Græn borg

Framtíðarsýn Græna plansins í umhverfis- og loftlagsmálum.
Reykjavík er blómleg, skemmtileg og heilbrigð borg sem verður kolefnishlutlaus árið 2040.
Hér fyrir neðan getur þú séð helstu markmið í umhverfis- og loftlagsmálum í Reykjavík til 2030.
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum Áhersla á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- 5. Vistvænar samgöngur Fjárfesting í samgönguinnviðum verður á grænum og fjölbreyttum forsendum.
1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda
Markmið Reykjavíkurborgar er að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2040 og að aðlögun að loftlagsbreytingum verði með vistvænum og mannvænum hætti.

2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða
Markmið Reykjavíkurborgar um eflingu kolefnisbindingar og grænna svæða til 2030 fela í sér aukna ræktun, nýtingu sem og samtengingu milli grænna svæða.

3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga
Markmið Reykjavíkurborgar um aðlögun að áhrifum loftlagsbreytinga til 2030 felast bæði í að vinna gegn loftlagsbreytingum og í aðlögun að þeim.

4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum
Markmið Reykjavíkurborgar til að bæta aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum til 2030 felast í áherslu á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.

5. Vistvænar samgöngur
Markmið Reykjavíkurborgar í fjárfestingu í samgönguinnviðum til 2030 er að hún verði á grænum og fjölbreyttum forsendum.
