Virkni og vellíðan á efri árum
Virkniþing fyrir eldra fólk var haldið í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur föstudaginn 19. september 2025.
Boðið var upp á kynningu á fjölbreyttri afþreyingu og virkni sem eldra fólki stendur til boða í Reykjavík. Gestum gafst meðal annars tækifæri á að prófa farþegahjól sem voru á staðnum. Frétt á vef Reykjavíkurborgar.
Á Virkniþinginu flutti Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri Tölum saman hjá Félags- og húsnæðismálaráðuneytinu erindi um félagslega einangrun. Smelltið hér til þess að horfa á erindið.
Við þökkum öllum aðilum sem höfðu tök á að kynna starfsemi sína kærlega fyrir og hlökkum til að endurtaka viðburðinn að ári. Hægt er að nálgast upplýsingar um ýmis verkefni sem kynnt voru á virkniþinginu hér að neðan.
Dagskrá
Fundarstjóri: Harpa Þorsteinsdóttir
Að eldast í Reykjavík
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri
Verum virk
Willum Þór Þórsson, forseti íþrótta- og ólympíusambands Íslands
Það er pláss - Erindi um einmanaleika
Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri Tölum saman hjá Félags- og húsnæðismálaráðuneyti
Gleðidans
Auður Harpa danskennari stýrir gleðidansi
Kynningar á afþreyingu og virkni fyrir eldra fólk
Samfélagshús, félagsmiðstöðvar, íþróttafélög, bókasöfn, sundlaugar, heilsugæslan og fleiri aðilar kynna fjölbreytta dagskrá vetrarins.
Verum virk
Virkniþingið er hluti af samstarfi Reykjavíkurborgar við „Bjartan lífsstíl“ sem er samstarfsverkefni Landsambands eldri borgara (LEB) og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) um heilsueflingu 60+.
Dagana 23.- 30. september er Íþróttavika Evrópu eða „#BeActive“, sem er alþjóðlegt hvatningarátak um hreyfingu og bætta heilsu. Tímasetning Virkniþings fellur vel að þessum tímapunkti.
Sjá nánar á Beactive Ísland, BeActiveDay og EuropeActive