Hlíðar

23.03.2017
Í dag var byrjað að sópa götur og stíga í Reykjavík og er það samkvæmt áætlun um hreinsun. Fjölförnustu leiðirnar verða hreinsaðar fyrst en það eru allar stofnbrautir og tengigötur, sem og helstu göngu- og hjólastígar. Þessar meginleiðir liggja þvert um borgarlandið og njóta því forgangs, en að lokinni hreinsun þeirra verður farið hverfaskipt í húsagötur og þær sópaðar og þvegnar.
23.03.2017
Hugmyndasöfnun á hverfidmitt.is lýkur á miðnætti á morgun, föstudaginn 24. mars.  Um hádegi á fimmtudegi var fjöldi hugmynda um 800 og stefnir í að fyrra met í fjölda hugmynda verði slegið en í fyrra skiluðu sér rúmlega 900 hugmyndir.
Reykjavík
20.03.2017
Á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst, eða sem næst þeim degi  á ári hverju, eru veittar viðurkenningar fyrir endurbætur á eldri húsum og snyrtilegar þjónustu-, stofnana- og fjölbýlishúsalóðir. Í ár verður í fyrsta sinn leitað eftir hugmyndum frá íbúum og hverfisráðum við val á húsum og lóðum sem þykja verðskulda að fá Fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar.
17.03.2017
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum í borginni og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Svifryk er fremur hátt í dag.
16.03.2017
Hugmyndasöfnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Reykjavík gengur vel og hafa nú þegar um 500 hugmyndir skilað sér á vefsvæðið hverfidmitt.is, en það er hluti af vefnum Betri Reykjavík.  Hugmyndasöfnun líkur eftir viku, föstudaginn 24. mars.
16.03.2017
Reykjavíkurborg leigir út um átta hundruð matjurtagarða til íbúa. Þeir verða opnaðir í byrjun maí ef veður leyfir, en hægt er að sækja um þá núna.
14.03.2017
Óskað er eftir hugmyndaríkum og áhugasömum einstaklingum eða hópum til að taka almenningssvæði í borginni í fóstur. Verkefnið felst í að endurskilgreina svæði sem ekki eru fastmótuð til framtíðar og auðga mannlíf borgarinnar.
Nýir göngu- og hjólastígar verða lagðir við Klambratún samhliða framkvæmdunum.
13.03.2017
Borgarráð hefur ákveðið að bjóða út framkvæmdir við forgangsakrein fyrir strætó á Miklubraut á milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar. Þá verða einnig boðnar út framkvæmdir við strætóakrein á Miklubraut við Rauðagerði, frá göngubrú við Skeiðarvog til austurs að rampa að Reykjanesbraut.
Hjólaborgin
14.03.2017
Hjólaborgin verður í öndvegi á Kjarvalsstaðafundi um hjólreiðamenningu í Reykjavík þriðjudaginn 14. mars kl. 20. Spurt verður: Hvernig þróum við hrífandi borg fyrir hjólandi vegfarendur?
Starfsfólk sorphirðunnar að störfum.
03.03.2017
Mikið álag er á starfsfólki sorphirðunnar í Reykjavík þessa vikuna vegna mikillar snjókomu um síðustu helgi. Vegna erfiðrar færðar hefur hirðu seinkað um tvo daga. Íbúar eru vinsamlega beðnir um að moka vel frá sorpílátum og huga að aðgengi að sorpgeymslum svo sorphirða geti gengið vel og áfallalaust fyrir sig.