Borgin okkar
Reykjavík er vetrarborgin!
Vetrarhátíð 2025 verður haldin dagana 6.–9. febrúar og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samanstendur af þrem meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og ljóslistaverkum. Boðið er upp á yfir 150 viðburði þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni.Undirbúningur er í fullum gangi og verður boðið upp á fjölbreytt úrval viðburða.
Sjáumst hress á Vetrarhátíð 2025!
Efst á baugi
Jólaskógur í Ráðhúsinu
Jólaskógur hefur verið opnaður í Tjarnarsal Ráðhússins. Öll eru velkomin í jólaskógin sem er opinn til kl. 18:00 alla daga.
Sjá meira
Jólamarkaður við Austurvöll
Jólamarkaðurinn við Austurvöll verður opinn allar helgar fram að jólum. Þar verða fjölbreyttir sölubásar með gómsætum kræsingum, sælgæti, jólaglöggi, vörum, ásamt ýmislegu öðru skemmtilegu sem kemur gestum í gott jólaskap.
Sjá meira
Jóladalurinn í Laugardal
Kvöldopnanir Jóladalsins í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum verða kl. 17:00-20:00 alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga fram að jólum. Frítt inn á kvöldin um helgar á aðventunni.
Sjá meira