kynjanna. Efni: Jafnrétti - Kynjahlutverk
Sexism er stutt myndband um kynjaójafnrétti og áhrif þess á fólk. Efni: Jafnrétti - Kynhlutverk
Staðalmyndir og kynjuð störf er myndband sem sýnir hversu staðlaðar hugmyndir barna geta verið um atvinnulífið. Góð kveikja að umræðum og frekari verkefnavinnu. Efni: Jafnrétti - Staðalmyndir - Kynhlutverk - Sjálfsefling
Vegurinn heim er íslensk heimildamynd með viðtölum við fimm börn innflytjenda á Íslandi.
Hlutfall kvenna í barnabókum og -myndum
1. The Ugly truth of Children´s books er myndband sem sýnir stöðu kynjanna í barnabókum og hvað kvenkyns persónur gegna oft einsleitum hlutverkum á meðan karlkynspersónur eru fjölbreyttari og stýra oft gangi sögunnar.
2. The Smurfette principle er stutt myndband á ensku um strympu heilkennið / smurfette principle. Með því er átt við að mjög oft í myndum og þáttum eru aðalleikararnir karlkyns nema það er ein kona sem fær að vera með.
Disney, kynjafræði og Öskubuska
1. If Cinderella were a guy er myndband/kveikja sem sýnir söguna um öskubusku ef hún væri karl. Hægt að nota sem kveikju að umræðu um hlutverk kynjanna og staðalímyndir. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk
2. Disney út frá kynjafræði er myndband á íslensku um Disney-myndir og kynjaðar steríótýpur. Frábært að nota sem kveikju að verkefni eða umræðum um staðalmyndir kynjanna.
Börn og launamunur kynjanna
1. Hvað finnst börnum er stutt en áhrifaríkt myndband/kveikja um viðbrögð barna við umræðu um kynbundinn launamun. Efni: Jafnrétti - Samskipti - Samvinna - Sjálfsmynd - Staðalímyndir - Kynhlutverk
2. Kynbundinn launamunur er myndband um launamun kynjanna. Myndbandið er stutt og fyndið þó boðskapurinn sé alvarlegur. Efni: Jafnrétti - Mannréttindi - Staðalmyndir - Kynjafræði
Leikir á netinu
Hér má nálgast ókeypis leiki á netinu sem báðir fjalla um réttindi bara og ákvæði Barnasáttmálans sem UNICEF gefur út.
Sá fyrri er tölvuleikurinn Right Runner sem er á ensku en seinni leikurinn er spurningaleikur á íslensku á vefsíðu Kahoot.
Vefsíður
Á vef Miðju máls og læsis eru skýrslur um ýmis þróunar- og samstarfsverkefni skóla og frístundastarfs í hverfum borgarinnar. Í þeim má sækja hugmyndir að nýjum verkefnum og sjá hvað þegar hefur verið gert með góðum árangri.
Á vefsíðunni Frístundalæsi er hægt að finna margvíslegt efni til að efla mál og læsi barna sem dvelja á frístundaheimilum.
Leikur og nám með LEGO er leiðsagnarvefur um legóþjarka og vélræna högun fyrir kennara og nemendur á yngsta stigi og miðstigi. Efni: Íslenska sem annað mál - Læsi - Samskipti - Jafnrétti -Samvinna - Sjálfbærni og vísindi - Sköpun og menning.
Sjálfsmynd barna og unglinga - á þessari vefsíðu, sem er samstarfsverkefni námsráðgjafa, kennara, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga eru margvíslegar upplýsingar um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga. Einnig hagnýt ráð og skemmtileg verkefni sem hægt er að vinna með börnum og unglingum alla grunnskólagönguna.
Verkfærakista jafnréttisnefndar er vefsíða með verkfærum fyrir jafnréttis- og kynjafræðslu sem er skipt eftir skólastigum. Efni: Jafnrétti - Kynjafræði