Áramótabrennur
Áramótabrennur eru alla jafna á tíu stöðum í Reykjavík. Umsjón með þeim er ýmist á hendi borgarinnar eða félagasamtaka, sem huga vel að því sem sett er á brennurnar og tryggja að frágangur og vöktun sé í lagi.
Engin formleg dagskrá er á borgarbrennunum en fólk er hvatt til að rifja upp álfasöngvana og mæta með góða skapið.
Hvar eru áramótabrennurnar?
Kveikt verður á áramótabrennum á gamlárskvöld.
- Við Ægisíðu, lítil brenna, klukkan 20:30.
- Í Skerjafirði gegnt Skildinganesi 48-52, lítil brenna, klukkan 20:30.
- Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, lítil brenna, kl. 20:30.
- Laugardalur, fyrir neðan Laugarásveg 18, lítil brenna, klukkan 20:30.
- Geirsnef, á norðanverðu Geirsnefi, stór brenna, klukkan 20:30.
- Við Stekkjarbakka, lítil brenna, klukkan 20:30.
- Við Rauðavatn að norðanverðu, lítil brenna, klukkan 20:30.
- Gufunes við Gufunesbæ, stór brenna, klukkan 20:30.
- Við Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna, klukkan 20:30.
- Úlfarsfell á athafnasvæði Fisfélagsins ofan við Lambhagaveg, lítil brenna klukkan 20:30.
Vakin er athygli á því að óheimilt er að vera með flugelda og skotblys við brennur en leyfilegt að vera með stjörnuljós og blys önnur en skotblys. Minnt er á hlífðargleraugu og hanska.
Ekki er heimilt að fljúga drónum yfir brennusvæðin.
Ekki er heimilt að fljúga drónum yfir brennusvæðin.
Mælt er með fólk komi gangandi að brennunum en skert aðgengi er fyrir akandi hjá brennunum.
- Við brennuna við Ægisíðu verður Ægisíðan á milli Forhaga og Sörlaskjóls/Hofsvallagötu lokuð fyrir akandi umferð á meðan brennunni stendur.
- Við brennuna á Geirsnefi verður ekki hægt að aka inná Geirsnefið frá Bílshöfðanum. Bílastæði eru í boði við Hitt húsið á Rafstöðvarvegi og við Endurvinnsluna í Knarrarvogi.
- Við Rauðavatn er óskað eftir að fólk nýti undirgöng undir Vesturlandsveginn í stað þess að fara yfir hann.
- Í Skerjafirði er akandi vegfarendum bent á að aka Einarsnesið og leggja bílum við gömlu Shell stöðina við Skeljanes í staðinn fyrir að aka í gegnum hverfið.