Íbúafundur borgarstjóra – Miðborg

Borgarstjóri býður til opins íbúafundar miðvikudaginn 6. apríl kl. 20:00 fyrir íbúa í Miðborg sem haldinn verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Kynning á því sem er efst á baugi í hverfinu.

Streymi

Streymt verður frá íbúafundinum á þessa vefsíðu og verður það aðgengilegt sem upptaka að loknum fundi.

 

Dagskrá fundarins

  • Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri: Miðborg 
    Sjá kynningu
  • Þórey Vilhjálmsdóttir segir frá Miðborginni sinni. 
  • Sjá myndband
  • Karl Kvaran arkitekt kynnir verðlaunatillögu um Lækjartorg
    Sjá kynningu
  • Dagný Land Design kynnir nýtt útlit Hlemmtorgs
    Sjá kynningu
  • Fyrirspurnir íbúa 

Hefur þú spurningu?

Sendu endilega fyrir fundinn spurningar sem þú hefur. Einnig er velkomið að bera fram spurningar á fundinum. Fylltu út formið hér að neðan eða sendu tölvupóst á netfangið: ibuafundir@reykjavik.is.

Spurningar og svör

Finnst Borgarstjóra ásættanlegt að Reykjavík skuli vera ein af fáum höfuðborgum þar sem opnunartími skemmtistaða í íbúabyggð er fáránlega langur og að það sé nánast látið óátalið að í miðborginni sé óbærilegur hávaði, ofbeldi, skrílslæti og skemmdarverk a

Svar: Nálægð íbúðarbyggðar við miðbæinn er óvenjumikil í Reykjavík og einnig búa óvenjulega margir íbúar á miðborgarsvæðinu í samanburði við margar aðrar borgir og það er styrkur hennar og sérkenni. Það væri gott að rýna opnunartíma m.t.t. íbúaþróunar með reglubundnum hætti. Núverandi reglur aðalskipulags tóku mið af þessu þannig að opnunartíminn er stystur þar sem íbúðarbyggð er þéttust í miðborginni þ.e. á svæði M1c og mest til eitt um helgar, en áður voru reglurnar mun opnari, þ.e. þrengt var að opnunartíma á mörgum svæðum við samþykkt aðalskipulagsins 2014. Það má vera að tímabært sé að rýna reglur á ný .

Svar frá Heilbrigðiseftirliti: Hvað Heilbrigðiseftirlitið varðar og aðkomu að þessu máli er varðar opnunartíma veitingastaða í miðborginni og ónæði sem hlýst af því þá er okkar hlutverk að vara við mögulegum grenndaráhrifum af ónæði vegna veitingastaða hvers konar. Við setjum ekki mörkin um opnunartímann en erum sem sagt umsagnaraðilar um slíkt til sýslumanns sem svo gefur út rekstrarleyfin þar sem hávaðamörkin eru endalega ákveðin. Sama á við Byggingarfulltrúa sem á að meta hvort húsnæði henti t.d. hljóðvistarlega séð til viðkomandi starfsemi.

Finnst Borgarstjóra eðlilegt að íbúar fái ekki að hitta yfirvöld Reykjavíkurborgar til að ræða vandamálið þrátt fyrir að hafa ítrekað sent stjórnendum erindi með kvörtunum allt frá árinu 2019 með beiðni um að fá fund með Borgarstjóra og Umhverfis- og skip

Svar: Skipulags- og samgönguráð og umhverfis- og heilbrigðisráð eru stjórnvöld sem starfa bara á fundum og taka sem slík ekki við gestum. En það er hægt að senda þeim erindi sem eru þá sett í farveg (t.d. hjá sviðinu) auk þess sem alltaf er hægt að hafa samband við sviðið sem bregst þá við og boðar til fundar ef ástæða er til.

Finnst Borgarstjóra eðlilegt að atvinnurekstur í miðborginni njóti á allan hátt forgangs fram yfir íbúa og megi átölulaust vera með hávaðamengandi starfsemi og valda ómældri þjáningu íbúa árum saman?

Svar: Öllum kvörtunum til Heilbrigðiseftirlitsins er sinnt og alltaf rætt við rekstraraðila um slíkt og þær reglur sem gilda. Lögreglan er þó mögulega kölluð til og getur staðfest ónæðið utan vinnutíma Heilbrigðiseftirlitsins.   

My experience with parking my car at my destination B area is worsening

For example in Klapparstig there are 6 spaces and and frequency of rental cars is high and some time we have to travel many circuits to find parking space In my experience in larger cities after evening 18.00 hr these areas are only available for residents Also as I have now a Hybrid car it’s difficult to use the electric control to charge the car and I might add there isn’t any charge unit nearby 2 down by the Free Church Trust you have a enjoyable meeting Regards Paul 

Svar: Unnið er að því að bæta aðgengi að hleðslustöðvum í borgarlandinu, sérstaklega á svæðum eins og í miðborginni þar sem íbúar hafa að jafnaði ekki bílastæði innan lóða.

Af hverju eru ekki gangbrautarljós á Hverfisgötu? Margt fólk þarf að komast yfir hana, t.d. til að ná strætó niður/vestur í bæ. Það getur verið lífshættulegt að reyna það þegar farið er að dimma, sem er nú ansi snemma í skammdeginu, og líka hvasst

Svar: Öll umferðarljós voru fjarlægð af Hverfisgötu þar sem þörfin fyrir þau voru í raun ekki til staðar. Samkvæmt leiðbeiningum Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar fyrir gönguþveranir er ekki krafa um stýringar gönguþverana með umferðarljósum á götum þar sem hámarkshraði er undir 60 km/klst, enda er raunöryggi ljósastýrðra gönguþverana svipað eða minna en raunöryggi annarra gönguþverana. Það sem skiptir mestu máli varðandi öryggi við þveranir er lýsing og eru gönguþveranir á Hverfisgötu ágætlega upplýstar. Bætt hefur verið við merktum gönguþverunum, gangbrautum, á síðustu árum við m.a. Frakkastíg, Smiðjustíg og Barónsstíg sem gera ökumönnum viðvart um að gera megi ráð fyrir að þar sé von á vegfarendum að þvera götuna.   

Í veðrum líkt og lýst er í fyrirspurninni, þ.e. í hvassviðri eða jafnvel rigningu/ofankomu er öryggi ljósastýrðra gönguþverana minna en annarra þverana því gangandi eru líklegri til að þvera á rauðu sökum veðurs.