Fundur borgarráðs 19. janúar 2017

B O R G A R R Á Ð

Ár 2017, fimmtudaginn 19. janúar, var haldinn 5439. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon og Halldór Halldórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 8. desember 2016. R16010011

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 12. janúar 2017. R17010011

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 8. desember 2016. R16010014

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 6. janúar 2017. R17010027

5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. janúar 2017. R17010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R17010129

7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R17010041

8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. janúar 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið leyfi til lengri veitingatíma áfengis vegna American Bar, Austurstræti 8-10, aðfaranótt mánudagsins 6. febrúar, vegna úrslitaleiks amerísku fótboltadeildarinnar. R17010041
Samþykkt.

9. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, dags. í dag, ásamt fylgigögnum. R17010042
Öllum styrkumsóknum er hafnað.

- Kl. 9.15 tekur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sæti á fundinum.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna lagfæringa og endurnýjunar á boltagerðum á skólalóðum 2017. Framkvæmdir verða á 16 boltagerðum 2017 og er áætlaður kostnaður 50 m.kr. Greinargerð fylgir erindinu. R17010181
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Ástæða er til að fagna fyrirhuguðum framkvæmdum vegna lagfæringa og endurnýjunar á boltagerðum enda áttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins frumkvæði að flutningi tillagna um að skipta úrgangsdekkjakurli út af gervigrasvöllum Reykjavíkurborgar. Hins vegar er harmað að ekki sé fyrirhuguð nein nýframkvæmd á battavelli (upphitaður og upplýstur sparkvöllur með gervigrasi) í borginni í ár. Gengur því hægt að fylgja eftir þeirri stefnu sem mörkuð var undir stjórn Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma að battavellir yrðu lagðir við alla borgarrekna grunnskóla í Reykjavík. Enn á eftir að leggja battavelli við sjö grunnskóla: Grandaskóla, Hagaskóla, Húsaskóla, Hvassaleitisskóla, Laugalækjarskóla, Vesturbæjarskóla og Vogaskóla. Þá er einnig mikilvægt að huga að lagningu slíkra valla við sjálfstætt rekna grunnskóla.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. janúar 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili útboð vegna endurbóta og meiriháttar viðhaldsverkefna fasteigna árið 2017. Gert er ráð fyrir að 800 m.kr. verði varið til endurbóta og meiriháttar viðhaldsverkefna fasteigna á árinu 2017. Greinargerð fylgir erindinu. R17010180
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 9.31 taka Birgir Björn Sigurjónsson og Hallur Símonarson sæti á fundinum.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili útboð á malbikunarframkvæmdum 2017. Um er að ræða malbikun yfirlaga og endurnýjun með fræsingu og malbikun, um 32 km af götum. Kostnaðaráætlun er 1.210 m.kr. og við hefðbundnar malbiksviðgerðir 250 m.kr. Greinargerð fylgir erindinu. R17010177
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða úr framkvæmdir vegna endurbóta á stúku við gervigrasvöll í Laugardal. Kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna er 100 m.kr. Greinargerð fylgir erindinu. R16010235
Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. janúar 2017, þar sem óskað er eftir heimild til þess að bjóða út framkvæmdir vegna breytinga á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu/Kalkofnsvegar. Kostnaðaráætlun er 600 m.kr. og áætlað er að framkvæma fyrir um 400 m.kr. á árinu 2017. Greinargerð fylgir erindinu. R17010179
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins þar sem þeir geta ekki fellt sig við fyrirliggjandi hönnun gatnamóta Geirsgötu, Lækjargötu og Kalkofnsvegar. Best hefði verið að vinna að því að setja Geirsgötuna í stokk á umræddum stað í stað þess að hafa þessi gatnamót á yfirborði. Þannig skapast tækifæri til þess að móta torg og fleira þar sem göturnar liggja nú og þannig má auka umhverfisgæði og skapa fjölbreytilegan og eftirsóknarverðan miðborgarbrag. En þar sem niðurstaðan varð sú að hafa gatnamótin á yfirborði, hefði verið mun betra að hafa þau svokölluð Y-gatnamót í stað T-gatnamóta eins og meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna hefur nú samþykkt af mikilli skammsýni.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. janúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. janúar 2017 á breytingu á deiliskipulagi Gömlu hafnarinnar – Vesturbugtar. R16100183
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. janúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. janúar 2017 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur vegna lóðarinnar nr. 1 við Guðrúnartún. R17010170
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. janúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. janúar 2017 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfirisey) vegna lóðarinnar nr. 27 við Fiskislóð. R17010173
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. janúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. janúar 2017 um að auglýsa eftir umsóknum um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017. R17010174
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. janúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á svari skipulagsfulltrúa, dags. 12. janúar 2017, við athugasemdum skipulagsstofnunar við breytingar á deiliskipulagi Sogavegar 73-75 og 77. R16040128
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 16. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki drög að samningi Reykjavíkurborgar og Útlendingastofnunar um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Einnig eru lögð fram drög að samningnum. R17010168
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mikilvægt að samstarf ríkis og sveitarfélaga varðandi þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd nái til fleiri sveitarfélaga en Reykjavíkurborgar. Ríkið greiðir allan kostnað vegna þessarar þjónustu og hefur óskað eftir samstarfi við borgina vegna þessa óhjákvæmilega verkefnis. Þröng staða er í húsnæðismálum í Reykjavík og takmarkast geta borgarinnar við þá stöðu.

Borgarráðfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Ljóst er að í höfuðborginni eru miklu fleiri umsækjendur um alþjóðlega vernd heldur en samningar Reykjavíkurborgar við Útlendingastofnun gefa til kynna, jafnvel þó skv. fyrirliggjandi samningi eigi að þjónusta 200 aðila. Mikilvægt er að eftirliti þar til bærra aðila með umsækjendum sé sinnt af kostgæfni en til þess að svo sé þá er nauðsynlegt að samningar eins og þessi séu gerðir.  Enn liggur fyrir óafgreidd tillaga í borgarráði frá Framsókn og flugvallarvinum frá því í nóvember um að það eigi að liggja fyrir samantekt á hvernig fyrri samningur hefur gengið, sbr. 11. gr. fyrri og núverandi samnings. Slíkt liggur ekki fyrir. Ekki liggur fyrir hvernig Reykjavíkurborg ætlar að útvega húsnæði fyrir þann fjölda umsækjanda sem samningurinn tekur til og því óvarlegt að samþykkja samning þar sem ekki liggur fyrir hvernig eigi og hvernig hægt verði að efna. Því sitjum við hjá við samþykkt þessa samnings. Ljóst er að öll sveitarfélög verða að sinna verkefnum í tengslum við móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd þar sem ófyrirsjáanleg aukning umsækjanda er staðreynd.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata telja rétt og mikilvægt að Reykjavíkurborg axli ábyrgð á þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd í samstarfi við ríkið en hvetja jafnframt til þess að fleiri sveitarfélög taki þátt í samstarfi um hana. Eftir því sem fleiri sveitarfélög taka þátt í þessu verkefni, þeim mun hægara er um vik að veita öllum umsækjendum fullnægjandi þjónustu.

Anna Kristinsdóttir, Halldóra Gunnarsdóttir og Sigurður Páll Óskarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

21. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 16. janúar 2017, um skipan starfshóps um innleiðingu jafnréttis- og mannréttindasjónarmiða við innkaup og samningagerð ásamt drögum að erindisbréfi.

