SPARCS

SPARCS er stytting á Sustainable energy-Positive and zero-cARbon CommunitieS og er verkefnið styrkt af Evrópusambandinu. SPARCS er samstarfsverkefni þrjátíu aðila sem aðstoða evrópskar borgir til að verða sjálfbær, vistvæn og kolefnishlutlaus samfélög.

Reykjavík tekur þátt í verkefninu.

SPARCS Logo

Af hverju?

Sjálfbær, vistvæn og kolefnishlutlaus samfélög hafa marga kosti:

- Betrumbæta lífsgæði fólks

- Koma umhverfinu til góða

- Veita innspýtingu í efnahaginn

- Draga úr orkuneyslu og kostnaði

- Vistvænar samgöngur og stutt í verslun og þjónustu

- Efla seiglu gagnvart áhrifum loftlagsbreytinga

- Geta þjónað sem fyrirmyndir annarra borga Evrópu - og á heimsvísu

SPARCS infogram

Borgirnar

Nokkrar borgir taka þátt í verkefninu ýmist sem kyndilborgir (e. Lighthouse City) eða samstarfsborgir (Fellow city),  Innan þeirra fyrrnefndu   eru gerðar umfangsmiklar prófanir á nýrri tækni tengd orkuskiptum og bættri orkunýtingu í þéttbýli.  Innan þeirra síðarnefnu er unnið áfram með aðferðir sem prófaðar hafa verið innan Kyndilborganna til að aðlaga þær nýjum borgum og aðstæðum.

Espoo (FI) og Leipzig (DE) eru kyndilborgir verkefnisins en samstarfsborgirnar eru Kifissia (GR), Kladno (CZ), Lviv (UA), Maia (PT) og Reykjavik (IS).

SPARCS aðstoðar Espoo í Finnlandi til að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 og Leipzig í Þýskalandi við minnkun á losun koltvísýrings að 2,5 tonnum fyrir 2050.

Hvernig?

SPARCS aðstoðar við að umbreyta evrópskum borgum í sjálfbær, vistvæn og kolefnishlutlaus samfélög með því að:

  • Innleiða snjallorkulausnir og -kerfi
  • Skapa vistkerfi sem hagræða stýringu dreifikerfa og hámarka nýtni við orkugeymslu
  • Bæta og hvetja til vistvænna samgangna svo draga megi enn frekar úr koltvísýringslosun
  • Styrka samtal og samvinnu á milli íbúa, rannsakenda, skipulagsfræðinga, borgarstjórnenda og fyrirtækja um sjálfbærni í þéttbýli

Frekari upplýsingar

Þetta verkefni hefur hlotið styrki frá Horizon 2020, rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, samkvæmt styrksamningi nr. 864242

Umsjón með verkefninu í Reykjavík er hjá atvinnu- og borgarþróunarteymi á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara:

 

Tengiliður hjá Reykjavíkurborg:

Sylva Lam, verkefnastjóri í loftslagsmálum

Project Manager of Climate Issues, Project Leader of SPARCS

Sími / Tel.: (354) 7608815

netfang: sylva.lam@reykjavik.is