Uppstilling kjörseðla

Uppstilling kjörseðla fyrir kosningar í Hverfið mitt er nú lokið. Eftir yfirferð hugmynda fyrir Hverfið mitt var komið að því að stilla upp hugmyndum á kjörseðil fyrir kosningarnar næsta haust. Einungis hugmyndir sem uppfylltu reglur og skilyrði verkefnisins áttu möguleika á að komast á kjörseðil síns hverfis. Hér fyrir neðan má sjá þær hugmyndir sem verða á kjörseðlum hverfanna í kosningunni næsta haust.

Uppstilling kjörseðla

Kjörseðlum fyrir Hverfið mitt er stillt upp með 25 hugmyndum í hverju hverfi Reykjavíkur, þar af 15 vinsælustu hugmyndirnar og svo 10 hugmyndir sem íbúaráð hvers hverfis valdi. Næst tekur við frumhönnun hugmyndanna en í því felst að skrifa verkefnalýsingu og verðmerkja hugmyndirnar til að gefa rétta mynd af verkefninu fyrir kosninguna sem fram fer dagana 14. - 28. september.

 

Teikning af manni með snjallsíma, spjaldtölvu og borðtölvu.

Kjörseðlar hverfanna