Viltu vinna með okkur?

Teikning af tveim börnum á grunnskólaaldri.

Viltu vera partur af skemmtilegum og samheldnum starfsmannahóp á einu af mörgum frístundaheimilum Reykjavíkurborgar? Viltu nýta áhugamálin þín í vinnu með börnum og hjálpa þeim að æfa sig í félagslegum samskiptum? Sveigjanleg og skemmtileg störf á frístundaheimilum borgarinnar bíða þín.

 

Um frístundaheimili 

Á frístundaheimilum vinnur hópur fólks á öllum aldri með allskonar bakgrunn að því að stuðla að uppbyggilegu frístundastarfi, efla félagsfærni og þróa áhugamál 6-9 ára barna. Starfsfólk frístundaheimilanna nýtir margvísleg áhugamál sín til þess að bjóða upp á fjölbreytt og skemmtileg viðfangsefni fyrir börnin.

 

Hvernig nýti ég áhugamál mín í vinnunni?

Fjölbreyttir starfsmannahópar frístundaheimilanna hafa í gegnum tíðina þróað mikinn fjölda áhugasviðsklúbba og það eru engin takmörk fyrir hvað hægt er að bjóða upp á. Langar þig að deila þínum áhuga á hlutverkaspilum, íþróttum, tónlist, útivist, eldamennsku eða einhverju öðru með börnunum í hverfinu þínu? Þá er frístundaheimilið rétti staðurinn til þess.

Teikning af konu að kasta hlutum eins og sirkúslistamaður.

En passa ég nokkuð þarna inn? 

Á frístundaheimilum starfar fjölbreyttur hópur starfsfólks með ólíkan bakgrunn og ólíka hæfileika. Fyrir margbreytilegan barnahóp viljum við hafa fjölbreyttar fyrirmyndir í starfsmannahópunum. Ef þú hefur gaman af mannlegum samskiptum, villt vinna í glaðlegu og jákvæðu umhverfi þá er frístundaheimilið rétti staðurinn fyrir þig.

 

Þægilegur vinnutími

Vinnutími frístundaheimilanna er sveigjanlegur en þau eru opin frá 13:40 -17:00 alla virka daga. Sumir vinna alla daga en aðrir vinna 3-4 daga í viku. Þessi sveigjanleiki hefur reynst háskólanemum einstaklega vel og einnig skapandi fólki sem kýs að vinna að eigin verkefnum hluta dags á móti starfi hjá borginni.

 

Teikning af persónu hlaupa úti í náttúrunni.

Fáðu vinnu í þínu hverfi

Það sparar tíma og pening að vinna nálægt heimilinu. Frístundaheimili borgarinnar tilheyra öll frístundamiðstöðvum sem er skipt upp eftir hverfum og þú getur sótt um vinnu í því hverfi sem þú vilt vinna í og hentar þér. Ef þú getur nýtt umhverfisvæna samgöngumáta áttu rétt á samgöngustyrk. Starfinu fylgja einnig möguleikar á að fá sund- og menningarkort hjá Reykjavíkurborg ásamt ýmsum styrkjum á vegum stéttarfélagsins.

Teikning af húsi og barni hoppa parís fyrir utan.

Hlutverk þitt sem frístundaleiðbeinandi

Störf á frístundaheimili eru bæði fjölbreytt og skemmtileg. Hver dagur felur í sér nýja áskorun og ný spennandi viðfangsefni. Þar getur þú meðal annars:

  • Tekið þátt í að skipuleggja spennandi dagskrá fyrir börnin
  • Leiðbeint börnum í lýðræðislegum starfsháttum
  • Aðstoðað börn við að finna sig í félagslegum samskiptum
  • Stuðlað að vináttu og eflt vináttufærni barna

Fríðindi sem fylgja starfinu 

Fyrir utan það hversu gaman það er að vinna í leikskóla, þá fylgja starfinu ýmis fríðindi. 

  • Sundkort 
  • Samgöngustyrkur
  • Menningarkort 
  • Stytting vinnuvikunnar