Viðburðir og borgarhátíðir

Teikning af konu að kasta hlutum eins og sirkúslistamaður.

Reykjavíkurborg stendur fyrir fjölda viðburða og hátíða allt árið um kring. Einnig hefur borgin komið að og styrkt ýmis hátíðarhöld í gegnum árin meðal annars í gegnum borgarhátíðarsjóð.  Hápunktur viðburðahalds í Reykjavík er vafalaust Menningarnótt í ágúst en það er miðborgarhátíð í orðsins fyllstu merkingu sem höfðar til breiðs hóps fólks.

Vetur

Dularfullt myrkur, frost og fannhvítar snjóbreiður. Vetrarborgin Reykjavík er svo sannarlega töfrandi staður. Þá er mikilvægt að gera sér glaðan dag og lýsa upp dimmasta skammdegið með fjölbreyttum viðburðum og hátíðum. 

Teikning af tré með nýfallinn snjó og ljósaseríu.

Vor

Þegar dagana fer að lengja og grösin að spretta, iðar menningarlífið í borginni. Þá er tilvalið að kíkja út og gera eitthvað skemmtilegt, en fjölbreyttar hátíðir á borð við Barnamenningarhátíð og HönnunarMars sjá til þess að þú og þínir hafið nóg að gera.

Teikning af tré að laufgast að vori.

Sumar

Á sumrin er tilvalið að skella sér í lauflétta borgarferð í Reykjavík. Þá iðar sumarborgin af lífi og býður upp á fjölda viðburða og uppákoma í öllum hverfum. Þungmiðju mannlífsins er að finna í miðborginni með öllum sínum verslunum, veitingastöðum og listasöfnum. Listasumrinu líkur á afmælishátíð borgarinnar, Menningarnótt í lok ágúst.

Teiknuð mynd af tré að sumri til.

Haust

Á meðan dagarnir styttast og laufin falla er tilvalið að grípa tækifærið og láta koma sér á óvart með nýjungum úr heimi tónlistar og kvikmynda. Lífið í leikhúsunum kviknar á haustin og niðurtalning í jólabókaflóðið hefst.

Teiknuð mynd af tré að hausti til.

Borgarhátíðir

Reykjavíkurborg styður við menningarhátíðir í borginni með samstarfssamning til þriggja ára. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar auglýsir eftir umsóknum.

 

Þær hátíðir sem verða borgarhátíðir fá fjárframlag og þriggja ára samstarfssamning við borgina.

 

Markmið samstarfsins er að styðja samfellu, framþróun og rekstrarlegan grundvöll hátíða í Reykjavík. Stuðla að alþjóðlegum tengslum, jákvæðum áhrifum á ferðamennsku og ímynd Reykjavíkur.  

Teikning af konu að spila á selló.