Fulltrúaráð Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Fallist var á samþykkt fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á aðalfundi samtakanna 4. nóvember 2011.

Markmið samtakanna er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum sveitarfélaganna, efla samstarf þeirra og stuðla að auknum samskiptum og samstarfi sveitarstjórnarmanna, sveitarstjórnarnefnda og starfsmanna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Stjórn SSH er skipuð framkvæmdastjórum Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kjósarhrepps, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Reykjavíkur og Seltjarnarness. Hver sveitarstjórn tilnefnir varamann úr röðum kjörinna sveitarstjórnarmanna. Formaður er kosinn sérstaklega til tveggja ára í senn og skipta aðildarsveitarfélögin með sér formennskunni. 

Í samþykktum SSH er kveðið á um að á fyrsta aðalfundi eftir sveitarstjórnarkosningar skuli skipað sérstakt fulltrúaráð samkvæmt tilnefningu aðildarsveitarfélaga. Fjöldi fulltrúa fer eftir stærð sveitarfélags. Eingöngu aðalmenn í sveitarstjórn eru kjörgengir í fulltrúaráðið.