Fjallkonan 2010
Fjallkona árið 2010 var Unnur Ösp Stefánsdóttir en ávarp fjallkonunnar var eftir Jóhann Hjálmarsson.
Ávarp fjallkonu
Hvaða eyjar hafa sigrað mig?
Hvaða sker glapið mér sýn?
Eyjarnar eru allt í kringum mig
og sker á bakborða og stjórnborða.
Fuglar eiga sér hreiður
á hverjum bletti, í holum og á milli nakinna steina.
Sjaldgæfur fugl býr í hamri
með vænghaf sem skyggir á jörðina.
Hvaða eyjar?
Hvaða sker?
Þessi lönd
Í miðju hafinu
brosa eða glotta við okkur.
Við siglum óttalaus.
Alveg rétt hjá boðum og björgum.
Eyjarnar breiða úr sér
með skærum sumarlitum,
vilja taka okkur að sér,
fóstra okkur í ríki sínu
Okkar er að velja.
Öldugfjálfrið og kurr fuglanna
seiða okkur, söngur forn og nýr.