Áramótabrennur

Áramótabrennur eru alla jafna á tíu stöðum í Reykjavík. Umsjón með þeim er ýmist á hendi borgarinnar eða félagasamtaka, sem huga vel að því sem sett er á brennurnar og tryggja að frágangur og vöktun sé í lagi.
Engin formleg dagskrá er á borgarbrennunum en fólk er hvatt til að rifja upp álfasöngvana og mæta með góða skapið.
Hvar eru áramótabrennurnar?
- Við Ægisíðu, lítil brenna.
- Í Skerjafirði gegnt Skildinganesi 48-52, lítil brenna (tendrað kl. 21:00, eftir blysför sem hefst kl. 20:30).
- Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, lítil brenna.
- Laugardalur, fyrir neðan Laugarásveg 18, lítil brenna.
- Geirsnef, á norðanverðu Geirsnefi, stór brenna.
- Við Suðurfell, lítil brenna.
- Við Rauðavatn að norðanverðu, lítil brenna.
- Gufunes við Gufunesbæ, stór brenna.
- Við Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna.
- Úlfarsfell á athafnasvæði Fisfélagsins ofan við Lambhagaveg, lítil brenna (tendrað kl. 15:00)
Vakin er athygli á því að óheimilt er að vera með flugelda og skotblys við brennur en leyfilegt að vera með stjörnuljós og blys önnur en skotblys. Minnt er á hlífðargleraugu og hanska.