Ylströndin í Nauthólsvík
Útivistarsvæði
Nauthólsvegur
102 Reykjavík
Um Ylströndina
Á Ylströndinni í Nauthólsvík er heitu vatni úr hitaveitunni veitt í tvo potta og auk þess í sjóinn í víkinni en hún hefur verið afmörkuð með garði að austanverðu til að takmarka vatnsskiptin. Víkin er þó opin út í voginn og gætir þar flóðs og fjöru og blandast sjórinn heita vatninu.
Sandströnd er í víkinni og góð aðstaða til útivistar. Skiptiaðstaða og ýmis þjónusta er á svæðinu.