Félagsbústaðir

Félagsbústaðir tryggja framboð af félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík. Í öllum hverfum borgarinnar eru félagslegar leiguíbúðir sem ætlaðar eru fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk leiguíbúða fyrir aldraða og fólk með fötlun.

Eignasafn Félagsbústaða

Í  september 2020 samanstóð eignasafn Félagsbústaða af 2.826 leigueiningum. Hlutfall leiguhúsnæðis á vegum Félagsbústaða er í kringum 5% íbúðarhúsnæðis í borginni.

Eignasafn

Hverfi Almennar íbúðir Húsnæði fyrir fatlað fólk Húsnæði fyrir heimilislausa Þjónustuíbúð Annað húsnæði Félagslegar leiguíbúðir samtals
Árbær 190 45 2   1 238
Breiðholt 593 30 1 65 1 690
Grafarholt-Úlfarsárdalur 144 23       167
Grafarvogur 231 50     26 307
Háaleiti-Bústaðir 131 32   77 2 242
Hlíðar 94 46   34 11 185
Kjalarnes 4         4
Laugardalur 342 64 6 118 8 538
Miðborg 187 36 27 74 3 327
Vesturbær 119 8 1     128
Samtals 2035 334 37 368 52 2826

 

Fjöldi íbúða

Félagslegar leiguíbúðir í eigu Félagsbústaða í september 2020 voru alls 2.826. Þær skiptast þannig að 2.035 íbúðir teljast  til almenns félagslegs leiguhúsnæðis, 334  íbúðir eru fyrir fatlað fólk, 37 íbúðir eru fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir, 368 eru íbúðir fyrir aldraða auk þess sem 52 eignir flokkast sem annað húsnæði. 

Að auki sjá  Félagsbústaðir um útleigu á 157 íbúð sem er í eigu annarra aðila.  Þær skiptast þannig að 58 falla undir almennt félagslegt leiguhúsnæði, 78 íbúðir eru fyrir fatlað fólk, 21 þjónustuíbúð fyrir aldraða. 

Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu er fjöldi almennra félagslegra leiguíbúða mismunandi eftir hverfum borgarinnar. Til að jafna hlutfallið þarf að horfa sérstaklega til fjölgunar íbúða í Vesturbæ, Hlíðum, Grafarholti, Úlfarsárdal og í Árbæ. 

Uppbyggingaráætlun 2020-2025

Samkvæmt málefnasamningi meirihluta borgarstjórnar og samþykktum velferðarráðs er gert ráð fyrir að félagslegum leiguíbúðum fjölgi um 600  á tímabilinu 2018 til og með 2022. Þar af um 500 íbúðir fyrir almennt félagslegt leiguhúsnæði og 100  íbúðir fyrir fatlað fólk.  

Fyrstu tvö ár tímabilsins var fest kaup á 198 íbúðum. Áætlanir Félagsbústaða gera ráð fyrir að það takist að tryggja þær 402 íbúðir sem uppá vantar. 

Á árunum 2022-2025 er gert ráð fyrir því að íbúðum fjölgi um 225, eða að jafnaði um 75 á ári. Þannig er áætlað að í lok árs 2025 verði fjöldi íbúða ríflega 3.400.

Fjöldi leigueininga í eigu Félagsbústaða og uppbyggingaráætlun 2020-2025 (vantar graf)

Gert er ráð fyrir að meirihluti íbúða verði nýbyggðar íbúðir sem keyptar verða á grunni skilyrða borgarinnar um kauprétt Félagsbústaða á 5% íbúða í nýbyggingarverkefnum. Í samræmi við þarfagreiningar er áætlað að stærstur hluti íbúða sem keyptar  verða séu 2ja til 3ja herbergja íbúðir 

Ein megin forsenda áætlunarinnar er að áframhald verið á veitingu stofnframlaga og að hagstæð lánsfjármögnun standi til boða.