AMIGOS

AMIGOS er stytting á "Active Mobility Innovations for Green and safe city sOlutionS" og er verkefnið að fullu kostað af CINEA stofnun ESB. AMIGOS var hrint af stað í júní 2023 og er 4 ára samstarfsverkefni 28 aðila (háskóla, stofnana, fyrirtækja) í 16 löndum Evrópu og víðar.

 

Nýsköpunarverkefni um öryggi og upplifun

AMIGOS er nýsköpunarverkefni um öryggi og upplifun. AMIGOS snýr að helstu áskorunum í samgöngum innan borga og hvernig má útfæra nálganir á öruggum, ódýrum og sjálfbærum lausnum sem skilja engan útundan (t.d. aldraða, fatlaða og ungmenni). Verkefnið mun draga saman nýstárlegar tæknilausnir og stefnumótun í samgöngumálum sem hvetja til virkra ferðamáta, minnka bílaumferð og stilla saman skörun ólíkra ferðamáta á sanngjarnan og öruggan máta.

Umbreytingar við Hlemm og nágrenni á næstu árum verða helsta viðfangsefnið í framlagi Reykjavíkur til verkefnisins.

Af hverju?

Þátttaka í AMIGOS hefur ótal kosti. Meginmarkmið og framkvæmd AMIGOS mun styðja við aðgerðaráætlanir Græna Plansins um kolefnishlutleysi, grænar samgöngur, 15-mínútna hverfi og áherslur á lýðheilsu, samfélag án aðgreiningar, lýðræðislega þátttöku, stafræna vegferð og notendamiðaða þjónustu.  

Vistvæn og kolefnishlutlaus samfélög hafa marga kosti:

  • Betrumbæta umferðaröryggi og lífsgæði fólks
  • Koma umhverfinu til góða
  • Veita innspýtingu í efnahaginn
  • Draga úr orkuneyslu og kostnaði
  • Vistvænar samgöngur og stutt í verslun og þjónustu
  • Efla seiglu gagnvart áhrifum loftlagsbreytinga
  • Geta þjónað sem fyrirmyndir annarra borga Evrópu - og á heimsvísu

Hlemmur

AMIGOS verkefnið notar Hlemminn sem svokallað umferðaröryggissvæði (e. Safety Improvement Area) en talsverðar breytingar eiga sér nú stað á Hlemmi með tilliti til hágæða almenningssamgangna og umferðaröryggis.

 

Umferð gangandi verður gert hátt undir höfði, megin göngustefnur gerðar greiðar og í forgangi þar sem þær þvera akstur. Torgið og byggingar eru hannaðar með aðgengi allra í huga.

 

Á Hlemmi verða meðal annars hágæða biðstöðvar almenningssamgangna, upphituð biðskýli með nútímatæknilausnum og þægindum sem bjóða notandann velkominn.

Hlemmur framtíðar

Hvernig?

Aðkoma AMIGOS verkefnisins snýr t.d., að frumgreiningu og útfærslu á þátttöku hagaðila, og aðferðafræði samsköpunar um heildstæð borgarlíkön. Fram fer markviss söfnun tölulegra gagna (mobility data – historical, mobile, observational) og gagnaúrvinnslu (big data platform, digital twinning and modelling), ásamt listtengdri samsköpun með hagaðilum (gaming) með að markmiði að byggja upp svokallað “Urban Mobility Toolbox” sem gæti þjónað í framtíðinni pólitískri stefnumótun og aðgerðaáætlunum í borgarsamgöngum.

Einnig verða gerðar eigindlegar kannanir og greiningar. Þá verður innleiðing lausna undirbúin ásamt prófunum og mælingum á beintengdum árangursþáttum svo sem mati á umhverfis-, öryggis-, efnahagslegum, félagslegum og heilsufarslegum áhrifum. AMIGOS tekur einnig á miðlun lausna, samskiptum og skoðun á samlegðaráhrifum í samstarfi við skyld verkefni.

Alþjóðleg nýsköpun og rannsóknarsamstarf

Reykjavíkurborg hefur í nokkur ár unnið skipulega að aukinni þátttöku í alþjóðlegum nýsköpunar- og þróunarverkefnum, með aðkomu Horizon 2020 og nú Horizon Europe. Með þessari þátttöku er verið að efla þekkingu borgarinnar á framsæknum hugmyndum og lausnum.

Meðal stórra samstarfsverkefna sem borgin hefur tekið þátt í á síðustu árum má nefna PaCE, SPARCS og IMPULSE. Utanumhald og framkvæmd þessa verkefna er í höndum Athafnaborgarinnar á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, en framkvæmd verkefnanna er með aðkomu ólíkra fagsviða.

Frekari upplýsingar

AMIGOS er á verksamningi við CINEA stofnun ESB undir Horizon Europe rannsóknaráætluninni – Framework Programme for Research and Innovation (2021-2027). Samningsnr. 101104268.

Umsjón með verkefninu í Reykjavík er hjá atvinnu- og borgarþróunarteyminu á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

Tengiliður hjá Reykjavíkurborg:

Dr. Kristrún Th. Gunnarsdóttir

Sími/tel: +354 784 9672

netfang: kristrun.gunnarsdottir@reykjavik.is  

Nánari upplýsingar: Minnisblað til forsætisnefndar um AMIGOS