Uppstilling kjörseðla

Uppstilling kjörseðla fyrir kosningar í Hverfið mitt er nú lokið. Eftir yfirferð hugmynda fyrir Hverfið mitt var komið að því að stilla upp hugmyndum á kjörseðil fyrir kosningarnar næsta haust. Einungis hugmyndir sem uppfylltu reglur og skilyrði verkefnisins áttu möguleika á að komast á kjörseðil síns hverfis. Hér fyrir neðan má sjá þær hugmyndir sem verða á kjörseðlum hverfanna í kosningunni næsta haust.

Uppstilling kjörseðla

Kjörseðlum fyrir Hverfið mitt er stillt upp með 25 hugmyndum í hverju hverfi Reykjavíkur, þar af 15 vinsælustu hugmyndirnar og svo 10 hugmyndir sem íbúaráð hvers hverfis valdi. Næst tekur við frumhönnun hugmyndanna en í því felst að skrifa verkefnalýsingu og verðmerkja hugmyndirnar til að gefa rétta mynd af verkefninu fyrir kosninguna sem fram fer dagana 14. - 28. september.

 

Kjörseðlar hverfanna

Árbær og Norðlingaholt

  1. Fleiri tækifæri í Rauðavatnsskóg
  2. Vaðlaug fyrir ungabörn í Árbæjarlaug
  3. Róla fyrir hjólastóla
  4. Endurnýja og bæta við leiktækjum við Norðlingaskóla
  5. Frisbígolfvöllur í Norðlingaholt
  6. Göngustígur - Lækjarvað að Norðlingaskóla (Brautarholti)
  7. Endurgera körfuboltavöllinn við Norðlingaskóla
  8. Tengja göngustíga við gömlu kartöflugeymslur
  9. Endurbætur á leiksvæði fyrir börn milli Vindás og Víkurás
  10. Aparóla á skólalóð (Norðlingaskóla)
  11. Skólahreystibraut í Norðlingaskóla
  12. Hjólabrettagarð Norðlingaholt
  13. Breyta grasvellinum í gervigrasvöll í Norðlingaholti
  14. Minigolfvöllur (Árbæ)
  15. Skólalóð Árbæjarskóla (fleiri leiktæki)
  16. Áning sunnan Rauðavatns og aðgengilegir bekkir
  17. Parkour völlur
  18. Bæta sumarskreytingar (blóm) í Árbæ á sumrin
  19. Útigrill
  20. Hundasvæði
  21. Körfuboltavöllur hjá aparóló i Ártúnsholti
  22. Leik- og útivistarsvæði á milli Hraunbæjar og Rofabæjar
  23. Útiæfingatæki
  24. Útsýnispallur við Kermóafoss
  25. Vatnspóst við ærslabelginn hjá Ystabæ

Breiðholt

  1. "Velkomin í Breiðholt" skilti
  2. Jólaljós í göngustíg milli Efra-Breiðholts og Bakka
  3. Prins Róló
  4. Stækka vaðlaugina í Breiðholtslaug
  5. Gera fallegt í kringum Gerðuberg og Heilsugæslu
  6. Þak yfir hjólastæðin fyrir utan Breiðholtslaug
  7. Breyting á fótboltavelli við Jaðarsel/Fljótasel og umhverfi.
  8. Yfirbyggður leikvöllur
  9. Fjölga bekkjum (og ruslatunnum) í Breiðholti
  10. Fegra og bæta græna svæðið við Jaðarsel
  11. Infrarauð sauna í Breiðholtslaug
  12. Utandyra líkamsræktarstöð (útiæfingatæki)
  13. Nálabox í Breiðholtið
  14. Tengja göngustígahring í Hólunum
  15. Leikvöllur milli Keilufells og Fella og Hólakirkju
  16. Útikennslustofa í Seljahverfi
  17. Gúmmi körfuboltavöll – Hólabrekkuskóla
  18. Útiklefa í Breiðholtslaug
  19. Körfuboltavöllur í Bakkana
  20. Mini-golf hjá ærslabelgjunum
  21. Laga/fegra frisbígolfvöllinn í Seljahverfi
  22. Ljós við fótboltavöll við Bakkasel
  23. Setja upp útigrill við Seltjörn og/eða a Bakkatúni
  24. Hærri bekkir fyrir eldri borgara
  25. Uppfæra leikvöll sem Vinasel notar

