17. júní - Aðgengi

Auðlesin texti

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður fjölbreytt dagskrá. 

Skrúðganga verður frá Hallgrímskirkju. Tónleikar, götuleikhúsið, dansveisla, sirkus, hoppikastalar og leiktæki, matarvagnar og fornbílasýningar í Hljómskálagarðinum. 

Á tónleikunum koma fram;

  • Páll Óskar
  • Celebs
  • Una Torfa 
  • Teitur Magnússon

Einnig mun Leikhópurinn Lotta og ýmsir danshópar koma fram.

Á Klambratúni verður plötusnúður og matarvagnar.

Strætó bílastæði og aðgengi

Allar helstu leiðir Strætó ganga í miðborgina á 17. júní, en gera má ráð fyrir einhverjum breytingum á leiðarkerfinu vegna götulokana (götulokunarkort hér). Upplýsingar um leiðarkerfið er að finna á heimsíðu Strætór á www.straeto.is.

Aðgengi er í öll bílastæðahús á 17. júní,

Bílastæði fyrir hreyfihamlaða í nálægð við Hljómskálagarð er á Tjarnargötu, í bílakjallara Ráðhússins og við Túngötu.

Gott aðgengi er fyrir öll í Hljómskálagarð. 

Allir viðburðir og þjónusta á vegum Reykjavíkurborgar skal mæta þörfum ólíkra hópa í samræmi við aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar.