No translated content text
Kynningarfundur 2020
Árleg kynning á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík með áherslu á framkvæmdir sem eru í gangi og uppbyggingaráform var haldin föstudaginn 30. október 2020. Hér eru upptökur frá beinni útsendingu ásamt kynningarglærum sem fyrirlesarar notuðu.
Í ár var sérstök áhersla á Græna planið sem lýsir hvernig borgin mun sækja fram með kraftmikilli fjárfestingu með umhverfislega, fjárhagslega og félagslega sjálfbærni að leiðarljósi.
Einnig var gefið út veglegt rit sem dreift var í hús á höfuðborgarsvæðinu og er það neðar á síðunni.
Dagskrá
Spurningar um Græna planið
Björg Magnúsdóttir fundarstjóri spyr Dag B. Eggertsson borgarstjóra um Græna planið.
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur: Nýr og grænn borgarhluti í mótun
Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt hjá Landslagi
Meiri borg, kröftugur og sjálfbær vöxtur til langrar framtíðar
Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og Haraldur Sigurðsson, deildarstjóri aðalskipulags