Grafarholt og Úlfarsárdalur

  1. Bryggja við Reynisvatn
  2. Hundagerði
  3. Göngustígur meðfram Úlfarsfellsvegi í átt að Hafravatni
  4. Göngustígur inn í Úlfarsárdal
  5. Reynisvatn - fallegri aðkoma
  6. Vatnsbrunnur/ar um hverfið
  7. Leiksvæði fyrir fjölskylduna
  8. Bæta við göngustígum upp með Úlfarsánni
  9. Skatepark (hjólabrettagarður)
  10. Gróður og fjölskyldulundur við Úlfarsfellið
  11. Samfélagsgróðurhús
  12. Leiksvæði / fjölskyldusvæði á hólnum fyrir ofan Úlfarsbraut
  13. Bekkur við Reynisvatn og á völdum stöðum í hverfinu
  14. Tennisvöllur og hugmynd að almenningsgarði
  15. Strandblakvöll
  16. Hoppubelg við Ingunnarskóla
  17. Gosbrunnur
  18. Útisvæði fyrir allan aldur
  19. Gervigras á malbikaða vellinum (Sæmundarskóli)
  20. Aðstaða til að pumpa í dekk á hjólum
  21. Göngustígur Vínlandsleið
  22. Grillstæði
  23. Stígur milli bílastæðis við Reynisvatns og matjurtagarða
  24. Endurnýja leiksvæðið á milli Gvendargeisla og Biskupsgötu
  25. Skrúðgarður milli hverfa

Grafarvogur

  1. Mýkri gangvegur í sundlaug Grafarvogs
  2. Trjágarður í Grafarvogi
  3. Gera verslunarmiðstöðina við Hverafold aðlaðandi.
  4. Sjóbaðsaðstaðan í Geldinganesi (lítinn pott)
  5. Leikvöllur undir þaki
  6. Bekkir og ruslatunnur
  7. Stoppistuð - almenningsgarður og strætóbiðstöð við Spöngina.
  8. Endurgera valda leikvelli í hverfinu
  9. Fá ostinn aftur á skólalóð Rimaskóla
  10. Hundasvæði
  11. Fjölskylduskógur í Geldinganes
  12. Byggja utan um rennibrautarstigann í sundlaug Grafarvogs
  13. Gufubað í Grafarvogslaug
  14. Rafmagnshlaupahjóla hleðslustöð
  15. Útiæfingatæki í kringum voginn - Lýðheilsa í Grafarvogi
  16. Örugg hjólastæði við helstu staði í Grafarvogi
  17. Púttvöllur með gervigrasi við félagsmiðstöðina Borgir
  18. Upplýsingaskilti um sögu atburði
  19. Trampólín á völdum leiksvæðum í hverfinu 
  20. Nýr gervigrasvöllur hjá Bryggjuhverfinu
  21. Stjörnukíkir á útsýnispallinum í Húsahverfi
  22. Bæta aðgengi hjá Hallsteinsgarði og endurbæta svæðið
  23. Endurgera leiksvæði í Víkurhverfi
  24. Nýr körfuboltavöllur í Foldahverfi við Foldaskóla
  25. Vatnskrana/vatnshana við fjölfarna vegi

