Liggur okkur lífið á?

""

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar styður vakningu í loftslagsmálum og stendur fyrir fundum um málin m.a. með öflugu fólki úr grasrótinni. Fyrsti fundur er í kvöld 12. mars 2019 á Kjarvalsstöðum klukkan 20 og nefnist: Loftslagsmál - liggur okkur lífið á?

Loftslagsmál verða skoðuð og rædd út frá ýmsum sjónarhornum. Hvað getum við gert? Hvaða áhrif getur borgarskipulag haft á loftslagsmál? Hvernig tengist skipulag og hönnun heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem eru besta áætlun í heimi til að takast á við loftslagsbreytingar? Hlustum á fagfólk og grasrótina og byggjum á staðreyndum. Á fyrsta fundi mun Pétur Halldórsson hjá Ungum umhverfissinnum vera með öfluga kynningu og vekja umræðu. Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir hjá Grænni byggð, Halldór Þorgeirsson hjá Loftslagsráði og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs munu bæta við, bregðast við og taka þátt í umræðum sem fram fara á eftir. Verið öll velkomin, kaffi á könnunni. #sjálfbærborg

Viðburður á facebook