AMIGOS

Teikning af fólki hjóla og á hlaupahjóli. Strætó í bakgrunn.

AMIGOS er stytting á "Active Mobility Innovations for Green and safe city sOlutionS" og er verkefnið að fullu kostað af CINEA stofnun ESB. AMIGOS var hrint af stað í júní 2023 og er 4 ára samstarfsverkefni 28 aðila (háskóla, stofnana, fyrirtækja) í 16 löndum Evrópu og víðar.

Í Reykjavík er horft til samgönguumbóta á byggingarsvæðinu við Hlemm ásamt því að finna lausnir sem auðvelda eða hvetja íbúa til að ferðast með vistvænum samgöngumátum. 

Nýsköpunarverkefni um öryggi og upplifun

AMIGOS er alþjóðlegt nýsköpunarverkefni um vistvænar samgöngur, öryggi og aðgengi. AMIGOS í Reykjavík skiptist í tvo hluta: Hlemm og hegðun. 

Í verkefninu á Hlemmi verður leitast við að bæta upplifun vegfarenda á að ferðast meðfram byggingarsvæðum í borginni, m.t.t. aðgengis og öryggis. 

Í verkefninu Hegðun verður leitast við að hvetja borgara til að nýta sér græna ferðamáta með inngripi sem verður hannað af meistaranemum í félagssálfræði. 

Af hverju?

Þátttaka í AMIGOS hefur ótal kosti. Meginmarkmið og framkvæmd AMIGOS mun styðja við aðgerðaráætlanir Græna Plansins um kolefnishlutleysi, grænar samgöngur, 15-mínútna hverfi og áherslur á lýðheilsu, samfélag án aðgreiningar, lýðræðislega þátttöku, stafræna vegferð og notendamiðaða þjónustu.  

Vistvæn og kolefnishlutlaus samfélög hafa marga kosti:

  • Betrumbæta umferðaröryggi og lífsgæði fólks
  • Koma umhverfinu til góða
  • Veita innspýtingu í efnahaginn
  • Draga úr orkuneyslu og kostnaði
  • Vistvænar samgöngur og stutt í verslun og þjónustu
  • Efla seiglu gagnvart áhrifum loftlagsbreytinga
  • Geta þjónað sem fyrirmyndir annarra borga Evrópu - og á heimsvísu

Hlemmur

AMIGOS verkefnið notar byggingarsvæðið á Hlemmi sem svokallað umferðaröryggissvæði (e. Safety Improvement Area). 
 

Vinnustofa sem haldin var í Október 2024 leiddi í ljós að vegfarendur finna til óöryggis þegar þeir ferðast meðfram byggingarsvæðinu, aðgengi er ekki nægilegt og fólki þykir óskýrt hvaða leiðir séu öruggastar og bestar til að komast framhjá svæðinu.
 

Verkefnið felst því í að finna lausn á þeim áskorunum sem upp komu á vinnustofunni til að bæta aðgengi, öryggi og upplifun vegfarenda sem leið eiga fram hjá byggingarsvæðinu á Hlemmi, sem og öðrum byggingarsvæðum í borginni. 
 

Reykjavíkurborg vinnur í samstarfi við LHÍ, en í námskeiði á meistarastigi í arkitektúr hönnuðu nemendur leiðir til að bæta áskoranir sem upp komu á fyrrnefndri vinnustofu. 
 

Stefnt verður að því að raungera hönnun nemendanna haustið 2025. Áhrif hannanarinnar verða mæld og í kjölfarið metið hvort hönnunin gæti bætt upplifun á öðrum byggingarsvæðum í borginni. 

Hlemmur framtíðar

Hvernig?

Aðkoma AMIGOS verkefnisins snýr t.d., að frumgreiningu og útfærslu á þátttöku hagaðila, og aðferðafræði samsköpunar um heildstæð borgarlíkön. Fram fer markviss söfnun tölulegra gagna (mobility data – historical, mobile, observational) og gagnaúrvinnslu (big data platform, digital twinning and modelling), ásamt listtengdri samsköpun með hagaðilum með að markmiði að byggja upp svokallað “Urban Mobility Toolbox” sem gæti þjónað í framtíðinni pólitískri stefnumótun og aðgerðaáætlunum í borgarsamgöngum.

Einnig verða gerðar eigindlegar kannanir og greiningar. Þá verður innleiðing lausna undirbúin ásamt prófunum og mælingum á beintengdum árangursþáttum svo sem mati á umhverfis-, öryggis-, efnahagslegum, félagslegum og heilsufarslegum áhrifum. AMIGOS tekur einnig á miðlun lausna, samskiptum og skoðun á samlegðaráhrifum í samstarfi við skyld verkefni.

Alþjóðleg nýsköpun og rannsóknarsamstarf

Reykjavíkurborg hefur í nokkur ár unnið skipulega að aukinni þátttöku í alþjóðlegum nýsköpunar- og þróunarverkefnum, með aðkomu Horizon 2020 og nú Horizon Europe. Með þessari þátttöku er verið að efla þekkingu borgarinnar á framsæknum hugmyndum og lausnum.

Meðal stórra samstarfsverkefna sem borgin hefur tekið þátt í á síðustu árum má nefna PaCE, SPARCS og IMPULSE. Utanumhald og framkvæmd þessa verkefna er í höndum Athafnaborgarinnar á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, en framkvæmd verkefnanna er með aðkomu ólíkra fagsviða.

Tengiliður

Umsjón með verkefninu í Reykjavík er hjá atvinnu- og borgarþróunarteyminu á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.
 

Alþjóðleg rannsókna- og nýsköpunarverkefni:

Netfang teymis: aron@reykjavik.is 
 

Tengiliður AMIGOS hjá Reykjavíkurborg:

Hannah Rós Sigurðardóttir Tobin

Sími/tel: +354 - 411 1111

netfang: hannah.ros.sigurdardottir.tobin@reykjavik.is   

 

AMIGOS er á verksamningi við CINEA stofnun ESB undir Horizon Europe rannsóknaráætluninni – Framework Programme for Research and Innovation (2021-2027). Samningsnúmer: 101104268.