Anna Kristinsdóttir, Halldóra Gunnarsdóttir og Sigurður Páll Óskarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15060075

22. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 13. janúar 2017, þar sem óskað er staðfestingar borgarráðs á eftirfarandi samningum: Samstarfssamningar til eins árs við Nýlistasafnið, dags. 2. desember 2016, og Kling og Bang, dags. 22. nóvember 2016, samstarfssamningar til þriggja ára við Heimili kvikmyndanna vegna rekstrar Bíós Paradísar og fræðslu í kvikmyndalæsi, dags. 21. desember, 2016, Stockfish kvikmyndahátíð í Reykjavík, dags. 30. nóvember 2016, og Menningarfélagið Tjarnarbíó um rekstur Tjarnarbíós, dags. 21. desember 2016. Samstarfssamningar við Borgarhátíðir Reykjavíkur 2017-2019: Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, dags. 9. janúar 2017, Hinsegin daga í Reykjavík, dags. 9. janúar 2017, Hönnunarmars, dags. 9. janúar 2017, og Iceland Airwaves, dags. 9. janúar 2017. R17010183
Samþykkt.

Signý Pálsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 17. janúar 2017:

Lagt er til að borgarráð samþykki að gerður verði samningur við Bandalag íslenskra skáta (BÍS) vegna heimsmóts skáta (World Scout Moot) á Íslandi sem fram fer dagana 24. júlí til 2. ágúst 2017, sbr. hjálagt bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 9. janúar 2017. Reykjavíkurborg styrki mótið með 10 m.kr. fjárveitingu sem nýtist til greiðslu á Laugardalshöll og aðgang í sundlaugar og söfn en að gert verði ráð fyrir að greitt verði fyrir gistingu í skólahúsnæði skv. sérstökum samningi milli skóla- og frístundasviðs og BÍS. Kostnaður greiðist af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð. Skóla- og frístundasviði og íþrótta- og tómstundasviði verði falin gerð samnings við BÍS. R16050179
Samþykkt.

Helgi Grímsson og Ómar Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

24. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 9. janúar 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 17. nóvember 2016 um viðmið um hvernig færa á námsmat yfir í bókstafakerfið.

Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.  R16110102

25. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 16. janúar 2017, um breytingar á skipuriti sviðsins. Einnig er lagt fram minnisblað sviðsstjóra velferðarsviðs um breytingarnar, dags. 4. janúar 2017, og greinargerð, dags. 20. nóvember 2013. R17010175

26. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 13, janúar 2017, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 12. janúar 2017 á tillögu um breytingu á þjónustugjöldum í þjónustuíbúðum. R17010178
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

27. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 13. janúar 2017, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 12. janúar 2017 á tillögum starfshóps um úthlutun styrkja og þjónustusamninga velferðarráðs fyrir árið 2017. R17010182

28.  Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina vegna viljayfirlýsingar milli Reykjavíkurborgar og Heklu hf., sbr. 31 lið fundargerðar borgarráðs frá 12. janúar 2017 og 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. september 2016:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina telja rétt að haldinn verði opinn íbúafundur um skipulagsmálefni í Syðri-Mjódd sem fyrst, þ.m.t. hugmyndir meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna um ráðstöfun 24 þúsunda fermetra lóðar á svæðinu til ákveðins fyrirtækis án útboðs. Eftir sem áður er rétt að gefa hagsmunaaðilum á svæðinu kost á að skila formlegri umsögn um málið en tillaga Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina þar að lútandi hefur nú legið óafgreidd í borgarráði í þrjá og hálfan mánuð.

Lögð fram svohljóðandi breytingatillaga borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata:

Lagt er til að haldinn verði opinn fundur á vegum Reykjavíkurborgar um málefni Suður-Mjóddar þar sem fram mun fara kynning á skipulagsmálum svæðisins og ákvæði samninga við ÍR og Heklu að loknum aðalfundi ÍR. Jafnframt er lagt til að Íþróttafélagi Reykjavíkur, starfshóp Íþróttafélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar um svæði ÍR í Mjódd, íbúasamtökunum Betra Breiðholt, hverfisráði Breiðholts, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, hjúkrunarheimilið Skógarbæ, félagsstarfinu Árskógum 4, húsfélaginu Árskógum 6-8, Félagi eldri borgara í Reykjavík og Húsnæðissamvinnufélaginu Búseta verði boðið á fundinn ásamt öllum þeim sem áhuga kunna að hafa á málefninu. Öllum hagsmunaaðilum verður boðið að koma að umsögnum sínum og athugasemdum við lögbundna meðferð skipulagstillögunnar og verður þeim gert viðvart í þeim tilgangi að allir í nánustu grennd geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri. R16020062

Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla vinnubrögðum meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna við afgreiðslu á fyrirliggjandi tillögu um að tillaga meirihlutans um að ráðstafa 24 þúsund fermetra lóð í Suður-Mjódd til ákveðins fyrirtækis án útboðs, verði ekki tekin til afgreiðslu í borgarráði fyrr en Íþróttafélagi Reykjavíkur, Íbúasamtökum Breiðholts, hverfisráði Breiðholts og fleiri hagsmunaaðilum á svæðinu hefur verið gefinn kostur á að gefa umsögn um hana. Eðlismunur er á tillögu Sjálfstæðisflokksins um að gefa umræddum aðilum kost á því að skila slíkri umsögn um málið áður en umrædd viljayfirlýsing er samþykkt og tillögu meirihlutans um að halda opinn íbúafund um málið eftir að slík viljayfirlýsing hefur verið samþykkt. Hér er því um nýja tillögu að ræða hjá meirihlutanum en ekki breytingatillögu. Eftir sem áður telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins tilvalið að halda opinn íbúafund um málið áður en viljayfirlýsing verður tekin til endanlegrar afgreiðslu.

29. Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra, dags. 10. janúar 2017, varðandi norrænu höfuðborgarráðstefnuna í Helsinki í Finnlandi, dagana 16.-17. febrúar nk. R16050102

30. Fram fer umræða um kjör fulltrúa Reykjavíkurborgar í skólanefndum framhaldsskóla fyrir árin 2017-2020. R17010139
Frestað.

31. Lagt er til að Hermann Valsson taki sæti í stýrihóp um atvinnu- og virkniúrræði á vegum Reykjavíkurborgar í stað Lífar Magneudóttur. R16120085
Samþykkt.

32. Lagt er til að Hildur Knútsdóttir taki sæti í stýrihóp um aðlögun vegna loftslagsbreytinga í stað Lífar Magneudóttir. R15080093
Samþykkt.

33. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. janúar 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um leiguhúsnæði fyrir hælisleitendur frá 24. nóvember 2016. R16110140

34. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. janúar 2017, ásamt fylgiskjölum:

Lagt er til að borgarstjóri fái umboð til að undirrita meðfylgjandi samning milli ÍR og Reykjavíkurborgar fyrir hönd borgarinnar, en áður verði hann borinn upp til samþykktar á aðalfundi félagsins og kynntur á opnum íbúafundi í Breiðholti sem haldinn verði í samvinnu Reykjavíkurborgar, ÍR og hverfisráðs Breiðholts. Samningurinn felur í sér breytingu á fjárfestingaáætlun og verður viðauki vegna hans lagður fram til samþykktar í borgarráði og borgarstjórn þegar samningurinn hefur verið staðfestur. R16100021

Frestað.

35. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi viljayfirlýsingu á milli Reykjavíkurborgar og Heklu hf. vegna uppbyggingar á lóðum Heklu milli Brautarholts og Laugavegar og hins vegar á mögulegri lóð í Suður-Mjódd. Einnig er lagt fram minnisblað starfshóps um svæði ÍR í Suður-Mjódd, dags. 10 janúar 2017, og drög að samningi milli ÍR og Reykjavíkurborgar ásamt minnisblaði skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. janúar 2017, um gildandi samninga við ÍR og áætluð áhrif á fimm ára áætlun. R16020062
Frestað.

