Félagslegt leiguhúsnæði

Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fólk hefur ekki tök á að eignast eða leigja húsnæði á almennum markaði. Þar spila félagslegar aðstæður, tekjur og útgjöld gjarnan stórt hlutverk. Fólk í þessum aðstæðum getur sótt um félagslegt húsnæði sem það greiðir viðráðanlegt leiguverð fyrir.
Á ég rétt á húsnæði?
Til að eiga rétt á almennu félagslegu leiguhúsnæði hjá Reykjavíkurborg þarft þú að uppfylla nokkur skilyrði. Þau snúast um aldur og lögheimili, eignarhald á húsnæði, tekjur og lágmark stiga samkvæmt ákveðnum matsviðmiðum.
- Meira um skilyrði fyrir almennu félagslegu leiguhúsnæði
- Reglur Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði
Hvar sæki ég um húsnæði?
Þú sækir um almennt félagslegt leiguhúsnæði á rafrænan hátt á Mínum síðum.
Einnig er hægt að fylla út umsókn á PDF-formi og skila á miðstöð í þínu hverfi.
Hvað gerist næst?
Eftir að umsókn berst er þér boðið í viðtal til ráðgjafa sem leggur formlegt mat á hvort öll skilyrði séu uppfyllt. Matið er unnið í náinni samvinnu við þig og tekur meðal annars mið af núverandi húsnæðisstöðu, tekjum, heilsufari og félagslegum aðstæðum. Umsókn er í kjölfarið samþykkt eða synjað.
Sérstakur húsnæðisstuðningur
Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárhagsleg aðstoð við fjölskyldur og einstaklinga á leigumarkaði sem þurfa sérstakan stuðning vegna greiðslu á húsaleigu umfram hefðbundnar húsnæðisbætur.

Hvar fæ ég frekari upplýsingar?
Almennt félagslegt leiguhúsnæði er veitt á grundvelli eftirfarandi laga og reglna: