Borgin okkar

 

Reykjavík er vetrarborgin!

Vetrarhátíð 2025 verður haldin dagana 6.–9. febrúar og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samanstendur af þrem meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og ljóslistaverkum. Boðið er upp á yfir 150 viðburði þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni.Undirbúningur er í fullum gangi og verður boðið upp á fjölbreytt úrval viðburða. 

Sjáumst hress á Vetrarhátíð 2025!