36. Lagt fram bréf borgarstjóra til samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, dags. 17. janúar 2017, um viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar. R16010041

Fundi slitið kl. 11.51

Sigurður Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson
Heiða Björg Hilmisdóttir Kjartan Magnússon
Líf Magneudóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

borgarrad_1901.pdf
Skrá
/sites/default/files/borgarrad_1901.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
48.53 KB
Skráarstærð
48.53 KB
hvr_kjalarness_0812.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_kjalarness_0812.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
69.09 KB
Skráarstærð
69.09 KB
hvr_kjalarness_1201.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_kjalarness_1201.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
63.7 KB
Skráarstærð
63.7 KB
hvr_vesturbaejar_0812.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_vesturbaejar_0812.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
61.61 KB
Skráarstærð
61.61 KB
straeto_0601.pdf
Skrá
/sites/default/files/straeto_0601.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
84.64 KB
Skráarstærð
84.64 KB
umhverfis_og_skipulagsrad_0119.pdf
Skrá
/sites/default/files/umhverfis_og_skipulagsrad_0119.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
114.93 KB
Skráarstærð
114.93 KB
embaettisafgreidslur.pdf
Skrá
/sites/default/files/embaettisafgreidslur_13.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
850.39 KB
Skráarstærð
850.39 KB
umsagnir.pdf
Skrá
/sites/default/files/umsagnir_4.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
18.28 KB
Skráarstærð
18.28 KB
umsogn_superbowl.pdf
Skrá
/sites/default/files/umsogn_superbowl.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
32.21 KB
Skráarstærð
32.21 KB
styrkumsoknir.pdf
Skrá
/sites/default/files/styrkumsoknir_1.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
153.2 KB
Skráarstærð
153.2 KB
usk_boltagerdi.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_boltagerdi.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.09 MB
Skráarstærð
2.09 MB
usk_vidhald_fasteigna.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_vidhald_fasteigna.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
6.46 MB
Skráarstærð
6.46 MB
usk_malbik.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_malbik.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
5.45 MB
Skráarstærð
5.45 MB
usk_laugardalsvollur.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_laugardalsvollur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2 MB
Skráarstærð
2 MB
usk_geirsgata.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_geirsgata.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
19.62 MB
Skráarstærð
19.62 MB
usk_gamla_hofnin.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_gamla_hofnin.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.06 MB
Skráarstærð
2.06 MB
usk_gudrunartun.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_gudrunartun.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.84 MB
Skráarstærð
1.84 MB
usk_fiskislod.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_fiskislod_0.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.52 MB
Skráarstærð
2.52 MB
usk_husverndunarsjodur.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_husverndunarsjodur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
269.56 KB
Skráarstærð
269.56 KB
sogavegur_73-75.pdf
Skrá
/sites/default/files/sogavegur_73-75.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
45.47 MB
Skráarstærð
45.47 MB
mar_samningur.pdf
Skrá
/sites/default/files/mar_samningur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
135.89 KB
Skráarstærð
135.89 KB
mar_erindisbref.pdf
Skrá
/sites/default/files/mar_erindisbref.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
58.93 KB
Skráarstærð
58.93 KB
mof_samstarfssamningar.pdf
Skrá
/sites/default/files/mof_samstarfssamningar.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
3.6 MB
Skráarstærð
3.6 MB
wsm.pdf
Skrá
/sites/default/files/wsm.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
138.72 KB
Skráarstærð
138.72 KB
sfs_svar.pdf
Skrá
/sites/default/files/sfs_svar.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
24.99 KB
Skráarstærð
24.99 KB
vel_skipurit.pdf
Skrá
/sites/default/files/vel_skipurit.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.3 MB
Skráarstærð
1.3 MB
vel_thjonustugjold.pdf
Skrá
/sites/default/files/vel_thjonustugjold.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
716.58 KB
Skráarstærð
716.58 KB
vel_styrkir.pdf
Skrá
/sites/default/files/vel_styrkir.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.09 MB
Skráarstærð
1.09 MB
tillaga_d.pdf
Skrá
/sites/default/files/tillaga_d.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
35.06 KB
Skráarstærð
35.06 KB
norraen_hofudborgarradstefna.pdf
Skrá
/sites/default/files/norraen_hofudborgarradstefna.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.1 MB
Skráarstærð
2.1 MB
sea_svar.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_svar.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
38.83 KB
Skráarstærð
38.83 KB
sea_ir.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_ir.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
146.2 KB
Skráarstærð
146.2 KB
sea_hekla.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_hekla_1.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
714.85 KB
Skráarstærð
714.85 KB