Leitað eftir húsnæði fyrir almenningsmarkað

Almenningsmarkaður-myndskreyting

Reykjavíkurborg leitar eftir samstarfsaðilum vegna almenningsmarkaðar í Reykjavík.  

Hugmyndaleitin er þríþætt, en leitað er að eftirfarandi:

  • Fasteign sem gæti hýst almenningsmarkað í samræmi við greiningu sem m/studio_ vann fyrir borgina;
  • Rekstraraðila sem vill reka almenningsmarkað;
  • Aðilum sem vilja selja vörur eða halda viðburði á almenningsmarkaði.

Auglýsing er í birtingu á vef Reykjavíkurborgar og hafa áhugasamir frest til 12. júní að senda inn sínar hugmyndir.  Nánari upplýsingar má sjá í auglýsingu: Vilt þú hýsa og/eða reka almenningsmarkað?

Tilgangur með markaðskönnuninni er að kortleggja áhuga og skoðanir markaðsaðila á mögulegri hýsingu og/eða rekstri almenningsmarkaðar í Reykjavík en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver aðkoma Reykjavíkurborgar verður til framtíðar. Reykjavíkurborg mun taka saman lista yfir þá aðila sem svara könnuninni og nota gögnin til áframhaldandi þróunar og mögulegs útboðs síðar. 

Mikilvægur mannlífsvettvangur

Hilmar Hildar Magnúsar

Hilmar Hildar Magnúsar kynnti hugmyndir um almenningsmarkað á fundinum Athafnaborgin. 

„Almenningsmarkaðir í borgum eru mikilvægir fyrir viðskipti og félagsleg tengsl borgarbúa. Þeir eru meðal fárra staða þar sem fólk af mismunandi þjóðerni og félagslegum bakgrunni safnast saman, skiptist á vörum og á í samskiptum.“  Þetta er meðal þess sem kom fram í kynningu sem Hilmar Hildar Magnúsar flutti á kynningarfundinum Athafnaborgin, en þar var verkefnið kynnt sem mikilvægur innviður í borginni. 

Hilmar fór einnig yfir þær kröfur sem gerðar eru til almenningsmarkaðar.

Kröfur til almenningsmarkaðar

Kröfur eða viðmið byggja á greiningarvinnu m/studio_ og er hún aðgengileg í auglýsingu. Úr kynningu á Athafnaborgarfundi

Tengt efni