Aðgengisviðurkenning Reykjavíkurborgar

Sabine Leskopf formaður mannréttindaráðs, Katarzyna Beata Kubis og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri.
Sabine Leskopf, Katarzyna Beata Kubis og Heiða Björg Hilmisdóttir

Katarzyna Beata Kubis hlýtur Aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2025.

Heiða Björg Hilmisdóttir afhenti Katarzynu Beata Kubis Aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar í Höfða í dag. Viðurkenningunni er ætlað að gera aðgengismálum hærra undir höfði og varpa ljósi á það sem vel er gert í málaflokknum. 

Verðlaunin hlauta Katarzyna fyrir upplýsingatorg sem ætlað er forráðafólki og aðstandendum fatlaðra barna. Upplýsingatorgið miðlar upplýsingum um þjónustu á einum stað þar sem efnið er aðgengilegt á íslensku og ensku. 

Gott aðgengi, í víðum skilningi þess hugtaks, er mikilvægt mannréttindamál og undirstaða þess er að öll getum við tekið virkan þátt í samfélaginu óháð aðgengisþörfum. Því er mikilvægt að veita þeim viðurkenningu sem hafa hugað aðgengi og lagt sitt af mörkum til að bæta það. Með veitingu aðgengisviðurkenningar má hvetja fólk til að hafa aðgengi að leiðarljósi í upphafi sem og að bæta úr þar sem þess er þörf. 

Um leið og Upplýsingatorgið veitir foreldrum gott aðgengi að þeirri þjónustu sem börnum stendur til boða þá er það um leið aðgengilegt fyrir ýmsa hópa þar sem það er einnig á ensku.  

Kasia, eins og hún er kölluð, vildi ekki bara safna saman upplýsingunum saman á einn stað, heldur gera þjónustuna aðgengilega fyrir fjölskyldur af erlendum uppruna. Í næsta áfanga verkefnisins verða upplýsingarnar aðgengilegar á fleiri tungumálum og efninu miðlað á fjölbreyttan hátt. 

Verkefnið var unnið af Þroskahjálp í samvinnu við Mennta- og barnamálaráðuneytið sem veitti styrk til þess árið 2023.