Félagasamtök

Teikning af fjórum manneskjum sem halda á og horfa í gegnum ramma.

Félagasamtök snerta með einum eða öðrum hætti líf flestra í landinu –annað hvort í gegnum beina þátttöku eða með því að njóta góðs af starfi þeirra. Félagasamtök hafa tekið tekið að sér mikilvæg hlutverk í þjónustu við almenning og sérstaklega ákveðna þjóðfélagshópa.

Hvað eru félagasamtök?

Félagasamtök er hópur fólks (tveir eða fleiri) sem vinnur að sameiginlegum markmiðum og starfar án þess að vera með hagnað að markmiði. Félagasamtök starfa líka án afskipta stjórnvalda. Lög um frjálsa félagsaðild á Íslandi gerir öllum kleift að stofna félög. Lögin segja líka til um að öllum á Íslandi er frjálst að ganga í og úr þeim félögum sem þeir kjósa.  

Hvernig stofna ég félagasamtök?

Fyrsta skref við stofnun félags er að halda stofnfund og þeir sem sækja fundinn teljast stofnendur félagsins. Á stofnfundi skulu stofnendur kjósa stjórn sem starfar í umboði félagsmanna og vinnur fyrir hagsmunum þeirra. Í öllum stjórnum þarf að velja prókúruhafa sem fer með fjárhagslegt vald félagsins, hefur lögaðgang að bankareikningi þess og hefur heimild til að skuldbinda félagið fjárhagslega. Á stofnfundi skal leggja fram tillögu að lögum félagsins sem meirihluti fundargesta þarf að samþykkja. Lögin eru kölluð samþykktir sem nýkjörin stjórn skal skrifa undir og skila samþykktunum inn með umsókn félagsins hjá fyrirtækjaskrá. 

Dæmi um samþykktir hjá skattinum: Sýnishorn af samþykktum fyrir félagasamtök

Til að skrá félagið þarf að fylla út: Umsókn um skráningu félagasamtaka

Tengt efni

Styrkir

Þú getur sótt um styrk fyrir þín félagasamtök. Reykjavíkurborg veitir almenna styrki til félagasamtaka til starfsemi og þjónustu sem ýtir undir farsæla þróun borgarsamfélagsins, jafnræði á milli borgarbúa og fjölbreytilegs mannlífs.

Lestu meira um styrki

Reglur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs um styrki 

Viltu vita meira?

Þú getur haft samband við mannrettindi@reykjavik.is fyrir meiri upplýsingar um stofnun félagasamtaka.