Eru orkuskipti í samgöngum nóg?

Umhverfi Skipulagsmál

""

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar heldur spennandi fund á Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 26. nóvember kl. 20 um hvað ferðamáti og ferðavenjur kosta í tíma, peningum og umhverfisáhrifum. Fundurinn er í röð funda undir heitinu Loftslagsmál - liggur okkur lífið á? Markmiðið er að færa umræðu um skipulags- og umhverfismál í vítt og breitt samhengi. Allir velkomnir. 

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar styður vakningu í loftslagsmálum og stendur fyrir fundum m.a. með öflugu fólki úr grasrótinni, fræðasamfélaginu og atvinnulífinu. Sviðið boðar til fundar ásamt Sigurborgu Ósk Haraldsdóttir, formanni skipulags- og samgönguráðs  og Líf Magneudóttur formanni umhverfis- og heilbrigðisráðs, og setur loftslagsmál frá ýmsum sjónarhornum í brennidepil. Fjórði fundur í þessari röð er þriðjudaginn 26. nóvember á Kjarvalsstöðum kl. 20.

Hvað getum við gert?

Efnið er  áhugavert fyrir borgarbúa, fagfólk og stjórnmálafólk en markmiðið er að vekja áhuga á völdu efni tengdu loftslagsmálum. Rætt er á mannamáli út frá völdum sjónarhornum um brýn efni. Á fundinum verður m.a. fjallað um:

  • Hvernig endurmeta megi ferðavenjur út frá umhverfisáhrifum.
  • Að í mati á losun gróðurhúsalofttegunda frá fólksbifreiðum á höfuðborgarsvæðinu árið 2030 kemur fram að nauðsynlegt er ráðast í metnaðarfullar aðgerðir. Rafbílavæðingu og aukin sparneytni bifreiða er langt frá því að vera nægjanleg til að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins og því er þörf á öðrum aðgerðum sem draga úr akstri til að ná settum markmiðum.
  • Hvernig er fólk að standa sig gagnvart losun CO2, hvernig er það mælt?
  • Fjallað verður um hvað ferðamáti og ferðavenjur kosta í tíma, peningum og umhverfisáhrifum.
  • Þá verða skoðaðar leiðir til að taka upplýsta ákvörðun og lausnir í þeim málum.

Skipulag fundar

Fundurinn stendur yfir frá 20-21.45 í kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum. Gunnar Hersveinn er fundarstjóri.

  • Upphafserindi: Brynhildur Davíðsdóttir, Hlynur Stefánsson  og Eyjólfur Ingi Ásgeirsson um mat á losun bifreiða á höfuðborgarsvæðinu árið 2030. 
  • Hópurinn sem sigraði Climathon Reykjavík 2019: Kristján Ingi Mikaelsson , Guolin Fang, Sóllija Bjarnadóttir og Kristjana Björk Barðal, fjalla um Hver eru umhverfisáhrifin af þínum ferðamáta? http://car.apis.is
  • Silja Yraola formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl ásamt Degi Bollasyni.
  • Líf Magneudóttir formaður umhverfis- og heilbriðisráðs.
  • Samtal fulltrúa aðila sem hafa komið fram um efnið.
  • Opnað fyrir umræður á kaffihúsinu

Markmiðið er að færa umræðu um skipulags- og umhverfismál í vítt og breitt samhengi. Leitað er eftir gagnrýnni og hressilegri umræðu þar sem ólík sjónarmið og reynsluheimar mætast á málefnalegum grunni. Fundirnir hafa verið mjög vel sóttir, bæði af fagfólki og áhugafólki um skipulag og umhverfi borgarinnar og síðan eftir því hvert umræðuefnið er.

Upplýsingar - tenglar

Viðburður á facebook

Frétt um fyrsta fund

Loftslagsmál - liggur okkur lífið á?

Er náttúran svarið? Fundur í febrúar

Frétt um þriðja fund: Eru peningarnir þínir loftslagsmál 

Upptaka af fundi í mars

Upptaka af þriðja fundi

Reykjavíkurborg loftslagsmál - heimasíða