Aðgengisviðurkenning Reykjavíkurborgar

Aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar er ætlað að gera aðgengismálum hærra undir höfði og varpa ljósi á það sem vel er gert í málaflokknum.
Viðurkenningin er veitt þeim einstaklingum, hópum, félagasamtökum, fyrirtækjum eða stofnunum sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um gott aðgengi með fjölbreyttum hætti.
Tilnefningar
Óskað er eftir tilnefningum til aðgengisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2025. Tilnefna má einstaklinga, hópa, félagasamtök eða stofnanir sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um aðgengi hvort heldur sem hvatt til og stuðlað að bættu aðgengi að byggingum, borgarlandi, upplýsingum og þjónustu.
Tilnefningar berist á adgengi@reykjavik.is
Áður hafa hlotið aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar
Inga Björk Margrétar-Bjarnadóttir 2022
Samtök hernaðarandstæðinga og Friðarhús SHA ehf 2020
Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir og Berglind Hallgrímsdóttir 2019