Austurheiðar útivistarsvæði annar áfangi
Skýringarmyndir
Hvað verður gert?
Austurheiðar ná yfri Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði, alls um 930 ha svæði, og innan svæðisins eru Rauðavatn, Reynisvatn og Langavatn að hluta. Uppbygging svæðisins er þáttur stefnu borgarinnar í að gera svæðið að aðgengilegu útivistarsvæði og efla lýðheilsu.
Í öðrum áfanga verður gert leik- og dvalarsvæði í skógarstíl í nálægð við Rauðavatn með tilheyrandi bekkjum/borðum, leiktækjum og grillaðstöðu. Gerður verður aðgengilegur stígur frá bílastæðinu og að nýja dvalarsvæðinu og út frá því eru fjölbreyttar stígatengingar. Svæðinu er ætlað að auðvelda aðgengi að Rauðavatni og upplifa fjölbreytt lífríki ekki síst fuglalífið við vatnið. Yfir vetrartímann nýtist þessi aðstaða líka vel fyrir skautafólk.
Hvað kostar þetta?
Áætlaður heildarkostnaður þessa áfanga er 55 milljónir.
Hvernig gengur?
14. mars 2023
Verkið er í undirbúningi hjá verktaka
Hver koma að verkinu?
Verkkaupi
Verkefnisstjóri hönnunar og áætlanagerðar
Verktaki
Hönnun
Eftirlit
vsr.is