Ártúnsskóli

Grunnskóli,  1.-7. bekkur

Árkvörn 6
110 Reykjavík

Framhlið Ártúnsskóla

Er barnið þitt að byrja í grunnskóla?

Á þessari síðu færðu gagnlegar upplýsingar um skólabyrjun. Eins og til dæmis hvað börnin þurfa að taka með sér í skólann og hvort börnin fái mat á skólatíma.

Skóladagatal Ártúnsskóla

Hér finnur þú skóladagatal Ártúnsskóla. Í skóladagatali er eru skipulagsdagar skráðir ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir foreldra og forráðamenn.

Matur í grunnskólum

Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.

 

Foreldrar/forsjáraðilar skrá mataráskrift í kerfi Skólamatar og velja þá vikudaga sem börn þeirra vilja borða. Vikudagar sem nemendur velja skulu alltaf vera þeir sömu t.d. allir þriðjudagar og/eða allir fimmtudagar o.s.frv. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Skólamatar.

Um Ártúnsskóla

Ártúnsskóli er samrekinn leikskóli, grunnskóli og frístundaheimili. Í grunnskólanum er 1.-7. bekkur, 8.-10. bekkur er í Árbæjarskóla. Nemendur eru u.þ.b. 255. Í grunnskólanum um 190 nemendur og í leikskólanum um 65 nemendur ár hvert.

Einkunnarorð skólans eru: árangur, virðing og vellíðan. Einkunnarorðin endurspegla áherslur skólastarfsins. Stefnt er að framúrskarandi árangri, virðing borin fyrir fólki og umhverfi og fjölbreytileikanum fagnað.

Skólastjóri er Ellen Gísladóttir

Aðstoðarskólastjóri er Guðrún Bára Gunnarsdóttir 

Aðstoðarskólastjóri leikskóladeildar er Hanna Sóley Helgadóttir

Deildarstjóri stoðþjónustu er Ásta María Þorkelsdóttir

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Ártúnsskóla er: Ásta María Þorkelsdóttir

 

Skólastarfsemi

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Ártúnsskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira. 

Skólaráð

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.

 

Frá sameiningu grunnskólans Ártúnsskóla og leikskólans Kvarnaborgar árið 2012 hefur verið starfrækt eitt sameiginlegt foreldrafélag við skólann. 

Stjórn foreldrafélags Ártúnsskóla

Stefán Orri Stefánsson - formaður,

Harpa Sjöfn Lárusdóttir

Sonja Rúdolfsdóttir Jónsson

Arnór Ásgeirsson

Lilly Aletta Jóhannsdóttir 

 

Hlutverk foreldrafélagsins er m.a. eftirfarandi: 

  • Að styðja við skólastarfið
  • Stuðla að velferð nemenda skólans
  • Efla tengsl heimilis og skóla
  • Hvetja til virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi
  • Hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu 

 

Umsókn um leyfi fyrir nemendur

Þarft þú að sækja um leyfi fyrir nemanda í Ártúnsskóla? Hér getur þú sótt umsóknareyðublað til þess.

Skólahverfi Ártúnsskóla

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Ártúnsskóli er hverfisskóli fyrir íbúa við eftirtaldar götur: Álakvísl, Árkvörn, Birtingakvísl, Bleikjukvísl, Bröndukvísl, Fiskakvísl, Laxakvísl, Rafstöðvarvegi, Reyðarkvísl, Seiðakvísl, Silungakvísl, Sílakvísl, Stangarhyl og Urriðakvísl.

Fela af listanum 'Staðir'
Off