LOFTSLAGSMÁL – er náttúran svarið?

Umhverfi

""

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar styður vakningu í loftslagsmálum og stendur fyrir fundaröðinni Liggur okkur lífið á? Næsti fundur er þriðjudaginn 23. apríl kl. 20 á Kjarvalsstöðum. 

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir þessari fundaröð ásamt Líf Magneudóttur formanni umhverfis- og heilbrigðisráðs og Sigurborgu Ósk Haraldsdóttir, formanni skipulags- og samgönguráðs, þar sem loftslagsmál verða skoðuð og rædd út frá ýmsum sjónarhornum. Fyrsti fundurinn var 12. mars 2019 og var góður rómur var gerður að honum. Spyrja má til dæmis: Hvaða áhrif getur borgarskipulag haft á loftslagsmál?

Hvað getum við gert?

Á þessum öðrum fundi munum við glíma við spurningar eins og: Hver eru tengsla náttúrverndar og loftslagsmála? Hvað eru náttúrulausnir og af hverju skipta þær máli í loftslagsumræðunni? Hvernig geta borgir verið náttúruvænni? Hvernig nýtast aðgerðir í loftslagsmálum verndun líffræðilegrar fjölbreytni?Hver eru áform Reykjavíkurborgar hvað ofanvatnslausnir varðar, vistvænt byggðaskipulag, græna netið og kolefnisbindingu. Ber okkur skylda til að vernda lífríki jarðar? Skiptir það einungis máli vegna velferðar mannkyns? Hverjir eru hagsmunir náttúrunnar?

Íris Þórarinsdóttir verkfræðingur og Snorri Sigurðsson líffræðingur flytja öflug erindi með glærum á fundinum og Gísli Rafn Guðmundsson borgarhönnuður og Líf Magneudóttir, formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs munu bregðast við og taka þátt í umræðum ásamt öðrum gestum.

Öll velkomin og heitt á könnunni

Tenglar

Frétt um fundinn 12. mars:

Streymi af fundinum

Facebook viðburður

Auglýsing um fundinn