Kvenfrumkvöðlar

Hér er listi yfir tólf hluti sem konur fundu upp en fáir vita af.

 

 

Um verkefnið

Jafnrétti - Kynhlutverk

Tenging við menntastefnu: Félagsfærni, Sköpun

Gerð efnis: Ítarefni, Kveikjur, Verkefni

Markhópur: 9-16 ára nemendur og starfsfólk

Viðfangsefni: Andleg og félagsleg vellíðan, Jafnrétti, Nýsköpun, Sjálfbærni og vísindi, Sköpun og menning

Tólf töff hlutir sem konur fundu upp!

Skothelt vesti

Já, þetta sterka efni sem finna má í skotheldu vestunum og hefur bjargað lífi fjölda lögreglufólks í gegnum tíðina er uppfinning efnafræðingsins Stephanie Kwolek. Hún þróaði það árið 1964 þegar hún reyndi að búa til léttara og endingarbetra efni til að nota í bíldekk. Efnið, sem heitir Kevlar, fékk einkaleyfi árið 1966 og er talið fimm sinnum sterkara en stál.

Bréfpokinn

Árið 1868 fann Margaret Knight upp vél sem gat klippt, brotið og límt flatbotna pappírspokann. Margaret fékk einkaleyfi á pokanum árið 1871 og er vel þekktur um allan heim!

Brunastigi

Til að sporna við auknum fjölda dauðsfalla af völdum elds í sívaxandi blokkarhverfum setti New York lög árið 1861 um að allar háar byggingar skyldu vera með útistiga. Húseigendur voru í fyrstu á móti því vegna þess hve mikil uppsetning kostaði. Það var ekki fyrr en árið 1887, þegar Anna Connelly fékk einkaleyfi á búnaði sem gerði íbúum á efri hæðum kleift að fara á milli hæða, að öryggi íbúa blokka breyttist og er eins og við þekkjum það í dag.

Björgunarbáturinn

Maria Beasley var verkfræðingur sem fékk einkaleyfi á ótal uppfinningum sínum á árunum 1878 til 1898, allt frá fótahitara og tunnuframleiðsluvél, til búnaðar sem hindraði að lestir færu út að sporinu. En líklega var það björgunarbáturinn, sem Maria fékk einkaleyfi fyrir árið 1882, sem var mikilvægasta framlag hennar til mannkynssögunnar.

Neyðarblys fyrir björgunarbátinn

Það var óþreytandi viðleitni Mörthu Coston sem hjálpaði til við að koma neyðarblysinu í framleiðslu. Martha vann upp úr hönnun sem fannst í gömlum pappírum eiginmanns hennar heitins og eyddi hún nær 10 árum í að þróa blysið. Bandaríski sjóherinn var einn af hennar fyrstu viðskiptavinum.

Tölvur

Ekki nóg með að konur hafi verið farnar að forrita tölvur löngu áður en „tölvuforritari“ varð að starfsheiti heldur hafa þær haft töluverð áhrif á tölvuna sjálfa frá fæðingu hennar. Ada Lovelace, sem margir telja fyrsta forritara veraldar, vann með „föður tölvunnar“, Charles Babbage, að gerð fyrsta tölvureikniritsins í byrjun 1840. Einnig er tölvufræðingurinn Dr. Grace Murray Hopper talin hafa fundið upp eitt fyrsta háþróaða tölvuforritið (sem síðar var kallað COBOL) árið 1959.

Læknasprautan

Það var Letitia Geer sem fékk einkaleyfi á nútíma einhentri sprautu árið 1899.

Apgar kvarðinn

Þekkt sem algengasta aðferðin til að meta heilsufar nýfædds barn, á Apgar kvarðinn nafn sitt að þakka Virginiu Apgar, fæðingar- og svæfingalækni sem þróaði kvarðann árið 1952 þegar hún starfaði á Sloane kvennasjúkrahúsinu.

Sólarorkukerfi

Mária Telkes var lífeðslisfræðingur og uppfinningakona og var einn af forsprökkum sólarorkuhreyfingarinnar um 1940. Hún bjó til bæði fyrstu varmarafvélina árið 1947 og kæliskápinn árið 1953 og hannaði þess á milli fyrsta 100% sólarorkukerfið eða sólarsellur ásamt Eleanor Raymond arkitekt.

Stofnfrumur

Augljóslega getur engin verið svo djörf að segjast hafa fundið upp stofnfrumur en Ann Tsukamoto var önnur tveggja sem fékk einkaleyfi fyrir aðferð til að einangra stofnfrumur úr mönnun árið 1991.

Súkkulaðibitakökur

Með fullri virðingu fyrir tölvum og sólarorku eru þessar uppfinningar ekki næstum því jafn bragðgóðar og súkkulaðibitakökur. Þetta vissi Ruth Graves Wakefield og þess vegna fann hún upp fyrstu súkkulaðibitakökuna á níunda áratugnum.

Bjór

Þó það verði aldrei hægt að segja það fyrir víst hver hafi fundið bjórinn upp er sagnfræðingurinn og stofnandi Booze-skólans Jane Peyton ein þeirra fjölmörgu sem halda því fram að það hafi verið konur. Hún komst að því þegar hún var að rannsaka uppruna bjórsins að það hafi verið fyrir nærri 7000 árum í Mesópótamíu og Súmeríu, svo mikill hæfileiki kvenna að þær voru þær einu sem fengu að brugga drykkinn eða reka veitingastaði. Mörg forn samfélag lýstu einnig bjór sem gjöf frá gyðjum.

Listinn er ekki tæmandi…!