Laugardalur

Fjöldi nýrra íbúða sem hafin er smíði var í sögulegu lágmarki árið 2010, en hefur síðan aukist ár frá ári.
21.02.2017
Alls hófst  smíði á um 922 nýjum íbúðum í Reykjavík á liðnu ári og er það svipaður fjöldi og árið áður. Síðustu tvö ár eru 50% yfir meðaltali fjölda íbúða sem hafin er smíði á en það eru 616 íbúðir á ári miðað við tölur frá árinu 1972, eins og fram kemur í nýútkominni árskýrslu byggingarfulltrúans í Reykjavík. 
16.02.2017
Engum ætti að leiðast í vetrarfríinu sem verður í grunnskólum borgarinnar dagana 18.-21. febrúar. Frístundamiðstöðvar og menningarstofnanir bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna án endurgjalds og frítt verður í sundlaugar á tilteknum tímum.
15.02.2017
Opnað verður fyrir umsóknir um götu- og torgsölu miðvikudaginn 15. mars kl. 9:00 á „mínum síðum” á vef Reykjavíkurborgar. Ekki er mögulegt að sækja um fyrir þann tíma.
15.02.2017
Innritun barna f. 2011 í grunnskóla og innritun á frístundaheimili á næsta skólaári 2017-2018 frestast um viku vegna tæknilegra örðugleika. 
14.02.2017
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki til forvarnarverkefna úr Forvarnarsjóði Reykjavíkur. Hægt er að sækja um frá og með 20. febrúar klukkan 13.00 og umsóknarfrestur er til miðnættis 20. mars næstkomandi.
10.02.2017
Hvatningarverðlaun velferðarsviðs fyrir árið 2016 voru afhent í dag, á þekkingardegi velverðarsviðs, en markmið þeirra er að skapa hvetjandi vinnustaðamenningu og vekja athygli á gróskumiklu velferðarstarfi í borginni. 
09.02.2017
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag breytingar á mörkum tveggja skólahverfa í borginni frá og með næsta skólaári 2017-2018.
Vetrarhátíð 2016, mynd Roman Gerasymenko
05.02.2017
Vetrarhátíð hefur gengið alveg glimrandi vel og góð þátttaka í viðburðum á söfnum og sundlaugum, í hlaupi og svo framvegis. Hátíðinni lýkur í dag með Snjófögnuði í Bláfjöllum sem stendur til kl. 17 en samkvæmt upplýsingum þaðan snjóaði aðeins þar í nótt sem gerir forráðamönnum kleift að opna. Þar er boðið uppá skemmtilega viðburðadagskrá í dag og frítt fyrir 15 ára og yngri. Þá er 20% afsláttur af skíðaleigu. Vetrarhátíð lýkur svo með myrkvun götuljósa í miðborginni  kl. 21-22. Það er gert til að vekja athygli á hugmyndinni um myrkurgæði og gera fólki kleift að upplifa himinhvolfið í sinni tærustu mynd. Rafmagn verður ekki tekið af íbúðarhúsnæði og fólk er í sjálfsvald sett hvort það slekkur ljósin á áðurnefndum tíma eður ei. Það skal líka tekið fram að þessi myrkvun hefur engin áhrif á öryggiskerfi og þá verða öll umferðarljós í borginni virk.  
Sundlauganótt, mynd Ragnar Th.
04.02.2017
Sundlauganótt á Vetrarhátíð er í kvöld, laugardagskvöldið 4. febrúar en þá er frítt í sund í níu sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu frá kl. 18-23. Gestir fá að upplifa einstaka kvöldstund í sundlaugunum þar sem ljós, myrkur og gleði eru allsráðandi. Þá fer fram Norðurljósahlaup WOW í kvöld og hefst við Hörpu kl. 19.  
Setning Vetrarhátíðar 2017, ljósmynd Ragnar Th.
03.02.2017
Safnanótt á Vetrarhátíð er í kvöld 3. febrúar en þá opna 45 söfn á öllu höfuðborgarsvæðinu dyr sínar frá kl. 18-23 og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá.