Laugardalur

Svifryksmengun er nú talsverð í borginni. Mynd: Reykjavíkurborg.
07.12.2017
Gildi svifryks eru há við umferðargötur. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar fólk sem er viðkvæmt í öndunarfærum og börn að vera mikið úti við í nágrenni við miklar umferðargötur á meðan logn er og þurrt í veðri. 
Svartþrastarkerling á grein
06.12.2017
Laugardaginn 9. desember mun Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjufræðingur og fuglaáhugamaður leiða fræðslugöngu um fuglalífið í garðinum en gangan er liður í samstarfi Grasgarðsins og Fuglaverndar. Í Grasagarðinum er fjölskrúðugt fuglalíf allan ársins hring.
Réttindaráð nemenda í Laugarnesskóla ásamt borgarstjóra og fulltrúum UNICEF á Íslandi.
21.11.2017
Hátíð var í Laugarnesskóla í morgun þegar nemendur, foreldrar og starfsfólk fögnuðu því að skólinn og frístundaheimilið Laugasel  fengu fyrstu viðurkenningu UNICEF sem Réttindaskóli og Réttindafrístund. Það þýðir að ákvæði Barnasáttmálans eru grundvöllur alls skóla- og frístundastarfs og að börnin eru meðvituð um réttindi sín alla daga. Það voru fulltrúar í réttindaráði Laugarnesskóla sem tóku við viðurkenningunni. 
Þátttaka í kosningum íbúalýðræðisverkefnisins Hverfið mitt hefur aldrei verið betri
21.11.2017
Þátttaka í kosningum íbúalýðræðisverkefnisins Hverfið mitt hefur aldrei verið betri, en kosningaþátttaka var 10,9%.  Kosningaþátttaka árið 2016 var 9,4% og þar áður 7,3%.  Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar í Reykjavík 16 ára og eldri og voru nærri 102 þús íbúar á kjörskrá. Af þeim nýttu sér 11.113 rétt sinn til að kjósa.  Kosningar stóðu yfir á vefnum Hverfið mitt 3. – 19. nóvember.
Lóðin við Malarhöfða  verður eins konar anddyri nýrrar byggðar á Ártúnshöfða.
16.11.2017
Reykjavíkurborg hefur uppfyllt skilyrði um þátttöku í alþjóðlegri samkeppni um sjálfbæra uppbyggingu á vegum borgarsamtakanna C40 sem eru samtök yfir 90 stærstu borga veraldar og Climate KIC sem eru evrópsk samtök um baráttu gegn loftslagsbreytingum.   
Auglýsing um fundinn
14.11.2017
Framtíðarborgin verður til umræðu í kvöld, 14. nóvember kl. 20. á Kjarvalsstöðum, á vegum umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Unnt er að horfa og hlusta á fyrri fundi hjá netsamfelag.is.  
Hverfið mitt - frá hugmynd til framkvæmda
13.11.2017
Kosningum á www.hverfidmitt.is lýkur á sunnudag en kosið er um hugmyndir sem eiga að koma til framkvæmda í hverfum borgarinnar á næsta ári.   Fleiri hafa kosið nú en á sama tíma í fyrra. Í morgun höfðu um 6.700 íbúar nýtt atkvæðisrétt sinn eða um 6,6% þeirra sem eru á kjörskrá. Unnur Margrét Arnardóttir verkefnisstjóri er vongóð um að nýtt met verði slegið, en í fyrra var kjörsókn 9,4% sem þá var besta þátttaka til þessa.  
Kjarvalsstaðir
10.11.2017
Framtíðarborgin verður til umræðu á næsta fundi á vegum umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar  sem haldinn er þriðjudaginn 14. nóvember kl. 20. á Kjarvalsstöðum.
Mynd frá siguratriði Árbæjarskóla sem hét Komohewa - Boðflennan
07.11.2017
Skrekkur hæfileikakeppni grunnskólanna hófst í Borgarleikhúsinu mánudaginn 6. nóv. þegar fyrstu undanúrslitin fóru fram. Árbæjarskóli og Langholtsskóli fóru með sigur af hólmi, en alls taka 26. skólar þátt í keppninni. 
Kosningar eru hafnar
03.11.2017
Kosningar á Hverfidmitt.is eru hafnar og standa þær til 19. nóvember.  Íbúar í Reykjavík kjósa hvaða hugmyndir koma til framkvæmda á næsta ári.