Þrettándabrenna við Gufunesbæ

Brenna til að kveðja jólin

Ein brenna verður haldin í Reykjavík á þrettándanum, á morgun þriðjudaginn 6. janúar. 

Á þrettándanum fer Kertasníkir, síðastur jólasveina, frá mannabyggðum aftur til fjalla og þar með lýkur jólunum.

Jólin verða kvödd með þrettándabrennu við Gufunesbæ og hefst dagskráin klukkan 18:00. Jólasveinar mæta á svæðið. 

Jón Jónsson, tónlistarmaður, flytur tónlist frá klukkan 18:30 til 19:00 

Þrettándagleðinni lýkur svo með flugeldasýningu klukkan 19:00.

Gestir eru beðnir um að koma tímanlega. Hægt er að leggja bílum við Rimaskóla og Gylfaflöt og fara fótgangandi að Gufunesbæ.

Öll velkomin.

Engin þrettándabrenna verður við Ægisíðu í ár.

Þrettándaviðburðir hjá öðrum sveitarfélögum á Höfuðborgarsvæðinu: