Skilyrði fyrir almennu félagslegu leiguhúsnæði

Til að eiga rétt á almennu félagslegu leiguhúsnæði hjá Reykjavíkurborg þarft þú að uppfylla nokkur skilyrði. Þau snúast um aldur og lögheimili, eignarhald á húsnæði, tekjur og matsviðmið.

Á ég rétt á almennu félagslegu leiguhúsnæði?

Til að eiga rétt á almennu félagslegu leiguhúsnæði þarft þú að:

 • Vera orðinn 18 ára.
 • Eiga lögheimili í Reykjavík.
 • Eiga ekki húsnæði.

Hvaða viðmið eru um tekjur?

Til að eiga rétt á almennu félagslegu leiguhúsnæði þarft þú að hafa tekjur undir eftirfarandi mörkum:

 • Einstaklingar: 7.176.000 kr. á ári.  
 • Hjón og sambúðarfólk: 10.047.000 kr. á ári.
 • Tekjumörk hækka um 1.794.000 kr. fyrir hvert barn eða ungmenni yngra en 20 ára sem er á framfæri umsækjanda.
 • Tekjumörk hækka um 897.000 kr. fyrir hvert barn eða ungmenni yngra en 20 ára sem er í umgengni hjá umsækjanda.
 • Tekjumörk taka mið af meðaltekjum síðustu þriggja ára.
 • Eignamörk eru 7.745.000 kr.

Hvaða matsviðmið þarf að uppfylla?

Til að eiga rétt á almennu félagslegu leiguhúsnæði þarft þú að uppfylla lágmark stiga samkvæmt matsviðmiðum:

 • Einstaklingur/hjón/sambúðarfólk: 10 stig.
 • Einstaklingur/hjón/sambúðarfólk með eitt barn: 12 stig.
 • Einstaklingur/hjón/sambúðarfólk með tvö börn eða fleiri: 13 stig.

Er hægt að fá undanþágu frá skilyrðum?

Undanþágur frá skilyrðum geta verið veittar í sérstökum aðstæðum. Fjallað er um þær í 5. gr. reglna um félagslegt leiguhúsnæði.