Hvað er hægt að gera?
Viltu stunda útivist, fara á markaðinn eða læra íslensku? Í Reykjavík er ýmislegt hægt að gera.
Fara í göngutúr
Læra íslensku
Borgarbókasafnið býður uppá ókeypis samverustundir fyrir þau sem vilja æfa sig að tala íslensku í vinalegu umhverfi.
Sækja menningarviðburði eða sýningar
Eiga gæðastund með barninu þínu
Fara í fjölskyldu- eða dýragarð
Dýra- og skemmtigarður staðsettur í Laugardalnum. Í garðinum eru haldin dýranámskeið fyrir börn og unglinga. Á sumrin eru tækin opin en allt árið í kring er dagskrá þar sem hægt er að sjá þegar dýrunum er gefið að borða eða stundum jafnvel hægt að skella sér á hestbak. Garðurinn er opinn alla daga.
Fara í sund
Það er fátt betra en útivera og hreyfing þegar kemur að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu - og svo er ekki margt sem jafnast á við það að flatmaga í heitum pott! Nánari upplýsingar um sundlaugar borgarinnar getur þú nálgast hér að neðan.
Rækta eigin garð
Matjurtagarðar fyrir sumarið 2022 verða opnaðir 1. maí. Íbúar í Reykjavík geta fengið matjurtagarð til afnota.