Sumarborgin
Mannlíf og menning í miðborginni
Reykjavík er Sumarborgin!
Sumarborgin iðar af lífi og í samvinnu við í listafólk og hönnuði, plötusnúða og tónlistarfólk geta gestir gert sér dagamun í miðborginni í allt sumar.
Tilgangurinn Sumarborgarinnar er að efla mannlíf og menningu og styðja þannig við fyrirtæki; verslun, veitingastaði og aðra þjónustu í miðborginni.
Efst á baugi
Verið hjartanlega velkomin á Menningarnótt
Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum og söfnum, fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum. Dagskráin er gestum að kostnaðarlausu. Hátíðin hefst kl 12:00.
Sjá meira
Jazzhátíð Reykjavíkur
Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram dagana 27.-31. ágúst og er vettvangur alls þess helsta sem gerist á sviði innlendrar jazztónlistar og hápunktur jazzlífsins á Íslandi.
Sjá meira
Viltu taka þátt í Menningarnótt?
Við tökum vel á móti þeim sem vilja taka þátt í hátíðinni sem verður 24. ágúst 2024. Hátíðarsvæðið nær yfir miðborgina og að Lönguhlíð í Austurbænum, að Hagatorgi í Vesturbænum og teygir sig út á Granda.
Sjá meira
Langborðið á Laugavegi
Það verður mikið dýrðir á Laugaveginum í ágúst og matarilmur mun verða í loftinu. Dúkað verður upp 60 metra langborð á sjálfum Laugaveginum, undir berum himni og haldin ein heljarinnar veisla, eins og undanfarin ár.
Gleðigangan
Hin árlega Gleðiganga fer fram laugardaginn 10. ágúst nk. Byrjað verður að ganga frá Hallgrímskirkju og sem leið liggur í Hljómskálagarð. Góða skemmtun!
Sjá meira
Druslugangan
Þann 27. júlí verður Druslugangan gengin í tólfta sinn í Reykjavík. Hún hefst að gömlum sið við Hallgrímskirkju klukkan 14:00 og gengið verður á Austurvöll. Frá kl. 13:00 er velkomið að mæta og búa til skilti.
Götubitahátíð í Hljómskálgarði
Stærsti matarviðburður á Íslandi, Götubitahátíð 2024 verður haldin í Hljómskálagarðinum 19. - 21. júlí. Á hátíðinni verða um 30 söluaðilar í matarvögnum og sölubásum og valin verður Besti götubiti Íslands ársins 2024.
Sjá meira