Borgin okkar
Reykjavík er jólaborgin
Jólaborgin er með það að markmiði að efla mannlíf og menningu og styðja þannig við fyrirtæki; verslun, veitingastaði og aðra þjónustu í miðborginni á aðventunni.
Hvergi á landinu er eins mikið af veitingastöðum, verslunum, menningu og annarri þjónustu á einum og sama staðnum eins og í miðborg Reykjavíkur og verður margt skemmtilegt um að vera í tengslum við verkefnið á aðventunni.
Efst á baugi
Jólamarkaðurinn við Austurvöll
Jólamarkaðurinn við Austurvöll verður opinn allar helgar fram að jólum.
Lesa meira
Aðventan á Borgarbókasafninu
Það verður nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna á bókasöfnum borgarinnar fram að jólum.
Lesa meira
Jólavættaleikurinn - taktu þátt
Leppalúði, Leiðindaskjóða, Stekkjastaur og fleiri furðuverur eru búnar að koma sér fyrir í miðborginni. Skemmtilegur ratleikur fyrir alla fjölskylduna. Finndu fjórar vættir og sendu inn svörin. Vegleg verðlaun í boði.
Lesa meira