Háaleiti og Bústaðir

  1. Fjölskyldusvæði í garðinum fyrir aftan Miðbæ
  2. Setja upp flokkunartunnur meðfram göngustígum
  3. Ævintýragarður
  4. Bæta tengingu gangandi og hjólandi úr Gerðunum í Skeifuna
  5. Hundagerði í Fossvogsdal
  6. Hjólaboga og hlaupahjólastæði við Víkingsheimilið Safamýri
  7. Systkinarólur og fleiri ungbarnarólur
  8. Hugleiðslurólur fyrir fullorðna/fullvaxna
  9. Stór rennibraut
  10. Meiri gróður í Fossvogsdalinn
  11. Hjólabogar við Múlaborg
  12. Ærslabelg í Grundargerðisgarð
  13. Söguskilti um sveitabæina sem stóðu í Safamýri
  14. Gosbrunn; bekkir og leiktæki
  15. Fleiri garðar
  16. Bekkir fyrir eldri borgara í Hvassaleitið
  17. Hjólabrettagarður við Háaleitisbraut
  18. Hjólabraut milli H og K landa
  19. Trjágróður við Háaleitisbraut milli Bústaðavegar og Austurvers
  20. Endurbæta fótboltavöll milli B og G landa
  21. Leiksvæði - útivistarsvæði
  22. Ærslabelgur við Stóra róló.
  23. Endurgera "skrýtna róló” milli B og G landa
  24. Grænt svæði við FÁ; Múlaborg og Háaleitishverfi
  25. Betrumbæta garðinn milli Hólmgarðs og Hæðargarðs

Hlíðar

  1. Endurbætur á leiksvæði á Klambratúni
  2. Padel vellir á Klambratún
  3. BMX/Hjólabrettagarð í Klambratún
  4. Gróðursetja fleiri tré við umferðargötur hverfisins
  5. Almenningssalerni á Klambratún
  6. Ærslabelgur á austanverðu Klambratúni
  7. Fegra hringtorgið við Hlíðaskóla
  8. Snyrtilegra í undirgöngum
  9. Hundagerði í Hlíðunum
  10. Körfuboltavöllur við Háteigsskóla
  11. Yfirbygging yfir útigrillið á Klambratúni.
  12. Endurnýja róluvöll í Beykihlíð
  13. Hreinsa upp Vatnshólinn og gera að kennileiti
  14. Matjurtagarð fyrir íbúa í Holtunum
  15. Minigolf á Klambratúni
  16. Ljósastaurar við fótboltavöllinn á Klambratúni
  17. Fleiri vatnsbrunnar
  18. Vandað hjólaskýli við Njálsgöturóló
  19. Vistlegri Skarphéðinsgata
  20. Hjólaskúr hjá Háteigsskóla
  21. Körfuboltavöll á Klambratún
  22. Ungbarnarólur á leikvelli við Grænuhlíð og Bogahlíð/Stigahlíð
  23. Endurbætur á Meðalholtsróló
  24. Laga göngustíg og leiksvæðið milli Stigahlíðar 87 og 94
  25. Barnavagna- og kerruskúr við Leikskólann Stakkaborg

Kjalarnes

  1. Heitavatnspottur
  2. Göngustígur meðfram sjónum
  3. Nýr körfuboltavöllur
  4. Klifurgrind
  5. GaGa völlur
  6. Róla með hreiðursdiski
  7. Fleiri leiktæki við Klébergsskóla
  8. Klifur aðstaða (klifursteinn)
  9. Rennibraut við stigann hjá skólanum
  10. Tré við útikennslustofu
  11. Nestishús við sjóinn
  12. Spírallaga heitur pottur
  13. Tjörn við grillsvæði
  14. Bætt aðgengi að Barnalundi
  15. Veggmynd
  16. Kollafjarðarrétt - fræðsluskilti
  17. Ártún
  18. Hlaupabraut fyrir frjálsar íþróttir
  19. Arnarhamarsrétt
  20. Fleiri tré
  21. Göngustígur upp að útialtarinu
  22. Gróðurhús hitað með vatninu úr sundlauginni
  23. Fleiri tré við þjóðveginn
  24. Blakvöllur

