iPhone í iPhone

Endurstilling á fjölþátta auðkenningu - MFA úr iPhone í iPhone

Áður en þú byrjar er gott að fara yfir eftirfarandi hluti á gamla tækinu (iPhone):

  • Kveiktu á tækinu
  • Vertu viss um að það sé næg hleðsla á tækinu
  • Kveiktu á Bluetooth

Á nýja tækinu (iPhone)

1.

Kveiktu á nýja tækinu og settu það nálægt gamla tækinu.

2.

Á skjánum á gamla tækinu ætti að birtast boð um að "Use your Apple ID to set up new device". Veldu "Continue" (ef þú sérð ekki "Continue" athugaðu þá hvort ekki sé kveikt á Bluetooth.

3.

Það ætti að birtast mynd á skjánum á nýja tækinu, haltu gamla tækinu yfir nýja og settu myndina í miðjuna á myndavélarammann.

4.

Bíddu eftir að það koma skilaboð á skjáinn "Finish on new device" (ef þú getur ekki notað myndavélina á gamla tækinu veldu þá "Authenticate Manually" og fylgdu leiðbeiningunum á skjánum.

5.

Þegar það kemur upp beðni um passcode settu þá inn skjá lykilorðið fyrir gamla símann þinn og fylgdu leiðbeiningunum um að setja upp "Face ID" eða "Touch ID".

6.

Þegar þú sérð "Transfer Data from" (nafnið á tækinu þínu) skjáinn veldu þa "Continue" til að byrja að afrita gögnin á milli tækjana. Þú getur líka valið "Other Options" til að velja hvaða hluti þú vilt afrita.

Hafðu símana nálægt hvor öðrum og í sambandi við hleðslutæki meðan afritunin er að klárast.