Stöðvunarbrotagjöld

Stöðvunarbrotagjöld eru tvenns konar. Annars vegar aukastöðugjöld sem lögð eru á bifreiðar þar sem ekki hefur verið greitt fyrir afnot bílastæðis á gjaldskyldu svæði eða greitt hefur verið fyrir of skamman tíma. Hins vegar eru stöðubrotsgjöld sem lögð eru á ökutæki vegna ólöglegra lagninga

Beiðni um endurupptöku á stöðvunarbrotagjaldi

Ef þú fékkst stöðvunarbrotagjald sem þú telur þig ekki hafa átt að fá getur þú sent inn beiðni og óskað eftir endurupptöku á gjaldinu.

Aukastöðugjald

Aukastöðugjald er 4.500 krónur. Þetta er það sem oft er kallað stöðumælasekt. Ef gjaldið er greitt innan þriggja virkra daga frá álagningu er gefinn staðgreiðsluafsláttur – 1.100 krónur.

Ef gjaldið er ógreitt 14 dögum eftir álagningu hækkar það úr 4.500 krónum í 6.750 krónur. Gjöld sem enn eru ógreidd 28 dögum eftir álagningu hækka í 9.000 krónur.

Stöðubrotsgjald

Stöðubrotsgjald er 10.000 krónur. Þetta gjald er lagt á bíl þegar stöðvað eða lagt er undir bannmerki, á gangstétt, göngugötu, of nærri gangbraut eða við aðrar aðstæður þar sem ekki má leggja. Ef gjaldið er greitt innan þriggja virkra daga frá álagningu er gefinn staðgreiðsluafsláttur – 1.100 krónur.

Ef gjaldið er ógreitt 14 dögum eftir álagningu hækkar það í 15.000 krónur. Gjöld sem enn eru ógreidd 28 dögum eftir álagningu hækka í 20.000 krónur.

Stöðubrotsgjald – bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk

Stöðubrotsgjald að upphæð 20.000 krónur er lagt á bifreið þegar stöðvað eða lagt er í bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk án þess að gildu stæðiskorti sé framvísað.

Með staðgreiðsluafslætti, þ.e. ef greitt er innan þriggja virkra daga frá álagningu, er gjaldið 18.900 krónur. Sé gjaldið ógreitt 14 dögum eftir álagningu hækkar það í 30.000 krónur. Sé það enn ógreitt eftir 28 daga hækkar það í 40.000 krónur.