Laugardalur

  1. Alexöndru róló í Vogabyggð
  2. Alvöru pumptrack fyrir reiðhjól; hjólabretti og hlaupahjól
  3. Jólaland í Laugardalnum yfir hátíðarnar
  4. Útigrill á Aparóló
  5. Gera upp Sunnutorg
  6. Völundarhús
  7. Almenningsgarður á Sóltúnsreit
  8. Hjólaskýli (og kerruskýli) við leik- og grunnskóla
  9. Laugardalur (opinn garður)
  10. Rigningarróló á Aparóló við Rauðalæk
  11. Fleiri tæki í húsdýragarðinn
  12. Grænt hundasvæði við Laugardal
  13. Skíðabrekka í Laugardalinn
  14. Fegra opna svæðið við BUGL
  15. Hundagerði við Þróttheima
  16. Klifurveggur
  17. Endurnýja Drekaróló - leiktæki og grill aðstaða
  18. Stærri og betri skatepark
  19. Ungbarnaleikvöllur
  20. Dorgbryggju
  21. Norðurljósa og stjörnuskoðunarsvæði
  22. Hjólastæði
  23. Átthagafræðsla
  24. Betri róló við Laugarneskirkju
  25. Gervigras hjá Laugalækjarskóla

Miðborg

  1. Salernisaðstöðu í Hljómskálagarðinn
  2. Setja upp fleiri reiðhjólastæði í íbúðahverfum í miðborginni
  3. Tré og gróður við Sæbraut
  4. Gosbrunn aftur í Hallargarðinn
  5. Flottan kastala í Hljómskálagarð
  6. Útiklefar í Nauthólsvík
  7. Litríkan gróður í Miðborginni (e. colorful meadows in town)
  8. Saunahús - Sundhöll Reykjavíkur
  9. Stór veggklukka og hitamælir í Nauthólsvík
  10. Gosbrunn í Tjörnina
  11. Vatnshani fyrir fólk og dýr
  12. Betri Bjarnarstígsróló
  13. Ungbarnavænn og aðgengilegur Freyjugöturóló
  14. Betra hundasvæði í miðbænum
  15. Vistlegri Spítalastígur
  16. Gistiskýlið á horni Lindargötu og Frakkastígs
  17. Hvar er gaman að leika?
  18. Bekkir og blóm á Hlíðarenda
  19. Ærslabelg á Hlíðarenda eða við Öskjuhlíð (Nauthólsvík)
  20. Nýjar glergirðingar í Sundhöll Reykjavíkur
  21. Merkingar í undirgöngunum við Landspítala
  22. Almennar hjólageymslur
  23. Lítið hús á miðja tjörnina fyrir endurnar
  24. Uppfæra undirlag körfuboltavalla (Austurbæjarskóli)
  25. Lýsing og leiktæki á grænu svæði Grettisgötu 30

Vesturbær

  1. Infrarauðan saunaklefa í Vesturbæjarlaug.
  2. Grænt svæði/almenningsgarður (e. urban park) við hafið
  3. Jólaljós í Vesturbæjarlaug
  4. Mjúkt undirlag á steypuna í Vesturbæjarlaug
  5. Vesturbæjarlaug unga fólksins
  6. Vatnshanar á Ægisíðu
  7. Hjólastæði við Melaskóla
  8. Nýr kaldi pottur í Vesturbæjarlaug
  9. More trees and bushes in the city planning (í. meiri gróður, tré og runna)
  10. Padelvellir
  11. Hundasvæði í litla Skerjafirði
  12. Fjölnotaskýli við hafið – Norðurljós * Hugleiðsla * Nestisstopp
  13. Grillsvæði í Vesturbæ
  14. Körfuboltavöllur með góðu undirlagi
  15. Almannarými á Hólatorgi
  16. Grænni og vistlegri Meistaravellir
  17. Grillaðstaða hjá Landakotstúni
  18. Ærslabelgur
  19. Hverfis hjólageymslur
  20. Opin leiksvæði í Skerjafirði
  21. Nýtt gervigras á Stýró
  22. Fleiri stiga ofaní fjöru við Eiðisgranda
  23. Endurgera leikvöll við Víðimel
  24. Sögugarður Guðrúnar Helgadóttur
  25. Vistlegri Ránargata